Auknum hagnaði spáð hjá mörgum félögum Sæunn Gísladóttir skrifar 26. október 2016 12:00 Hagfræðideildin áætlar minnkandi hagnað fyrir skatt hjá öllum tryggingafélögunum, samanborið við sama ársfjórðung í fyrra. Vísir/GVA Tólf uppgjör þriðja ársfjórðungs eru væntanleg á næstu dögum, fimm í dag, sex á morgun og eitt á föstudag. Ljóst er að í vikulok mun ákveðin mynd verða komin á hvernig ársfjórðungurinn var hjá helstu fyrirtækjum landsins. Hagfræðideild Landsbankans spáir svipaðri afkomu hjá Icelandair, aukningu hagnaðar hjá fjölda fyrirtækja, en minni hagnaði hjá Vodafone og tryggingafélögunum. Hagfræðideild Landsbankans gerir ráð fyrir að rekstrarafkoma Icelandair verði svipuð og á sama fjórðungi í fyrra og nálægt því sem spáð var í síðasta verðmati deildarinnar. Hins vegar er því spáð að neikvæð þróun ytri þátta, sér í lagi styrking krónunnar, valdi því að afkoma á fjórða ársfjórðungi verði töluvert lakari en í fyrra. Gangi spár eftir verður EBITDA ársins 214 milljónir dollara. Deildin spáir að tekjur og hagnaður Marel muni aukast milli ára á þriðja ársfjórðungi. Á fyrsta helmingi ársins lækkuðu pro forma tekjur um 1,3 prósent og ekki er ólíklegt að slíkt hið sama gerist á þessum ársfjórðungi. Ytri vöxtur á árinu 2016 mun líklega skila 20 prósent tekjuvexti. Að mati hagfræðideildarinnar er þessu tímabili vaxtar að öllum líkindum lokið. Spáð er lítilli aukningu í sölu hjá Vodafone á þriðja ársfjórðungi og að hagnaður tímabilsins muni aukast örlítið milli ára. Engum stórum breytingum er spáð á fjórðungnum. Því er spáð að hagræðingaraðgerðir Símans hafi byrjað að skila árangri á fjórðungnum en að fyrirtækið muni þó ekki ná að enda árið innan þess bils sem stjórnendur hafa gefið upp. Sala mun aukast örlítið milli ára og hagnaður einnig. Sala fyrirtækja, Talenta og Staka Automation, er meginskýring aukins hagnaðar. Hagfræðideildin áætlar minnkandi hagnað fyrir skatt hjá öllum tryggingafélögunum, samanborið við sama ársfjórðung í fyrra. N1 gaf út afkomuviðvörun fyrir uppgjör fjórðungsins, þar sem kom fram að rekstur félagsins hafi gengið mjög vel á fjórðungnum, sérstaklega vegna fjölgunar ferðamanna. Í ljósi þess var EBITDA félagsins hækkuð. Hagfræðideild Landsbankans telur að þrátt fyrir hækkun sé spáin enn of lág. Spáð er minni sölu en í fyrra, hærri EBITDA á fjórðungnum og meiri hagnaði fyrir tímabilið. Fréttir af flugi Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Sjá meira
Tólf uppgjör þriðja ársfjórðungs eru væntanleg á næstu dögum, fimm í dag, sex á morgun og eitt á föstudag. Ljóst er að í vikulok mun ákveðin mynd verða komin á hvernig ársfjórðungurinn var hjá helstu fyrirtækjum landsins. Hagfræðideild Landsbankans spáir svipaðri afkomu hjá Icelandair, aukningu hagnaðar hjá fjölda fyrirtækja, en minni hagnaði hjá Vodafone og tryggingafélögunum. Hagfræðideild Landsbankans gerir ráð fyrir að rekstrarafkoma Icelandair verði svipuð og á sama fjórðungi í fyrra og nálægt því sem spáð var í síðasta verðmati deildarinnar. Hins vegar er því spáð að neikvæð þróun ytri þátta, sér í lagi styrking krónunnar, valdi því að afkoma á fjórða ársfjórðungi verði töluvert lakari en í fyrra. Gangi spár eftir verður EBITDA ársins 214 milljónir dollara. Deildin spáir að tekjur og hagnaður Marel muni aukast milli ára á þriðja ársfjórðungi. Á fyrsta helmingi ársins lækkuðu pro forma tekjur um 1,3 prósent og ekki er ólíklegt að slíkt hið sama gerist á þessum ársfjórðungi. Ytri vöxtur á árinu 2016 mun líklega skila 20 prósent tekjuvexti. Að mati hagfræðideildarinnar er þessu tímabili vaxtar að öllum líkindum lokið. Spáð er lítilli aukningu í sölu hjá Vodafone á þriðja ársfjórðungi og að hagnaður tímabilsins muni aukast örlítið milli ára. Engum stórum breytingum er spáð á fjórðungnum. Því er spáð að hagræðingaraðgerðir Símans hafi byrjað að skila árangri á fjórðungnum en að fyrirtækið muni þó ekki ná að enda árið innan þess bils sem stjórnendur hafa gefið upp. Sala mun aukast örlítið milli ára og hagnaður einnig. Sala fyrirtækja, Talenta og Staka Automation, er meginskýring aukins hagnaðar. Hagfræðideildin áætlar minnkandi hagnað fyrir skatt hjá öllum tryggingafélögunum, samanborið við sama ársfjórðung í fyrra. N1 gaf út afkomuviðvörun fyrir uppgjör fjórðungsins, þar sem kom fram að rekstur félagsins hafi gengið mjög vel á fjórðungnum, sérstaklega vegna fjölgunar ferðamanna. Í ljósi þess var EBITDA félagsins hækkuð. Hagfræðideild Landsbankans telur að þrátt fyrir hækkun sé spáin enn of lág. Spáð er minni sölu en í fyrra, hærri EBITDA á fjórðungnum og meiri hagnaði fyrir tímabilið.
Fréttir af flugi Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Sjá meira