Rússar halda áfram loftárásum á Aleppo Heimir Már Pétursson skrifar 12. október 2016 19:30 Vísir/Getty Framkvæmdastjóri Mannréttindastofnunar Sameinuðu þjóðanna harmar að Rússar hafi komið í veg fyrir að öryggisráðið samþykkti að loftárásum á Aleppo í Sýrlandi skyldi hætt. Rússar héldu áfram að varpa sprengjum á borgina í dag. Þrír Sýrlendingar eru hylltir sem hetjur í Þýskalandi eftir að þeir klófestu mann sem var að skipuleggja sprengjutilræði. Rússar beittu neitunarvaldi sínu gegn tillögu Frakka í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna á laugardag þar sem þess var krafist að loftárásum á borgina Aleppo í Sýrlandi og átökum við borgina yrði hætt. Rússar voru með aðra tillögu um vopnahlé án þess að þar væri tekið fram að loftárásum skyldi hætt. Sú tillaga hlaut ekki nægan stuðning í öryggisráðinu. Rússar, sem berjast með stjórnarhernum í Sýrlandi, hafa haldið sprengjuárásum á suturhluta Aleppo áfram undanfarna daga. Borgin er nánast rústir eina en björgunarsveitir almennings reyna að bjarga fólki úr sprengjurústum upp á hvern einasta dag. Zeid Ra‘Ad Al framkvæmdastjóri Mannréttindastofnunar Sameinuðu þjóðanna sagði í dag að menn hljóti að spyrja sig fyrir hvern öryggisráðið starfi. „Alla vega ekki til að skapa íbúum Aleppo öryggi,“ sagði framkvæmdastjóri. Talið er að um 300 þúsund manns hafi fallið í borgarastríðinu í Sýrlandi á undanförnum fimm árum þar af þúsundir barna. Hundruð þúsunda eða milljónir manna hafa flúið hörmungarástandið í landinu og hefur mikill fjöldi leitað skjóls í Þýskalandi. Flóttamannastraumurinn hefur reynt á þolrif Þjóðverja en nú er þremur sýrlenskum hælisleitendum í Leipzig fagnað sem hetjum. Þeir leyfðu landa sínum að gista hjá sér en sáu síðan mynd af honum sem þýsk lögregluyfirvöld höfðu sett á Facebook þar sem hann var grunaður um að vera að skipuleggja hryðjuverk. En sprengjuefni höfðu fundist á dvalarstað hans. Þremenningarnir bundu manninn niður með rafmagnssnúru og kölluðu til lögreglus em handtók manninn. Þremenningarinir þora ekki að koma fram undir nafni né sýna andlit sitt. Einn þeirra sem einfaldlega er kallaður Mohamed A sagði í viðtali við þýska sjónvarpsstöð, þar sem hann snér baki í myndavélina: „Ég vil ekki að eitthvað af þessum toga gerist í þessu landi. Enginn hefur tekið eins vel á móti Sýrlendingum og Þjóðverjar. Við berum mikla virðingu fyrir þessu landi, fólkinu þar og lögum landsins,“ sagði Muhamed. Fjöldi manns hefur skorað á þýsk yfirvöld að flýta afgreiðslu á umsókn þremenninganna um hæli í Þýskalandi. Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar Sjá meira
Framkvæmdastjóri Mannréttindastofnunar Sameinuðu þjóðanna harmar að Rússar hafi komið í veg fyrir að öryggisráðið samþykkti að loftárásum á Aleppo í Sýrlandi skyldi hætt. Rússar héldu áfram að varpa sprengjum á borgina í dag. Þrír Sýrlendingar eru hylltir sem hetjur í Þýskalandi eftir að þeir klófestu mann sem var að skipuleggja sprengjutilræði. Rússar beittu neitunarvaldi sínu gegn tillögu Frakka í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna á laugardag þar sem þess var krafist að loftárásum á borgina Aleppo í Sýrlandi og átökum við borgina yrði hætt. Rússar voru með aðra tillögu um vopnahlé án þess að þar væri tekið fram að loftárásum skyldi hætt. Sú tillaga hlaut ekki nægan stuðning í öryggisráðinu. Rússar, sem berjast með stjórnarhernum í Sýrlandi, hafa haldið sprengjuárásum á suturhluta Aleppo áfram undanfarna daga. Borgin er nánast rústir eina en björgunarsveitir almennings reyna að bjarga fólki úr sprengjurústum upp á hvern einasta dag. Zeid Ra‘Ad Al framkvæmdastjóri Mannréttindastofnunar Sameinuðu þjóðanna sagði í dag að menn hljóti að spyrja sig fyrir hvern öryggisráðið starfi. „Alla vega ekki til að skapa íbúum Aleppo öryggi,“ sagði framkvæmdastjóri. Talið er að um 300 þúsund manns hafi fallið í borgarastríðinu í Sýrlandi á undanförnum fimm árum þar af þúsundir barna. Hundruð þúsunda eða milljónir manna hafa flúið hörmungarástandið í landinu og hefur mikill fjöldi leitað skjóls í Þýskalandi. Flóttamannastraumurinn hefur reynt á þolrif Þjóðverja en nú er þremur sýrlenskum hælisleitendum í Leipzig fagnað sem hetjum. Þeir leyfðu landa sínum að gista hjá sér en sáu síðan mynd af honum sem þýsk lögregluyfirvöld höfðu sett á Facebook þar sem hann var grunaður um að vera að skipuleggja hryðjuverk. En sprengjuefni höfðu fundist á dvalarstað hans. Þremenningarnir bundu manninn niður með rafmagnssnúru og kölluðu til lögreglus em handtók manninn. Þremenningarinir þora ekki að koma fram undir nafni né sýna andlit sitt. Einn þeirra sem einfaldlega er kallaður Mohamed A sagði í viðtali við þýska sjónvarpsstöð, þar sem hann snér baki í myndavélina: „Ég vil ekki að eitthvað af þessum toga gerist í þessu landi. Enginn hefur tekið eins vel á móti Sýrlendingum og Þjóðverjar. Við berum mikla virðingu fyrir þessu landi, fólkinu þar og lögum landsins,“ sagði Muhamed. Fjöldi manns hefur skorað á þýsk yfirvöld að flýta afgreiðslu á umsókn þremenninganna um hæli í Þýskalandi.
Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar Sjá meira