Ekki þörf á nýju umhverfismati fyrir Bakkalínur Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 11. október 2016 13:16 Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála fellst ekki á kæru Landverndar um að mat á umhverfisáhrifum háspennulína frá Kröflu og Þeistareykjum að Bakka sé úrelt eða forsendur fyrir því brostnar. Vísir/Anton Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála fellst ekki á kæru Landverndar um að mat á umhverfisáhrifum háspennulína frá Kröflu og Þeistareykjum að Bakka sé úrelt eða forsendur fyrir því brostnar. Nefndin telur hins vegar annmarka á afgreiðslu og útgáfu Skútustaðahrepps á framkvæmdaleyfi til Landsnets. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsneti, sem hefur nú kynnt sér úrskurð nefndarinnar. „Ljóst er að úrskurðurinn staðfestir að umhverfismat vegna háspennulínu frá Kröflu og Þeistareykjum að Bakka sé í fullu gildi og því er ekki þörf á nýju umhverfismati. Þá staðfestir úrskurðarnefndin að öll skilyrði fyrir umsókn um framkvæmdaleyfi voru fyrir hendi,” segir í tilkynningunni. Nefndin staðfestir að matið hafi verið ítarlegt og að kostir um mismunandi leiðaval hafi verið metnir með fullnægjandi hætti. Niðurstaða nefndarinnar er að matið sé í fullu gildi og að ekki sé þörf á nýju mati á umhverfisáhrifum, auk þess sem framkvæmdirnar séu í samræmi við umhverfismat og skipulag. Þá staðfesti nefndin einnig að framkvæmdaleyfisumsókn Landsnets og fylgigögn hafi fullnægt ákvæðum skipulagslaga, sem og að framkvæmdir Landsnets séu í samræmi við skipulagsáætlanir og að lögbundinna umsagna hafi verið leitað. Landsnet telur mikilvægt að eyða óvissu um framhald verkefnisins. „Framkvæmdir hafa legið niðri síðan að þær voru stöðvaðar að kröfu Landverndar þann 21. ágúst síðastliðinn og eru þær tafir sem orðið hafa vegna þess þegar orðnar mjög kostnaðarsamar auk þess sem óvissa ríkir um framhald verkefnisins. Landsnet leggur áherslu á að allri óvissu verði eytt sem fyrst enda eru þær línulagnir sem um ræðir lokaskref framkvæmdar sem hefur verið mörg ár í undirbúningi.” Í tilkynningu frá Landvernd kemur hins vegar fram að Landvernd telji úrskurð þann sem úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála felldi í gær um að ógilda framkvæmdaleyfi Skútustaðahrepps fyrir Kröflulínu 4 vera fordæmisgefandi. „Mikilvægt er að framkvæmdaraðilar, Skipulagsstofnun og sveitarfélög í landinu líti í eigin barm, læri af þeim mistökum sem hér voru gerð og líti til þeirra leiðbeininga sem felast í úrskurðinum. Á þetta ekki síst við um undirbúning og framkvæmd umhverfismats, eftirlit með því og þá ábyrgð sem fylgir ákvarðanatöku um framkvæmdir sem hafa verulega áhrif á umhverfið,“ segir í tilkynningu Landverndar. Tengdar fréttir Stjórnarandstaðan leggst gegn flýtimeðferð á raflínum til Bakka Iðnaðar- og viðskiptaráðherra segir ekki hægt að bíða fram yfir kosningar með að heimila lagningu raflína frá Þeistareykjum og Kröflu til Bakka. 21. september 2016 20:15 Ríkisstjórnin leggur fram frumvarp um háspennulínur að Bakka Iðnaðar- og viðskiptaráðherra segist ekki trúa öðru en samstaða náist við stjórnarandstöðuna enda miklir hagsmunir í húfi. 21. september 2016 12:18 Kæra Bakkalínur til ESA Náttúruverndarsamtökin Fjöregg í Mývatnssveit og Landvernd hafa kært fyrirhugaða lagasetningu um Bakkalínur til Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA). 3. október 2016 09:53 Óvissa um afdrif frumvarpsins eftir niðurstöðu úrskurðarnefndarinnar Úrskurðarnefnd um umhverfis- og auðlindamál felldi í gær úr gildi framkvæmdaleyfi Landsnets fyrir Kröflulínu 4. 11. október 2016 06:45 Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Fleiri fréttir Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Sjá meira
Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála fellst ekki á kæru Landverndar um að mat á umhverfisáhrifum háspennulína frá Kröflu og Þeistareykjum að Bakka sé úrelt eða forsendur fyrir því brostnar. Nefndin telur hins vegar annmarka á afgreiðslu og útgáfu Skútustaðahrepps á framkvæmdaleyfi til Landsnets. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsneti, sem hefur nú kynnt sér úrskurð nefndarinnar. „Ljóst er að úrskurðurinn staðfestir að umhverfismat vegna háspennulínu frá Kröflu og Þeistareykjum að Bakka sé í fullu gildi og því er ekki þörf á nýju umhverfismati. Þá staðfestir úrskurðarnefndin að öll skilyrði fyrir umsókn um framkvæmdaleyfi voru fyrir hendi,” segir í tilkynningunni. Nefndin staðfestir að matið hafi verið ítarlegt og að kostir um mismunandi leiðaval hafi verið metnir með fullnægjandi hætti. Niðurstaða nefndarinnar er að matið sé í fullu gildi og að ekki sé þörf á nýju mati á umhverfisáhrifum, auk þess sem framkvæmdirnar séu í samræmi við umhverfismat og skipulag. Þá staðfesti nefndin einnig að framkvæmdaleyfisumsókn Landsnets og fylgigögn hafi fullnægt ákvæðum skipulagslaga, sem og að framkvæmdir Landsnets séu í samræmi við skipulagsáætlanir og að lögbundinna umsagna hafi verið leitað. Landsnet telur mikilvægt að eyða óvissu um framhald verkefnisins. „Framkvæmdir hafa legið niðri síðan að þær voru stöðvaðar að kröfu Landverndar þann 21. ágúst síðastliðinn og eru þær tafir sem orðið hafa vegna þess þegar orðnar mjög kostnaðarsamar auk þess sem óvissa ríkir um framhald verkefnisins. Landsnet leggur áherslu á að allri óvissu verði eytt sem fyrst enda eru þær línulagnir sem um ræðir lokaskref framkvæmdar sem hefur verið mörg ár í undirbúningi.” Í tilkynningu frá Landvernd kemur hins vegar fram að Landvernd telji úrskurð þann sem úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála felldi í gær um að ógilda framkvæmdaleyfi Skútustaðahrepps fyrir Kröflulínu 4 vera fordæmisgefandi. „Mikilvægt er að framkvæmdaraðilar, Skipulagsstofnun og sveitarfélög í landinu líti í eigin barm, læri af þeim mistökum sem hér voru gerð og líti til þeirra leiðbeininga sem felast í úrskurðinum. Á þetta ekki síst við um undirbúning og framkvæmd umhverfismats, eftirlit með því og þá ábyrgð sem fylgir ákvarðanatöku um framkvæmdir sem hafa verulega áhrif á umhverfið,“ segir í tilkynningu Landverndar.
Tengdar fréttir Stjórnarandstaðan leggst gegn flýtimeðferð á raflínum til Bakka Iðnaðar- og viðskiptaráðherra segir ekki hægt að bíða fram yfir kosningar með að heimila lagningu raflína frá Þeistareykjum og Kröflu til Bakka. 21. september 2016 20:15 Ríkisstjórnin leggur fram frumvarp um háspennulínur að Bakka Iðnaðar- og viðskiptaráðherra segist ekki trúa öðru en samstaða náist við stjórnarandstöðuna enda miklir hagsmunir í húfi. 21. september 2016 12:18 Kæra Bakkalínur til ESA Náttúruverndarsamtökin Fjöregg í Mývatnssveit og Landvernd hafa kært fyrirhugaða lagasetningu um Bakkalínur til Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA). 3. október 2016 09:53 Óvissa um afdrif frumvarpsins eftir niðurstöðu úrskurðarnefndarinnar Úrskurðarnefnd um umhverfis- og auðlindamál felldi í gær úr gildi framkvæmdaleyfi Landsnets fyrir Kröflulínu 4. 11. október 2016 06:45 Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Fleiri fréttir Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Sjá meira
Stjórnarandstaðan leggst gegn flýtimeðferð á raflínum til Bakka Iðnaðar- og viðskiptaráðherra segir ekki hægt að bíða fram yfir kosningar með að heimila lagningu raflína frá Þeistareykjum og Kröflu til Bakka. 21. september 2016 20:15
Ríkisstjórnin leggur fram frumvarp um háspennulínur að Bakka Iðnaðar- og viðskiptaráðherra segist ekki trúa öðru en samstaða náist við stjórnarandstöðuna enda miklir hagsmunir í húfi. 21. september 2016 12:18
Kæra Bakkalínur til ESA Náttúruverndarsamtökin Fjöregg í Mývatnssveit og Landvernd hafa kært fyrirhugaða lagasetningu um Bakkalínur til Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA). 3. október 2016 09:53
Óvissa um afdrif frumvarpsins eftir niðurstöðu úrskurðarnefndarinnar Úrskurðarnefnd um umhverfis- og auðlindamál felldi í gær úr gildi framkvæmdaleyfi Landsnets fyrir Kröflulínu 4. 11. október 2016 06:45