Aðspurð um tölur úr Suðurkjördæmi, þar sem flokkurinn er með 9,9 prósent talinna atkvæða, segir Katrín sérstakt fagnaðarefni að Ari Trausti Guðmundsson, oddviti Vinstri grænna, sé inni. „Í Suðurkjördæmi höfum við ekki átt þingmann en við höfum fundið það úr suðurkjördæmi að málflutningur Ara hefur mælst vel fyrir og það er sérstakt fagnaðarefni ef við erum að ná honum inn á þing.“
Katrín segir stöðuna geta breyst eftir því sem líður á nóttina en hún sé nokkuð sátt með stöðuna eins og hún lítur út núna.
Katrín veitti Stöð 2 einnig viðtal örlitlu seinna sem sjá má í spilaranum hér að neðan.