Lífið

Líkir Smára McCarthy við Lisbeth Salander: „Tölvulúða ímynd hans er að breytast í rosalegan töffara“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Nokkuð spaugileg mynd.
Nokkuð spaugileg mynd.
„Mér sýnist þetta vera að backfire-a hressilega hjá áróðursdeildinni sem hefur undanfarið verið að djöflast á Smára McCarthy,“ segir blaðamaðurinn Þórarinn Þórarinsson, í stöðufærslu á Facebook.

Hann vill meina að búið sé að gera Smára að einhverri grjótharðri persónu í umræðunni um hann. Mikið hefur verið fjallað um Smára McCarthy, oddvita Pírata í suðurkjördæmi, í íslenskum miðlum.

Þar hefur komið við sögu ýkjur hans um stærðfræðimenntun sína, það að hann hafi brotist inn í tölvu blaðakonu og að myndir hafi náðst af honum með byssur. Þórarinn vill meina að þetta geti aðeins verið jákvætt fyrir oddvitann.

„Tölvulúða ímynd hans er að breytast í rosalegan töffara. Gæinn sveiflar skammbyssu í Afganistan (hver þorir þangað yfirleitt?), kann að beita Kalashnikov, rússneskum árásarriffli, á milli þess sem hann brýst inn í tölvur. Og er svo eitthvað meira kúl en að svindla á stærðfræðiprófi? Smári er Lisbeth Salander með hátt enni og krullur.“

Það er því bara spurning hvort þetta eigi eftir að reynast honum vel í kosningunum á morgun. Lisbeth Salander er aðal sögupersónan í spennubókum Stieg Larssons og þykir hún grjóthörð.


Tengdar fréttir

Smári segir ásakanir um ósannsögli byggðar á misskilningi

Smári McCarthy oddviti Pírata í Suðurkjördæmi segir ásakanir um að hann hafi sagt ósatt um menntun sína byggðar á misskilningi. Hann segist ekki vita nákvæmlega hversu miklu af stærðifræðinámi sínu hann hafi lokið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×