Björn Ingi tekur yfir rekstur ÍNN Jakob Bjarnar skrifar 12. október 2016 09:00 Ingvi Hrafn Jónsson mun halda áfram með Hrafnaþing en rekstur ÍNN verður undir Birni Inga Hrafnssyni. Vísir Ingvi Hrafn Jónsson, sjónvarpsstjóri og stofnandi ÍNN-Íslands Nýjasta Nýtt ehf, hefur sent erindi til fjölmiðlanefndar þar sem hann tilkynnir um yfirtöku Pressunnar ehf á rekstri félags síns. Vísir er með bréfið undir höndum en hvorki tókst að ná tali af Ingva Hrafni né Birni Inga Hrafnssyni, helsta eiganda Pressunnar, vegna málsins. Hefur átt í viðræðum við Björn Inga Ingvi Hrafn segir frá því að hann hafi nú freistað þess að fá nýja aðila til að koma að rekstrinum með sér eða jafnvel selja hann. „Ástæðan er fyrst og fremst sú að undirritaður er kominn á þann aldur að starfsþrek mitt er ekki jafn mikið og áður var og aukinheldur hefur reksturinn verið þungur undanfarið,“ skrifar Ingvi Hrafn í bréfi sínu til fjölmiðlanefndar. Hann telur nauðsynlegt að renna styrkari stoðum undir reksturinn. Og yrði mikill kostur fyrir sjónvarpsstöðina ef hún yrði hluti af sterkari rekstrareiningu. Ingvi Hrafn greinir jafnframt frá því að hann hafi átt í viðræðum við fyrirsvarsmenn Pressunnar um yfirtöku félagsins á rekstri ÍNN og telur vert að tilkynna fjölmiðlanefnd það auk samkeppniseftirliti. Vonlaust að standa í samkeppni við RÚV „Ég hef starfað í fjölmiðlaheiminum um áratuga skeið og ýmsa fjöruna sopið á þeim tíma. Undanfarið hefur staðan verið sú að RÚV hefur verið aðsópsmikið á markaðinum og rekstrarstaða þess félags – sem er hvort tveggja á fjárlögum og eins með sölu auglýsinga á samkeppnismarkaði – skekkir samkeppnisstöðu annarra sjónvarpsstöðva á markaðinum stórkostlega,“ segir í bréfinu. Ingvi Hrafn segir þetta helstu ástæðu fyrir því að erfitt hefur reynst að ná saman endum í rekstri ÍNN og nú eigi hann engra kosta völ. „Eftir að félagið hafði verið í sölumeðferð varð úr að ég er nú að ganga til samninga við Björn Inga Hrafnsson, fjölmiðlamann og félag hans Pressuna ehf. um að yfirtaka rekstur ÍNN. Frumkvæðið að þeim viðræðum er frá mér komið og ég er mjög sáttur við væntanlega aðkomu hans til yfirtöku félagsins og tel það í góðum höndum hjá honum.“ Rekstri ÍNN hætt gangi þetta ekki eftir Ingvi Hrafn segir jafnframt það sitt mat að yfirtakan brjóti ekki í bága við samkeppnis- og fjölmiðlalög heldur þvert á móti muni yfirtakan örva samkeppni og tryggja það að fjölbreyttri fjölmiðlaflóru sé haldið úti með áframhaldandi rekstri ÍNN. Verði ekki af þessum áformum má allt eins reikna með því að rekstri stöðvarinnar verði hætt. Ingvi Hrafn tekur það fram að ráðgert sé að hann muni halda áfram með þátt sinn Hrafnaþing þó breytt eignarhald verði á ÍNN. Tengdar fréttir Björn Ingi vísar því á bug að hafa átt við bóksölulista Samningaviðræður um kaup Björns Inga á rekstri Bókabúðar Máls og menningar við Laugaveg eru langt komnar. 31. maí 2016 10:56 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Fleiri fréttir Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Sjá meira
