Fullyrðir að Íslenska þjóðfylkingin verði stærsti flokkur landsins ef aðrir flokkar hlusta ekki Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 11. október 2016 15:25 "Við erum enginn rasistaflokkur," segir Gunnlaugur Ingvarsson. vísir/vilhelm „Ef hinir flokkarnir hlusta ekki á þau varnaðarorð sem Íslenska þjóðfylkingin hefur fram að færa þá skal ég lofa ykkur því að Íslenska þjóðfylkingin verður innan skamms orðin stærsti flokkur á Íslandi,“ sagði Gunnlaugur Ingvarsson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi suður, í beinni útsendingu í Kosningaspjalli Vísis í morgun. Gunnlaugur sagðist aðspurður finna fyrir hræðslu meðal fólks að opinbera stuðning sinn við flokkinn. „Fólk er hrætt við það að vegna þess að það er hér í gangi svo pólitískur rétttrúnaður og rétthugsun að ég hugsa að þetta sé verra heldur en þetta var nokkurn tímann í Austur-Þýskalandi á tíma kommúnismans og Erics Honecker því hér er fólki hreinlega hótað,“ sagði hann og bætti við að hann hefði sjálfur orðið fyrir aðkasti vegna skoðana sinna.Íslenska þjóðfylkingin, sem býður fram í öllum kjördæmum, er einna helst þekkt fyrir umdeildar skoðanir sínar á málefnum innflytjenda. Hefur flokkurinn verið kallaður rasískur, þjóðernisflokkur, flokkur sem ali á andúð á útlendingum og þar fram eftir götunum. Gunnlaugur hafnar því þó alfarið að um sé að ræða rasískan flokk. „Við viljum halda í okkar menningu, í okkar tungu og okkar sérkenni. Við erum enginn rasistaflokkur. Við viljum bjóða útlendinga velkomna sem eru tilbúnir að samlagast okkar þjóðfélaginu og vinna landinu hér gagn. [...] Við erum bara venjulegt fólk. Við erum bara að segja að lærum að reynslu nágrannaþjóða okkar þar sem þessi reynsla er mjög slæm.“ Kosningaspjall Vísis er hluti af ítarlegri umfjöllun fréttastofu 365 fyrir komandi alþingiskosningar, 29. október næstkomandi. Áhorfendum gefst kostur á að spyrja frambjóðendur spurninga í gegnum Facebook-síðu Vísis á meðan útsendingu stendur. Píratar verða til viðtals klukkan 13.30 á morgun. Kosningar 2016 X16 Reykjavík Suður Tengdar fréttir Kosningaspjall Vísis: „Ég er kommúnisti en þetta er ekki kommúnistaflokkur“ Vésteinn Valgarðsson, oddviti Alþýðufylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi norður, segir hluta af markmiðum flokksins að koma málstað hans til fólksins. 10. október 2016 15:20 Mest lesið Verkföll hafin í sex skólum Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Fleiri fréttir Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Sjá meira
„Ef hinir flokkarnir hlusta ekki á þau varnaðarorð sem Íslenska þjóðfylkingin hefur fram að færa þá skal ég lofa ykkur því að Íslenska þjóðfylkingin verður innan skamms orðin stærsti flokkur á Íslandi,“ sagði Gunnlaugur Ingvarsson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi suður, í beinni útsendingu í Kosningaspjalli Vísis í morgun. Gunnlaugur sagðist aðspurður finna fyrir hræðslu meðal fólks að opinbera stuðning sinn við flokkinn. „Fólk er hrætt við það að vegna þess að það er hér í gangi svo pólitískur rétttrúnaður og rétthugsun að ég hugsa að þetta sé verra heldur en þetta var nokkurn tímann í Austur-Þýskalandi á tíma kommúnismans og Erics Honecker því hér er fólki hreinlega hótað,“ sagði hann og bætti við að hann hefði sjálfur orðið fyrir aðkasti vegna skoðana sinna.Íslenska þjóðfylkingin, sem býður fram í öllum kjördæmum, er einna helst þekkt fyrir umdeildar skoðanir sínar á málefnum innflytjenda. Hefur flokkurinn verið kallaður rasískur, þjóðernisflokkur, flokkur sem ali á andúð á útlendingum og þar fram eftir götunum. Gunnlaugur hafnar því þó alfarið að um sé að ræða rasískan flokk. „Við viljum halda í okkar menningu, í okkar tungu og okkar sérkenni. Við erum enginn rasistaflokkur. Við viljum bjóða útlendinga velkomna sem eru tilbúnir að samlagast okkar þjóðfélaginu og vinna landinu hér gagn. [...] Við erum bara venjulegt fólk. Við erum bara að segja að lærum að reynslu nágrannaþjóða okkar þar sem þessi reynsla er mjög slæm.“ Kosningaspjall Vísis er hluti af ítarlegri umfjöllun fréttastofu 365 fyrir komandi alþingiskosningar, 29. október næstkomandi. Áhorfendum gefst kostur á að spyrja frambjóðendur spurninga í gegnum Facebook-síðu Vísis á meðan útsendingu stendur. Píratar verða til viðtals klukkan 13.30 á morgun.
Kosningar 2016 X16 Reykjavík Suður Tengdar fréttir Kosningaspjall Vísis: „Ég er kommúnisti en þetta er ekki kommúnistaflokkur“ Vésteinn Valgarðsson, oddviti Alþýðufylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi norður, segir hluta af markmiðum flokksins að koma málstað hans til fólksins. 10. október 2016 15:20 Mest lesið Verkföll hafin í sex skólum Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Fleiri fréttir Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Sjá meira
Kosningaspjall Vísis: „Ég er kommúnisti en þetta er ekki kommúnistaflokkur“ Vésteinn Valgarðsson, oddviti Alþýðufylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi norður, segir hluta af markmiðum flokksins að koma málstað hans til fólksins. 10. október 2016 15:20