Formúla 1

Hamilton og Vettel fljótastir á föstudegi í Mexíkó

Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar
Sebastian Vettel á æfingu í dag.
Sebastian Vettel á æfingu í dag. Vísir/Getty
Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur á fyrri æfingu föstudagsins fyrir mexíkóska kappaksturinn sem fram fer um helgina. Sebastian Vettal á Ferrari var fljótastur á seinni æfingunni.

Fyrri æfingin

Sebastian Vettel á Ferrari varð annar á æfingunni, einungis 0,079 sekúndum á eftir heimsmeistaranum. Hamilton var þó á harðari dekkjagerð, sem er almennt hægari en sú sem Vettel var á.

Max Verstappen á Red Bull tapaði æfingatíma vegna þess að bremsurnar á bíl hans ofhitnuðu. Fleiri voru í vandræðum á æfingunni. Framvængurinn á Sauber bíl Felipe Nasr gaf sig og æfingin var stöðvuð tímabundið.

Heimsmeistaraefnið Nico Rosberg varð sjöundi á fyrri æfingunni, 0,759 sekúndum á eftir liðsfélaga sínum sem var fljótastur.

Seinni æfingin

Vettel var svo fljótastur á seinni æfingunni og Hamilton þá annar. Munurinn var þá 0,004 sekúndur. Rosberg varð annar.

Ferrari virðist eiga smá möguleika á að skeika Mercedes í tímatökunni. Þó er mögulegt að Mercedes hafi haldið aftur af sér í dag.

Bein útsending frá tímatökunni hefst klukkan 17:50 á Stöð 2 Sport á eftir. Bein útsending frá keppninni hefst klukkan 18:30 á sunnudag, á Stöð 2 Sport.

Hér fyrir neðan má sjá úrslit keppnishelgarinnar eftir því sem líður á hana.


Tengdar fréttir

Hamilton: Ég er bjartsýnn á góða ræsingu

Lewis Hamilton hóf lokasprettinn í eltingarleiknum við liðsfélaga sinn í heimsmeistarakeppni ökumanna með því að tryggja sér ráspól í Texas. Hver sagði hvað eftir tímatökuna?

Lewis Hamilton vann í Texas

Lewis Hamilton vann sína 50. keppni í Formúlu 1 í dag. Liðsfélagi hans hjá Mercedes Nico Rosberg varð annar og Daniel Ricciardo á Red Bull varð þriðji.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×