Innlent

Hélt þjófinum þar til lögreglu bar að garði

Vísir/Pjetur
Karlmaður á fertugsaldri var handtekinn í Kópavogi laust fyrir klukkan þrjú í nótt eftir að árvökull íbúi tilkynnti lögreglu um mann sem væri að ganga um hverfið og tæki hann í hurðarhúna á húsum og bílum. Íbúinn stökk svo út þegar hann sá að maðurinn var kominn inn í bíl nágranna hans og hélt þjófnum föstum þar til lögregla kom á vettvang.

Á honum fundust ýmsir munir sem hann viðurkenndi að hafa stolið úr öðrum bílum og var hann vistaður í fangageymslu.

Í samtali við Mbl.is segir maðurinn sem framkvæmdi handtökuna að það hafi verið algjör tilviljun að hann hafi verið á ferðinni á þessum tíma. Hann hafi farið á fætur til að sækja sér vatnsglas og séð mann ganga um hverfið og taka í hurðarhúna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×