Tveir meðlimir Hells Angels hafa verið handteknir fyrir að ganga í skrokk á leikmanni norska liðsins HamKam.
Leikmaðurinn sem varð fyrir árásinni heitir Franck Semou en ráðist var á hann er hann var á leið heim af æfingu. Höfuðkúpa Semou er brákuð eftir árásina.
Annar árásarmannanna meintu var handtekinn í Svíþjóð en hinn í Danmörku.
Lögreglan er að rannsaka málið og vill ekkert gefa upp um ástæður þess að ráðist var á Semou sem hefur leikið vel fyrir HamKam í 2. deildinni en mun ekki spila meira á leiktíðinni.
Semou er 25 ára gamall Dani og ólst upp hjá Hvidovre. Hann lék með Bröndby frá 2010 til 2014. Hann gekk í raðir HamKam fyrr á þessu ári. Hann hefur leikið fyrir öll yngri landslið Danmerkur.
Lömdu leikmann HamKam í höfuðið með hamri
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið

Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“
Íslenski boltinn

Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu
Enski boltinn

Leeds sló eigið stigamet
Enski boltinn

„Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“
Körfubolti

„Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“
Íslenski boltinn

„Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“
Körfubolti



„Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“
Íslenski boltinn