Ingvi Hrafn Jónsson, sjónvarpsstjóri og stofnandi ÍNN-Íslands Nýjasta Nýtt ehf, hefur sent erindi til fjölmiðlanefndar þar sem hann tilkynnir um yfirtöku Pressunnar ehf á rekstri félags síns. Vísir er með bréfið undir höndum en hvorki tókst að ná tali af Ingva Hrafni né Birni Inga Hrafnssyni, helsta eiganda Pressunnar, vegna málsins. Hefur átt í viðræðum við Björn Inga Ingvi Hrafn segir frá því að hann hafi nú freistað þess að fá nýja aðila til að koma að rekstrinum með sér eða jafnvel selja hann. „Ástæðan er fyrst og fremst sú að undirritaður er kominn á þann aldur að starfsþrek mitt er ekki jafn mikið og áður var og aukinheldur hefur reksturinn verið þungur undanfarið,“ skrifar Ingvi Hrafn í bréfi sínu til fjölmiðlanefndar. Hann telur nauðsynlegt að renna styrkari stoðum undir reksturinn. Og yrði mikill kostur fyrir sjónvarpsstöðina ef hún yrði hluti af sterkari rekstrareiningu. Ingvi Hrafn greinir jafnframt frá því að hann hafi átt í viðræðum við fyrirsvarsmenn Pressunnar um yfirtöku félagsins á rekstri ÍNN og telur vert að tilkynna fjölmiðlanefnd það auk samkeppniseftirliti. Vonlaust að standa í samkeppni við RÚV „Ég hef starfað í fjölmiðlaheiminum um áratuga skeið og ýmsa fjöruna sopið á þeim tíma. Undanfarið hefur staðan verið sú að RÚV hefur verið aðsópsmikið á markaðinum og rekstrarstaða þess félags – sem er hvort tveggja á fjárlögum og eins með sölu auglýsinga á samkeppnismarkaði – skekkir samkeppnisstöðu annarra sjónvarpsstöðva á markaðinum stórkostlega,“ segir í bréfinu. Ingvi Hrafn segir þetta helstu ástæðu fyrir því að erfitt hefur reynst að ná saman endum í rekstri ÍNN og nú eigi hann engra kosta völ. „Eftir að félagið hafði verið í sölumeðferð varð úr að ég er nú að ganga til samninga við Björn Inga Hrafnsson, fjölmiðlamann og félag hans Pressuna ehf. um að yfirtaka rekstur ÍNN. Frumkvæðið að þeim viðræðum er frá mér komið og ég er mjög sáttur við væntanlega aðkomu hans til yfirtöku félagsins og tel það í góðum höndum hjá honum.“ Rekstri ÍNN hætt gangi þetta ekki eftir Ingvi Hrafn segir jafnframt það sitt mat að yfirtakan brjóti ekki í bága við samkeppnis- og fjölmiðlalög heldur þvert á móti muni yfirtakan örva samkeppni og tryggja það að fjölbreyttri fjölmiðlaflóru sé haldið úti með áframhaldandi rekstri ÍNN. Verði ekki af þessum áformum má allt eins reikna með því að rekstri stöðvarinnar verði hætt. Ingvi Hrafn tekur það fram að ráðgert sé að hann muni halda áfram með þátt sinn Hrafnaþing þó breytt eignarhald verði á ÍNN.
Tengdar fréttir Björn Ingi vísar því á bug að hafa átt við bóksölulista Samningaviðræður um kaup Björns Inga á rekstri Bókabúðar Máls og menningar við Laugaveg eru langt komnar. 31. maí 2016 10:56 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Fleiri fréttir Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Sjá meira
Björn Ingi vísar því á bug að hafa átt við bóksölulista Samningaviðræður um kaup Björns Inga á rekstri Bókabúðar Máls og menningar við Laugaveg eru langt komnar. 31. maí 2016 10:56