Innlent

Björgólfur Thor: „Margir reyndu að svelta okkur“

Hafliði Helgason skrifar
Björgólfur Thor Björgólfsson, sem stýrir fjárfestingarfélaginu Novator, náði samningum við bandaríska eignastýrkingarfyrirtækið Pt Capital Advisors á dögunum um kaup á öllu hlutafé í fjarskiptafyrirtækinu NOVA á dögunum.

Kaupverðið er trúnaðarmál, en samkvæmt heimildum er verðmiðinn um sextán milljarðar króna.

Novator stofnaði Nova árið 2006, en fyrirtækið tók til starfa í desember 2007. Á þeim tæpu 9 árum sem liðin eru hefur Nova náð mestri markaðshlutdeild fyrirtækja á íslenskum farsímamarkaði.

Björgólfur segir marga hafa reynt að svelta NOVA í upphafi, en fyrirtækið hafi til að byrja með samanstaðið af tveimur lykilstarfsmönnum sem deildu skrifborði og góðum hugmyndum. Enginn hafi trúað því að hægt væri að græða á því að bjóða upp á ókeypis símtöl innan símkerfa líkt og NOVA hóf að gera.

Fréttina í heild sinni og viðtal við Björgólf má sjá í spilaranum að ofan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×