NBA: Russell Westbrook hélt ró sinni og leiddi sína menn til sigurs | Myndbönd Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. október 2016 07:00 Russell Westbrook var allt í öllu í fyrsta leik Oklahoma City Thunder án Kevin Durant og sá öðrum fremur til þess að liðið byrjaði NBA-tímabilið á sigri. 50 stig frá Anthony Davis voru hinsvegar ekki nóg fyrir New Orleans Pelicans. Indiana Pacers vann Dallas Mavericks í fyrsta framlengda leik tímabilsins og bæði Los Angeles Lakers og Boston Celtics unnu sína leiki. DeMar DeRozan skoraði 40 stig í fyrsta leik Toronto Raptors og setti með því met.Russell Westbrook vantaði bara eina stoðsendingu upp á þrennuna þegar Oklahoma City Thunder vann 103-97 útisigur á Philadelphia 76ers. Westbrook var með 32 stig, 12 fráköst og 9 stoðsendingar í fyrsta leiknum eftir brotthvarf Kevin Durant. Westbrook hélt líka ró sinni þegar stuðningsmaður Philadelphia sýndi honum báða fingurna í fyrsta leikhlutanum. Rétt viðbrögð hans og frammistaða lofa góðu fyrir tímabilið. Joel Embiid skoraði 20 stig á 22 mínútum fyrir lið Philadelphia 76ers en Embiid gat ekki spilað fyrstu tvö árin sín í deildinni vegna meiðsla. Þetta var því fyrsti leikurinn hans í deildinni.Myles Turner skoraði 30 stig og tók 16 fráköst þegar Indiana Pacers vann 130-121 sigur á Dallas Mavericks í framlengdum leik. Paul George bætti við 25 stigum en Deron Williams skoraði 25 stig fyrir Dallas og þeir J.J. Barea og Dirk Nowitzki voru með 22 stig hvor.Jordan Clarkson skoraði 12 af 25 stigum sínum í fjórða leikhlutanum þegar Los Angeles Lakers vann 120-114 sigur á Houston Rockets í fyrsta leik Lakers undir stjórn Luke Walton. D'Angelo Russell skoraði 20 stig og Julius Randle var með 18 stig, 7 fráköst og 6 stoðsendingar í fyrsta leik Lakers eftir að Kobe Bryant lagði skóna á hilluna. James Harden var með 34 stig, 17 stoðsendingar og 8 fráköst fyrir Houston Rockets en dugði ekki.Isaiah Thomas fór fyrir liði Boston Celtics í 122-117 sigri á Brooklyn Nets en hann var með 25 stig og 9 stoðsendingar. Jae Crowder skoraði 21 stig og Al Horford var með 11 stig í fyrsta leik sínum fyrir Boston. Justin Hamilton var atkvæðamestur hjá Brooklyn Nets með 19 stig og 10 fráköst.DeMar DeRozan skoraði 40 stig og var með 32 stig þegar Toronto Raptors vann 109-91 sigur á Detroit Pistons. DeRozan hitti úr 17 af 27 skotum sínum utan af velli og öllum sex vítunum. Hann bætti met Vince Carter frá 2003 en enginn Toronto-leikmaður hefur nú skorað fleiri stig í fyrsta leik tímabilsins. Tobias Harris var stigahæstur hjá Detroit með 22 stig.Anthony Davis átti magnaðan leik fyrir New Orleans Pelicans en það dugði ekki til því liðið tapaði 107-102 á heimavelli á móti Denver Nuggets. Anthony Davis var með 50 stig, 16 fráköst, 7 stolna bolta, 5 stoðsendingar og 4 varin skot í leiknum en restin af Pelicans-liðinu hitti aðeins úr 21 af 58 skotum. Jusuf Nurkic skoraði 32 stig fyrir Denver og Will Barton bætti við 22 stigum.Öll úrslit í NBA-deildinni í nótt: Los Angeles Lakers - Houston Rockets 120-114 Phoenix Suns - Sacramento Kings 94-113 Memphis Grizzlies - Minnesota Timberwolves 102-98 Milwaukee Bucks - Charlotte Hornets 96-107 New Orleans Pelicans - Denver Nuggets 102-107 Philadelphia 76ers - Oklahoma City Thunder 97-103 Boston Celtics - Brooklyn Nets 122-117 Toronto Raptors - Detroit Pistons 109-91 Indiana Pacers - Dallas Mavericks 130-121 (115-115) Orlando Magic - Miami Heat 96-108 NBA Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Járnkona sundsins kveður Sport Fleiri fréttir „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Sjá meira
Russell Westbrook var allt í öllu í fyrsta leik Oklahoma City Thunder án Kevin Durant og sá öðrum fremur til þess að liðið byrjaði NBA-tímabilið á sigri. 50 stig frá Anthony Davis voru hinsvegar ekki nóg fyrir New Orleans Pelicans. Indiana Pacers vann Dallas Mavericks í fyrsta framlengda leik tímabilsins og bæði Los Angeles Lakers og Boston Celtics unnu sína leiki. DeMar DeRozan skoraði 40 stig í fyrsta leik Toronto Raptors og setti með því met.Russell Westbrook vantaði bara eina stoðsendingu upp á þrennuna þegar Oklahoma City Thunder vann 103-97 útisigur á Philadelphia 76ers. Westbrook var með 32 stig, 12 fráköst og 9 stoðsendingar í fyrsta leiknum eftir brotthvarf Kevin Durant. Westbrook hélt líka ró sinni þegar stuðningsmaður Philadelphia sýndi honum báða fingurna í fyrsta leikhlutanum. Rétt viðbrögð hans og frammistaða lofa góðu fyrir tímabilið. Joel Embiid skoraði 20 stig á 22 mínútum fyrir lið Philadelphia 76ers en Embiid gat ekki spilað fyrstu tvö árin sín í deildinni vegna meiðsla. Þetta var því fyrsti leikurinn hans í deildinni.Myles Turner skoraði 30 stig og tók 16 fráköst þegar Indiana Pacers vann 130-121 sigur á Dallas Mavericks í framlengdum leik. Paul George bætti við 25 stigum en Deron Williams skoraði 25 stig fyrir Dallas og þeir J.J. Barea og Dirk Nowitzki voru með 22 stig hvor.Jordan Clarkson skoraði 12 af 25 stigum sínum í fjórða leikhlutanum þegar Los Angeles Lakers vann 120-114 sigur á Houston Rockets í fyrsta leik Lakers undir stjórn Luke Walton. D'Angelo Russell skoraði 20 stig og Julius Randle var með 18 stig, 7 fráköst og 6 stoðsendingar í fyrsta leik Lakers eftir að Kobe Bryant lagði skóna á hilluna. James Harden var með 34 stig, 17 stoðsendingar og 8 fráköst fyrir Houston Rockets en dugði ekki.Isaiah Thomas fór fyrir liði Boston Celtics í 122-117 sigri á Brooklyn Nets en hann var með 25 stig og 9 stoðsendingar. Jae Crowder skoraði 21 stig og Al Horford var með 11 stig í fyrsta leik sínum fyrir Boston. Justin Hamilton var atkvæðamestur hjá Brooklyn Nets með 19 stig og 10 fráköst.DeMar DeRozan skoraði 40 stig og var með 32 stig þegar Toronto Raptors vann 109-91 sigur á Detroit Pistons. DeRozan hitti úr 17 af 27 skotum sínum utan af velli og öllum sex vítunum. Hann bætti met Vince Carter frá 2003 en enginn Toronto-leikmaður hefur nú skorað fleiri stig í fyrsta leik tímabilsins. Tobias Harris var stigahæstur hjá Detroit með 22 stig.Anthony Davis átti magnaðan leik fyrir New Orleans Pelicans en það dugði ekki til því liðið tapaði 107-102 á heimavelli á móti Denver Nuggets. Anthony Davis var með 50 stig, 16 fráköst, 7 stolna bolta, 5 stoðsendingar og 4 varin skot í leiknum en restin af Pelicans-liðinu hitti aðeins úr 21 af 58 skotum. Jusuf Nurkic skoraði 32 stig fyrir Denver og Will Barton bætti við 22 stigum.Öll úrslit í NBA-deildinni í nótt: Los Angeles Lakers - Houston Rockets 120-114 Phoenix Suns - Sacramento Kings 94-113 Memphis Grizzlies - Minnesota Timberwolves 102-98 Milwaukee Bucks - Charlotte Hornets 96-107 New Orleans Pelicans - Denver Nuggets 102-107 Philadelphia 76ers - Oklahoma City Thunder 97-103 Boston Celtics - Brooklyn Nets 122-117 Toronto Raptors - Detroit Pistons 109-91 Indiana Pacers - Dallas Mavericks 130-121 (115-115) Orlando Magic - Miami Heat 96-108
NBA Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Járnkona sundsins kveður Sport Fleiri fréttir „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Sjá meira