Skoðun

Ekki láta plata þig til að ógilda atkvæðið

Guðmundur Fylkisson skrifar

Á laugardag göngum við til kosninga og nýtum lýðræðislegan rétt okkar. Hvert atkvæði skiptir máli og maður vill að atkvæðið sitt fari alla leið í talninguna sem gilt atkvæði. Ég hef komið að talningu atkvæða í alþingis, sveitarstjórnar og forsetakosningum og hef því séð hvernig atkvæði eru gerð ógild, jafnvel vegna þess að fólk hefur verið að hlusta á fólk sem það hefur talið að væri að gefa þeim góð ráð. 



Það má lítið eiga við kjörseðil. Það er gert ráð fyrir að þú merkir við þann framboðslista sem þú vilt greiða atkvæði þitt og ef einhver á þeim framboðslista er ekki þér að skapi þá mátti strika yfir hann. Ef þú aftur á móti merkir við einn framboðslista en strikar út nafn á öðrum framboðslista þá ógildirðu atkvæðið þitt.



Ef þú hefur verið trúr ákveðnum flokki og jafnvel flokksbundinn í langan tíma en ætlar nú að skipta um skoðun með það hver fái atkvæðið þitt af því þú ert ósáttur við einhvern hjá þínu framboði, ekki láta kosningasmala plata þig með því að segja þér að þú skulir þá bara strika út þennan sem þú ert ósáttur við hjá þeim sem þú hefur hingað til kosið, fyrst þú ætlir að kjósa annað framboð.



Nýtt lýðræðislegan rétt þinn og taktu þátt í kosningunum á laugardaginn.



Guðmundur Fylkisson, lögreglumaður




Skoðun

Skoðun

Kona, vertu ekki fyrir!

Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar

Sjá meira


×