
11% eða ekki 11%?
Í Bandaríkjunum getur efnaðra fólk keypt sér bestu heilbrigðisþjónustu í heimi. Fátækt fólk fær ömurlega heilbrigðisþjónustu. Er það vegna þess að of litlum peningum sé varið í kerfið? Árið 2014 eyddu Bandaríkjamenn um 17% vergrar landframleiðslu í heilbrigðiskerfið. Mun meira en Íslendingar. Með mun verri árangri.
Munurinn liggur í rekstrinum. Í Bandaríkjunum er heilbrigðisþjónustan að mjög miklu leyti einkarekin og í gróðaskyni. Einkarekstur er eins og sníkill á kerfinu. Að auka framlögin er eins og að éta meira og meira, þótt maður sé með bandorm. Það er eins og að hella meira og meira í kerald sem aldrei fyllist, því botninn er suður í Borgarfirði.
Já, auðvitað þarf að stórauka framlög til heilbrigðismála. En það þarf líka að tryggja að þeir peningar fari í að bæta heilsu fólks en ekki í að skapa gróða fyrir einkarekin heilbrigðisfyrirtæki.
Sjúkratryggingar Íslands voru stofnaðar 2008. Tilgangur þeirra er að auðvelda markaðsvæðingu íslenska heilbrigðiskerfisins. Það gera þær með því að borga þeim sem framkvæmir aðgerðina. Það þýðir að aðgerðir einkarekinna læknastofa eru borgaðar úr sama vasanum og borgar aðgerðir á t.d. Landspítalanum. Þótt þær séu dýrari. Og þótt þær séu unnar af sömu læknunum. Þetta fyrirkomulag grefur m.ö.o. undan Landspítalanum. Tekur frá honum bæði peninga og vinnutíma sérfræðilækna, sem láta nægja að vera í hlutastarfi á spítalanum en vinna á arðbærari, einkarekinni stofu þess á milli.
Það þarf að stoppa í þetta gat um leið og framlögin eru aukin. Það þarf að leggja Sjúkratrygginar Íslands niður. Aukum framlög til heilbrigðiskerfisins og aukum gagnið sem þau framlög gera.
Skoðun

Ó-frjósemi eða val
Matthildur Björnsdóttir skrifar

Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun?
Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar

Heimilisofbeldi – aðgerðir í þágu þolenda
Alma D. Möller ,Drífa Jónasdóttir skrifar

Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna?
Guðmundur Björnsson skrifar

Við kjósum Kolbrúnu!
Rannveig Klara Guðmundsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar

Geðheilbrigði snertir okkur öll
Sandra B. Franks skrifar

Hin nýja heimsmynd Trumps, Putins og Jinpings
Guðmundur Einarsson skrifar

Virðismatskerfi í þágu launajafnréttis
Helga Björg Olgu- Ragnarsdóttir skrifar

Konur láta lífið og karlar fá knús
Guðný S. Bjarnadóttir skrifar

VR Chairman Elections Have Begun – Your Vote Matters!
Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar

Kosningar í VR
Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar

Kynjajafnrétti er mannanna verk
Stella Samúelsdóttir skrifar

Álfar og huldufólk styðja umhverfisvernd
Bryndís Fjóla Pétursdóttir skrifar

Baráttan heldur áfram!
Svandís Svavarsdóttir skrifar

Jafnréttisparadís?
Guðrún Karls Helgudóttir skrifar

Fíllinn í fjölmiðlastofu Þórðar Snæs
Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar

Björn Þorsteinsson smellpassar í starf rektors
Haraldur Ólafsson skrifar

Opið ákall til þjóðarinnar – frá ótta til bjartsýni á gervigreindaröld
Sigvaldi Einarsson skrifar

Þetta er ekki tæknimál - þetta er lífsspursmál
Ingvar Hjálmarsson,Sigríður Mogensen skrifar

Sagan af því þegar Halla Gunnarsdóttir dró í mig í fjallgöngu á Austfjörðum
Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar

Hvað þýðir niðurstaða Alþjóðadómstólsins fyrir viðskipti íslenskra aðila við Rapyd?
Björn B. Björnsson skrifar

Ætlar Þorgerður Katrín að standa vörð um alþjóðlega lagakerfið?
Magnús Magnússon skrifar

Var friður fyrir sjálfstæði Ísraels?
Finnur Th. Eiríksson skrifar

10 atriði varðandi símabann í skólum
Skúli Bragi Geirdal skrifar

Horfumst í augu og stígum yfir þröskuldinn
Viðar Hreinsson skrifar

Tilveran með ADHD
Sigrún V. Heimisdóttir skrifar

Stillum saman strengi í ferðaþjónustu á höfuðborgarsvæðinu
Inga Hlín Pálsdóttir skrifar

Nei, hættu nú alveg Jóhann Páll!
Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar

Um ábyrgð sveitarstjórna gagnvart almannahagsmunum
Skírnir Garðarsson skrifar