Viðskipti innlent

Hlutabréf í N1 rjúka upp

Sæunn Gísladóttir skrifar
Gengi hlutabréfa í N1 hefur hækkað um 5,14 prósent í 561 milljón króna viðskiptum í dag.
Gengi hlutabréfa í N1 hefur hækkað um 5,14 prósent í 561 milljón króna viðskiptum í dag. Vísir/Vilhelm
Gengi hlutabréfa í N1 hefur hækkað um 5,14 prósent í 561 milljón króna viðskiptum í dag. Hækkunina má líklega rekja til tilkynningar sem barst í gær um að samkvæmt drögum að uppgjöri þriðja ársfjórðungs hjá félaginu er aukning í seldum lítrum í bifreiðaeldsneyti umfram áætlanir sem og sala annarra vara á þjónustustöðvum félagsins.

Aukningin er að mestu tilkomin af fjölgun ferðamanna sem hefur verið umfram væntingar stjórnenda félagsins. Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir (EBITDA) í fyrirliggjandi drögum er áætluður um 1.450 milljónir króna á þriðja ársfjórðungi sem er umtalsvert betri en EBITDA á sama tímabili árið áður.

Árshlutareikningur 3. ársfjórðungs verður birtur þann 27. október.

Gengi hlutabréfa á Aðallista hefur hækkað hjá flestum fyrirtækjum í dag, mest hjá N1, en bréf í Icelandair Group hafa lækkað um 0,66 prósent. Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 0,49 prósent það sem af er degi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×