Fullyrðir að Íslenska þjóðfylkingin verði stærsti flokkur landsins ef aðrir flokkar hlusta ekki Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 11. október 2016 15:25 "Við erum enginn rasistaflokkur," segir Gunnlaugur Ingvarsson. vísir/vilhelm „Ef hinir flokkarnir hlusta ekki á þau varnaðarorð sem Íslenska þjóðfylkingin hefur fram að færa þá skal ég lofa ykkur því að Íslenska þjóðfylkingin verður innan skamms orðin stærsti flokkur á Íslandi,“ sagði Gunnlaugur Ingvarsson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi suður, í beinni útsendingu í Kosningaspjalli Vísis í morgun. Gunnlaugur sagðist aðspurður finna fyrir hræðslu meðal fólks að opinbera stuðning sinn við flokkinn. „Fólk er hrætt við það að vegna þess að það er hér í gangi svo pólitískur rétttrúnaður og rétthugsun að ég hugsa að þetta sé verra heldur en þetta var nokkurn tímann í Austur-Þýskalandi á tíma kommúnismans og Erics Honecker því hér er fólki hreinlega hótað,“ sagði hann og bætti við að hann hefði sjálfur orðið fyrir aðkasti vegna skoðana sinna.Íslenska þjóðfylkingin, sem býður fram í öllum kjördæmum, er einna helst þekkt fyrir umdeildar skoðanir sínar á málefnum innflytjenda. Hefur flokkurinn verið kallaður rasískur, þjóðernisflokkur, flokkur sem ali á andúð á útlendingum og þar fram eftir götunum. Gunnlaugur hafnar því þó alfarið að um sé að ræða rasískan flokk. „Við viljum halda í okkar menningu, í okkar tungu og okkar sérkenni. Við erum enginn rasistaflokkur. Við viljum bjóða útlendinga velkomna sem eru tilbúnir að samlagast okkar þjóðfélaginu og vinna landinu hér gagn. [...] Við erum bara venjulegt fólk. Við erum bara að segja að lærum að reynslu nágrannaþjóða okkar þar sem þessi reynsla er mjög slæm.“ Kosningaspjall Vísis er hluti af ítarlegri umfjöllun fréttastofu 365 fyrir komandi alþingiskosningar, 29. október næstkomandi. Áhorfendum gefst kostur á að spyrja frambjóðendur spurninga í gegnum Facebook-síðu Vísis á meðan útsendingu stendur. Píratar verða til viðtals klukkan 13.30 á morgun. Kosningar 2016 X16 Reykjavík Suður Tengdar fréttir Kosningaspjall Vísis: „Ég er kommúnisti en þetta er ekki kommúnistaflokkur“ Vésteinn Valgarðsson, oddviti Alþýðufylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi norður, segir hluta af markmiðum flokksins að koma málstað hans til fólksins. 10. október 2016 15:20 Mest lesið Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent Einar baðst fyrirgefningar Innlent Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Erlent Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Erlent Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Innlent „Maður mun sakna þess mjög“ Innlent Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Innlent Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Innlent Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér Innlent Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Innlent Fleiri fréttir Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Fönguðu augnablikin þegar tunglið skyggði á Mars Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Settur ráðherra skipar skrifstofustjóra Börnin búin að velja ný nöfn á skólana á Kársnesi „Nokkuð þægilegt samtal um hver fái hvað“ Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Óróahviður í Mýrafjöllum sagðar líkjast aðdraganda Reykjaneselda Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Síðasti fundur starfsstjórnar og rýnt í ráðherrakapalinn Fólk fari varlega í kringum nýfædd börn í jólaboðunum Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Borgin fær 150 milljónir frá ESB til að hreinsa Tjörnina og Vatnsmýri Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Vill að stjórn FH fari frá Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Setur út á aðbúnað og umgjörð starfseminnar á neyðarvistun Stuðla Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Handtekinn vegna gruns um líkamsárás Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Valkyrjur ná saman, yfirfullar flugvélar og mistök ársins Sjá meira
