Launalögga ASÍ Guðríður Arnardóttir skrifar 12. október 2016 07:00 Þann 19. september var skrifað undir samkomulag um breytingu á lífeyrissjóðum opinberra starfsmanna. Það samkomulag átti að ramma inn frumvarp um breytingar á lögum lagt fyrir Alþingi á yfirstandandi þingi. Forystufólk opinberu stéttarfélaganna skrifaði undir samkomulagið í trausti þess að öll réttindi núverandi sjóðsfélaga væru tryggð og óbreytt. Samræmt lífeyriskerfi er skynsamlegt og um það er ekki deilt, en dettur nokkrum í hug að það ágæta fólk sem hefur forystu í stéttarfélögunum hafi skrifað með bros á vör undir samkomulag sem rýrir réttindi umbjóðenda? Góðu heilli var fyrirliggjandi frumvarp ekki afgreitt á Alþingi því það var ekki í anda samkomulagsins frá 19. september. Svik, segir forseti ASÍ. Ég virði baráttu ASÍ fyrir bættum kjörum sinna félagsmanna. ASÍ hefur átt frumkvæði að mörgum góðum málum til handa launþegum almennt. En á sama tíma bið ég forseta ASÍ að virða stöðu annarra stéttarfélaga og sýna þeirra baráttu sömu virðingu. Hingað til hefur ASÍ lítið umburðarlyndi haft fyrir því ef laun sumra stétta opinberra starfsmanna hækka meira en á almennum markaði. Þá er hótað öllu illu og „launalöggan“ sér til þess að okkar viðsemjendur hugsa sig um tvisvar áður en þeir rétta af kjör opinberra starfsmanna af ótta við að styggja forystu annarra launþega. Og er það þá virkilega þannig að forysta ASÍ berjist fyrir lægri launum opinberra starfsmanna? Og fyrir skertum lífeyrisréttindum þessa sama hóps? Ég bið forseta ASÍ að hafa það í huga að opinberir starfsmenn hafa verið, og eru enn, lægra launasettir en kollegar þeirra á almennum markaði. Samræming lífeyrisréttinda á almennum og opinberum markaði má ekki fela í sér réttindaskerðingu þeirra sem hafa búið við lægri laun í þeirri vissu að betri lífeyrisréttindi séu í það minnsta verðmæti sem ekki verði frá þeim tekin. Það getur því aldrei nokkurn tímann skapast sátt um breytingar á lífeyrissjóðum opinberra starfsmanna eigi það að fela í sér skerðingu á réttindum núverandi sjóðfélaga. Og rétt er auðvitað, áður en lengra er haldið, að leiðrétta laun opinberra starfsmanna. Þegar sú vegferð hefst verður það vonandi án þess að launalögga ASÍ hóti öllu illu.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðríður Arnardóttir Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Sjá meira
Þann 19. september var skrifað undir samkomulag um breytingu á lífeyrissjóðum opinberra starfsmanna. Það samkomulag átti að ramma inn frumvarp um breytingar á lögum lagt fyrir Alþingi á yfirstandandi þingi. Forystufólk opinberu stéttarfélaganna skrifaði undir samkomulagið í trausti þess að öll réttindi núverandi sjóðsfélaga væru tryggð og óbreytt. Samræmt lífeyriskerfi er skynsamlegt og um það er ekki deilt, en dettur nokkrum í hug að það ágæta fólk sem hefur forystu í stéttarfélögunum hafi skrifað með bros á vör undir samkomulag sem rýrir réttindi umbjóðenda? Góðu heilli var fyrirliggjandi frumvarp ekki afgreitt á Alþingi því það var ekki í anda samkomulagsins frá 19. september. Svik, segir forseti ASÍ. Ég virði baráttu ASÍ fyrir bættum kjörum sinna félagsmanna. ASÍ hefur átt frumkvæði að mörgum góðum málum til handa launþegum almennt. En á sama tíma bið ég forseta ASÍ að virða stöðu annarra stéttarfélaga og sýna þeirra baráttu sömu virðingu. Hingað til hefur ASÍ lítið umburðarlyndi haft fyrir því ef laun sumra stétta opinberra starfsmanna hækka meira en á almennum markaði. Þá er hótað öllu illu og „launalöggan“ sér til þess að okkar viðsemjendur hugsa sig um tvisvar áður en þeir rétta af kjör opinberra starfsmanna af ótta við að styggja forystu annarra launþega. Og er það þá virkilega þannig að forysta ASÍ berjist fyrir lægri launum opinberra starfsmanna? Og fyrir skertum lífeyrisréttindum þessa sama hóps? Ég bið forseta ASÍ að hafa það í huga að opinberir starfsmenn hafa verið, og eru enn, lægra launasettir en kollegar þeirra á almennum markaði. Samræming lífeyrisréttinda á almennum og opinberum markaði má ekki fela í sér réttindaskerðingu þeirra sem hafa búið við lægri laun í þeirri vissu að betri lífeyrisréttindi séu í það minnsta verðmæti sem ekki verði frá þeim tekin. Það getur því aldrei nokkurn tímann skapast sátt um breytingar á lífeyrissjóðum opinberra starfsmanna eigi það að fela í sér skerðingu á réttindum núverandi sjóðfélaga. Og rétt er auðvitað, áður en lengra er haldið, að leiðrétta laun opinberra starfsmanna. Þegar sú vegferð hefst verður það vonandi án þess að launalögga ASÍ hóti öllu illu.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar