Telur að nýjar upplýsingar muni ekki breyta niðurstöðunni Samúel Karl Ólason skrifar 29. október 2016 09:05 Vísir/Getty Hillary Clinton er borubrött varðandi enduropnun rannsóknar Alríkislögreglu Bandaríkjanna á tölvupóstum hennar. Hún telur að frekari rannsókn muni ekki breyta fyrri niðurstöðu FBI um að ekki ætti að ákæra hana. Hún kallar eftir því að yfirmaður FBI útskýri nánar hverju nýja rannsóknin felist í. James Comey, yfirmaður FBI, segir að nýjar upplýsingar í málinu hafi litið dagsins ljós. Um er að ræða tæki og pósta frá hinum umdeilda fyrrum þingmanni Anthony Wiener. Gögnin komu í leitirnar þegar verið var rannsaka hvort að Wiener hafi sent 15 ára stúlku óviðeigandi skilaboð og pósta.AP fréttaveitan segir að Hillary Clinton og starfsfólk hennar sé æft yfir því að Comey hafi sagt frá málinu í einkar óljósu bréfi til hóps þingmanna. Nokkrir klukkutímar liðu þar til í ljós kom að um gögn frá Weiner væri að ræða. Þá hefur stofnunin ekki svarað fyrirspurnum fréttaveitunnar vegna málsins. Á blaðamannafundi í gær sagði Clinton að FBI þyrftu að útskýra málið hið snarasta. Donald Trump, mótframbjóðandi hennar til embættis forseta, stökk á málið og sagði stuðningsmönnum sínum í Iowa að það væri deginum ljósara að FBI hefði ekki opnað málið á þessum tíma ef ekki væri um „stórfellda glæpi“ að ræða. Fyrr á árinu rannsakaði FBI meðhöndlun Clinton á ríkisleyndarmálum þar sem hún notaði ekki öruggt tölvupóstfang sem skráð var á vefsvæði bandarísku ríkisstjórnarinnar heldur sitt eigið póstfang þegar hún starfaði sem utanríkisráðherra á árunum 2009 til 2013. Ekki var mælt með að Clinton yrði ákærð vegna málsins. Þrátt fyrir það sagði FBI að Clinton hefði sýnt af sér alvarlega vanrækslu í starfi með tölvupóstnotkun sinni. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Sjá meira
Hillary Clinton er borubrött varðandi enduropnun rannsóknar Alríkislögreglu Bandaríkjanna á tölvupóstum hennar. Hún telur að frekari rannsókn muni ekki breyta fyrri niðurstöðu FBI um að ekki ætti að ákæra hana. Hún kallar eftir því að yfirmaður FBI útskýri nánar hverju nýja rannsóknin felist í. James Comey, yfirmaður FBI, segir að nýjar upplýsingar í málinu hafi litið dagsins ljós. Um er að ræða tæki og pósta frá hinum umdeilda fyrrum þingmanni Anthony Wiener. Gögnin komu í leitirnar þegar verið var rannsaka hvort að Wiener hafi sent 15 ára stúlku óviðeigandi skilaboð og pósta.AP fréttaveitan segir að Hillary Clinton og starfsfólk hennar sé æft yfir því að Comey hafi sagt frá málinu í einkar óljósu bréfi til hóps þingmanna. Nokkrir klukkutímar liðu þar til í ljós kom að um gögn frá Weiner væri að ræða. Þá hefur stofnunin ekki svarað fyrirspurnum fréttaveitunnar vegna málsins. Á blaðamannafundi í gær sagði Clinton að FBI þyrftu að útskýra málið hið snarasta. Donald Trump, mótframbjóðandi hennar til embættis forseta, stökk á málið og sagði stuðningsmönnum sínum í Iowa að það væri deginum ljósara að FBI hefði ekki opnað málið á þessum tíma ef ekki væri um „stórfellda glæpi“ að ræða. Fyrr á árinu rannsakaði FBI meðhöndlun Clinton á ríkisleyndarmálum þar sem hún notaði ekki öruggt tölvupóstfang sem skráð var á vefsvæði bandarísku ríkisstjórnarinnar heldur sitt eigið póstfang þegar hún starfaði sem utanríkisráðherra á árunum 2009 til 2013. Ekki var mælt með að Clinton yrði ákærð vegna málsins. Þrátt fyrir það sagði FBI að Clinton hefði sýnt af sér alvarlega vanrækslu í starfi með tölvupóstnotkun sinni.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Sjá meira