„Ef hinir flokkarnir hlusta ekki á þau varnaðarorð sem Íslenska þjóðfylkingin hefur fram að færa þá skal ég lofa ykkur því að Íslenska þjóðfylkingin verður innan skamms orðin stærsti flokkur á Íslandi,“ sagði Gunnlaugur Ingvarsson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi suður, í beinni útsendingu í Kosningaspjalli Vísis í morgun. Gunnlaugur sagðist aðspurður finna fyrir hræðslu meðal fólks að opinbera stuðning sinn við flokkinn. „Fólk er hrætt við það að vegna þess að það er hér í gangi svo pólitískur rétttrúnaður og rétthugsun að ég hugsa að þetta sé verra heldur en þetta var nokkurn tímann í Austur-Þýskalandi á tíma kommúnismans og Erics Honecker því hér er fólki hreinlega hótað,“ sagði hann og bætti við að hann hefði sjálfur orðið fyrir aðkasti vegna skoðana sinna.Íslenska þjóðfylkingin, sem býður fram í öllum kjördæmum, er einna helst þekkt fyrir umdeildar skoðanir sínar á málefnum innflytjenda. Hefur flokkurinn verið kallaður rasískur, þjóðernisflokkur, flokkur sem ali á andúð á útlendingum og þar fram eftir götunum. Gunnlaugur hafnar því þó alfarið að um sé að ræða rasískan flokk. „Við viljum halda í okkar menningu, í okkar tungu og okkar sérkenni. Við erum enginn rasistaflokkur. Við viljum bjóða útlendinga velkomna sem eru tilbúnir að samlagast okkar þjóðfélaginu og vinna landinu hér gagn. [...] Við erum bara venjulegt fólk. Við erum bara að segja að lærum að reynslu nágrannaþjóða okkar þar sem þessi reynsla er mjög slæm.“ Kosningaspjall Vísis er hluti af ítarlegri umfjöllun fréttastofu 365 fyrir komandi alþingiskosningar, 29. október næstkomandi. Áhorfendum gefst kostur á að spyrja frambjóðendur spurninga í gegnum Facebook-síðu Vísis á meðan útsendingu stendur. Píratar verða til viðtals klukkan 13.30 á morgun.
Kosningar 2016 X16 Reykjavík Suður Tengdar fréttir Kosningaspjall Vísis: „Ég er kommúnisti en þetta er ekki kommúnistaflokkur“ Vésteinn Valgarðsson, oddviti Alþýðufylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi norður, segir hluta af markmiðum flokksins að koma málstað hans til fólksins. 10. október 2016 15:20 Mest lesið Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent Einar baðst fyrirgefningar Innlent Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Erlent Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Erlent Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Innlent „Maður mun sakna þess mjög“ Innlent Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Innlent Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Innlent Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér Innlent Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Innlent Fleiri fréttir Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Fönguðu augnablikin þegar tunglið skyggði á Mars Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Settur ráðherra skipar skrifstofustjóra Börnin búin að velja ný nöfn á skólana á Kársnesi „Nokkuð þægilegt samtal um hver fái hvað“ Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Óróahviður í Mýrafjöllum sagðar líkjast aðdraganda Reykjaneselda Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Síðasti fundur starfsstjórnar og rýnt í ráðherrakapalinn Fólk fari varlega í kringum nýfædd börn í jólaboðunum Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Borgin fær 150 milljónir frá ESB til að hreinsa Tjörnina og Vatnsmýri Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Vill að stjórn FH fari frá Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Setur út á aðbúnað og umgjörð starfseminnar á neyðarvistun Stuðla Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Handtekinn vegna gruns um líkamsárás Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Valkyrjur ná saman, yfirfullar flugvélar og mistök ársins Sjá meira
Kosningaspjall Vísis: „Ég er kommúnisti en þetta er ekki kommúnistaflokkur“ Vésteinn Valgarðsson, oddviti Alþýðufylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi norður, segir hluta af markmiðum flokksins að koma málstað hans til fólksins. 10. október 2016 15:20