Guðmundur í biðstöðu hjá Dönunum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 25. október 2016 13:30 Frá vinstri eru Christensen, Guðmundur og Wilbek. Vísir/Getty Samningur Guðmundar Guðmundssonar við danska handknattleikssambandið rennur út næsta sumar og hafa viðræður um nýjan samning dregist á langinn. Guðmundur gerði danska karlalandsliðið í handbolta að Ólympíumeisturum í sumar. Skömmu eftir sigurinn í Ríó kom hins vegar í ljós að Ulrik Wilbek, íþróttastjóri danska sambandsins og fyrrverandi landsliðsþjálfari, fundaði með leikmönnum á meðan leikunum stóð um stöðu Guðmundar. Sjá einnig: Valdabarátta í danska landsliðinu: Spurði hvort ætti að reka Guðmund daginn eftir úrslitaleikinn Málið vakti mikla athygli í dönskum fjölmiðlum en margir þeirra túlkuðu málið sem svo að Wilbek hefði viljað losna við Guðmund úr starfi á meðan leikunum stóð. Stuttu síðar ákvað Wilbek að segja upp starfi sínu hjá danska handknattleikssambandinu sem hefur ekki enn gengið frá ráðningu nýs íþróttastjóra. Morten Stig Christensen, framkvæmdastjóri þess, segir í samtali við danska fjölmiðla að hann vilji ekki tjá sig um stöðuna á samningsviðræðum við Guðmund í fjölmiðlum. Hann sagði þó að mögulegt væri að samningsmál Guðmundar myndi lenda á borði nýs íþróttastjóra en það færi alfarið eftir því hversu mikinn tíma það myndi taka að finna rétta manninn í starfið. Sjálfur segist Guðmundur vera hinn rólegasti yfir öllu saman. „Ég hef rætt við Morten Stig Christensen og við ætlum að funda um framtíðina annað hvort í lok október eða í byrjun nóvember,“ sagði Guðmundur í samtali við TV2 í Danmörku. Handbolti Tengdar fréttir Wilbek hættur til að gefa Guðmundi vinnufrið Ulrik Wilbek ákvað að segja starfi sínu lausu sem íþróttastjóri danska handknattleikssambandsins. 30. ágúst 2016 09:03 Guðmundur hafði ekkert að gera með afsögn Wilbek Framkvæmdastjóri danska handknattleikssambandsins segir að Wilbek hafi sjálfur ákveðið að stíga til hliðar. 30. ágúst 2016 11:00 Valdabarátta í danska landsliðinu: Spurði hvort ætti að reka Guðmund daginn eftir úrslitaleikinn Mikið hefur verið fjallað um samskipti Guðmundar Guðmundssonar og Ulrik Wilbek, íþróttastjóra danska handknattleikssambandsins í dönskum fjölmiðlum. 27. ágúst 2016 13:30 Mest lesið Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Gary sem stal jólunum Enski boltinn Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta Sport Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enski boltinn Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Telur daga McGregor í UFC talda Sport Fleiri fréttir Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Sjá meira
Samningur Guðmundar Guðmundssonar við danska handknattleikssambandið rennur út næsta sumar og hafa viðræður um nýjan samning dregist á langinn. Guðmundur gerði danska karlalandsliðið í handbolta að Ólympíumeisturum í sumar. Skömmu eftir sigurinn í Ríó kom hins vegar í ljós að Ulrik Wilbek, íþróttastjóri danska sambandsins og fyrrverandi landsliðsþjálfari, fundaði með leikmönnum á meðan leikunum stóð um stöðu Guðmundar. Sjá einnig: Valdabarátta í danska landsliðinu: Spurði hvort ætti að reka Guðmund daginn eftir úrslitaleikinn Málið vakti mikla athygli í dönskum fjölmiðlum en margir þeirra túlkuðu málið sem svo að Wilbek hefði viljað losna við Guðmund úr starfi á meðan leikunum stóð. Stuttu síðar ákvað Wilbek að segja upp starfi sínu hjá danska handknattleikssambandinu sem hefur ekki enn gengið frá ráðningu nýs íþróttastjóra. Morten Stig Christensen, framkvæmdastjóri þess, segir í samtali við danska fjölmiðla að hann vilji ekki tjá sig um stöðuna á samningsviðræðum við Guðmund í fjölmiðlum. Hann sagði þó að mögulegt væri að samningsmál Guðmundar myndi lenda á borði nýs íþróttastjóra en það færi alfarið eftir því hversu mikinn tíma það myndi taka að finna rétta manninn í starfið. Sjálfur segist Guðmundur vera hinn rólegasti yfir öllu saman. „Ég hef rætt við Morten Stig Christensen og við ætlum að funda um framtíðina annað hvort í lok október eða í byrjun nóvember,“ sagði Guðmundur í samtali við TV2 í Danmörku.
Handbolti Tengdar fréttir Wilbek hættur til að gefa Guðmundi vinnufrið Ulrik Wilbek ákvað að segja starfi sínu lausu sem íþróttastjóri danska handknattleikssambandsins. 30. ágúst 2016 09:03 Guðmundur hafði ekkert að gera með afsögn Wilbek Framkvæmdastjóri danska handknattleikssambandsins segir að Wilbek hafi sjálfur ákveðið að stíga til hliðar. 30. ágúst 2016 11:00 Valdabarátta í danska landsliðinu: Spurði hvort ætti að reka Guðmund daginn eftir úrslitaleikinn Mikið hefur verið fjallað um samskipti Guðmundar Guðmundssonar og Ulrik Wilbek, íþróttastjóra danska handknattleikssambandsins í dönskum fjölmiðlum. 27. ágúst 2016 13:30 Mest lesið Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Gary sem stal jólunum Enski boltinn Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta Sport Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enski boltinn Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Telur daga McGregor í UFC talda Sport Fleiri fréttir Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Sjá meira
Wilbek hættur til að gefa Guðmundi vinnufrið Ulrik Wilbek ákvað að segja starfi sínu lausu sem íþróttastjóri danska handknattleikssambandsins. 30. ágúst 2016 09:03
Guðmundur hafði ekkert að gera með afsögn Wilbek Framkvæmdastjóri danska handknattleikssambandsins segir að Wilbek hafi sjálfur ákveðið að stíga til hliðar. 30. ágúst 2016 11:00
Valdabarátta í danska landsliðinu: Spurði hvort ætti að reka Guðmund daginn eftir úrslitaleikinn Mikið hefur verið fjallað um samskipti Guðmundar Guðmundssonar og Ulrik Wilbek, íþróttastjóra danska handknattleikssambandsins í dönskum fjölmiðlum. 27. ágúst 2016 13:30