Erlent

Neyðarástand í Eþíópíu

Sæunn Gísladóttir skrifar
Oromo þjóðflokkurinn við mótmæli þann 2. október þar sem 55 létu lífið.
Oromo þjóðflokkurinn við mótmæli þann 2. október þar sem 55 létu lífið. Vísir/AFP
Lýst hefur verið yfir neyðarástandi í Eþíópíu til næstu sex mánaða. Ástæða þess er viðvarandi mótmæli Oromo- og Amhara-þjóðflokkanna gegn ríkisstjórninni.

Sextíu prósent íbúa Eþíópíu tilheyra Oromo- og Amhara-þjóðflokkunum, sem eru afar ósáttir við að Tigray-þjóðflokkurinn, sem 6,1 prósent íbúa tilheyrir, fari með öll völd í landinu.

Ofbeldi hefur aukist í Eþíópíu síðan á sunnudag fyrir viku þegar 55 manns létu lífið í átökum milli mótmælenda og lögreglunnar á Oromo-hátíð. Tugir þúsunda eru í haldi lögreglunnar.

Óvíst er hvað neyðarástandið felur í sér, en ljóst er að mótmælendur munu ekki hætta aðgerðum sínum þrátt fyrir inngrip yfirvalda. Núverandi ríkisstjórn hefur verið við völd í 25 ár. 

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×