Furðar sig á því að fólk sé hissa á að konur séu dæmdar eftir útlitinu í fegurðarsamkeppni Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 24. október 2016 20:19 Fegurðardrottningin Arna Ýr Jónsdóttir hætti við að keppa í fegurðarsamkeppni í Las Vegas eftir að eigendur keppninnar sögðu henni að hún þyrfti að grenna sig. Málið hefur fengið mikla umfjöllun í erlendum fjölmiðlum en stjórnarkona í samtökum um líkamsvirðingu furðar sig á því að fólk skuli vera hissa á að konur séu dæmdar eftir útlitinu í fegurðarsamkeppni. Arna Ýr Jónsdóttir var kjörin Ungfrú Ísland árið 2015. Hún keppti fyrir Íslands hönd í Miss World og vann keppnina Miss EM nokkru síðar. Arna Ýr er nú stödd í Las Vegas þar sem hún ætlaði að taka þátt í fegurðarsamkeppninni Miss Grand International. En eins og Arna Ýr lýsti fyrir fjölmörgum fylgjendum sínum á Snapchat um helgina kom upp atvik sem breytti hennar fyrirætlunum.Sjá einnig: Arna Ýr hættir keppni: Sagt að segja að um misskilning hefði verið að ræðaArna Ýr ákvað að lokum að hætta keppni vegna þessa máls og er nú á heimleið. Erlendir fjölmiðlar og bloggsíður hafa fjallað um málið síðasta sólarhringinn þar sem Örnu er hrósað í hástert fyrir viðbrögð sín og hneykslast á því að hún sé sögð of feit. Elva Björk Ágústsdóttir, sálfræðikennari og stjórnarkona í samtökum um líkamsvirðingu, segir ekki koma á óvart að einhver sé dæmdur út frá útliti í fegurðarsamkeppni. „Það að einhver sé kallaður feitur og þurfi að grenna sig fyrir fegurðarsamkeppni er ekkert nýtt,“ segir Elva. „Við vitum að fegursamkeppnir eru með fegurðarstaðla sem ótrúlega fáar stelpur uppfylla. Í raun er ég mest hissa yfir því hversu margir eru hissa yfir þessum athugasemdum.“Sjá einnig: Erlendir miðlar fjalla um mál Örnu Ýrar: „Ég elska þessa konu!“Elva segir hörð viðbrögð almennings og fjölmiðla vegna atviksins sýna mikla fitufordóma í samfélaginu. Í stað þess ætti að skoða tilganginn með fegurðarsamkeppnum yfir höfuð. „Þetta með að nota orðið feitur sem lýsingarorð og að þá fyrst viljum við fara að gagnrýna fegurðarsamkeppnir er mjög sérstakt. Þetta er keppni í fegurð og það eitt og sér er úrelt, finnst mér persónulega.“ Tengdar fréttir Kærasti Örnu Ýrar: „Alltaf verið mjög sjálfstæð með svona“ Segir það hafa verið erfitt að fylgjast með þessu máli úr fjarska hér heima á Íslandi. 23. október 2016 22:16 Arna Ýr hættir keppni: Sagt að segja að um misskilning hefði verið að ræða „Þetta var ekki misskilningur heldur var mér sagt að segja það og ég sé hrikalega eftir því.“ 23. október 2016 09:19 Örnu Ýri skipað að grenna sig fyrir lokakvöld fegurðarsamkeppni í Las Vegas Arna Ýr Jónsdóttir greinir frá þessu á Snapchat en hún undirbýr sig nú fyrir keppnina Miss Grand International 2016 sem fram fer í Las Vegas á næstu dögum. 21. október 2016 21:00 Ókunnug kona á Íslandi bauðst til að borga flug fyrir Örnu til Íslands gegn því að hún hætti keppni Eigendurnir fegurðarkeppninnar gáfu til kynna að Arna Ýr fengi tæpar fimm milljónir fyrir að halda áfram. 23. október 2016 21:11 Erlendir miðlar fjalla um mál Örnu Ýrar: „Ég elska þessa konu!“ Arna Ýr neitaði að keppa í fegurðarsamkeppni í Las Vegas eftir að hafa verið sagt að grenna sig. 23. október 2016 18:09 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Sjá meira
Fegurðardrottningin Arna Ýr Jónsdóttir hætti við að keppa í fegurðarsamkeppni í Las Vegas eftir að eigendur keppninnar sögðu henni að hún þyrfti að grenna sig. Málið hefur fengið mikla umfjöllun í erlendum fjölmiðlum en stjórnarkona í samtökum um líkamsvirðingu furðar sig á því að fólk skuli vera hissa á að konur séu dæmdar eftir útlitinu í fegurðarsamkeppni. Arna Ýr Jónsdóttir var kjörin Ungfrú Ísland árið 2015. Hún keppti fyrir Íslands hönd í Miss World og vann keppnina Miss EM nokkru síðar. Arna Ýr er nú stödd í Las Vegas þar sem hún ætlaði að taka þátt í fegurðarsamkeppninni Miss Grand International. En eins og Arna Ýr lýsti fyrir fjölmörgum fylgjendum sínum á Snapchat um helgina kom upp atvik sem breytti hennar fyrirætlunum.Sjá einnig: Arna Ýr hættir keppni: Sagt að segja að um misskilning hefði verið að ræðaArna Ýr ákvað að lokum að hætta keppni vegna þessa máls og er nú á heimleið. Erlendir fjölmiðlar og bloggsíður hafa fjallað um málið síðasta sólarhringinn þar sem Örnu er hrósað í hástert fyrir viðbrögð sín og hneykslast á því að hún sé sögð of feit. Elva Björk Ágústsdóttir, sálfræðikennari og stjórnarkona í samtökum um líkamsvirðingu, segir ekki koma á óvart að einhver sé dæmdur út frá útliti í fegurðarsamkeppni. „Það að einhver sé kallaður feitur og þurfi að grenna sig fyrir fegurðarsamkeppni er ekkert nýtt,“ segir Elva. „Við vitum að fegursamkeppnir eru með fegurðarstaðla sem ótrúlega fáar stelpur uppfylla. Í raun er ég mest hissa yfir því hversu margir eru hissa yfir þessum athugasemdum.“Sjá einnig: Erlendir miðlar fjalla um mál Örnu Ýrar: „Ég elska þessa konu!“Elva segir hörð viðbrögð almennings og fjölmiðla vegna atviksins sýna mikla fitufordóma í samfélaginu. Í stað þess ætti að skoða tilganginn með fegurðarsamkeppnum yfir höfuð. „Þetta með að nota orðið feitur sem lýsingarorð og að þá fyrst viljum við fara að gagnrýna fegurðarsamkeppnir er mjög sérstakt. Þetta er keppni í fegurð og það eitt og sér er úrelt, finnst mér persónulega.“
Tengdar fréttir Kærasti Örnu Ýrar: „Alltaf verið mjög sjálfstæð með svona“ Segir það hafa verið erfitt að fylgjast með þessu máli úr fjarska hér heima á Íslandi. 23. október 2016 22:16 Arna Ýr hættir keppni: Sagt að segja að um misskilning hefði verið að ræða „Þetta var ekki misskilningur heldur var mér sagt að segja það og ég sé hrikalega eftir því.“ 23. október 2016 09:19 Örnu Ýri skipað að grenna sig fyrir lokakvöld fegurðarsamkeppni í Las Vegas Arna Ýr Jónsdóttir greinir frá þessu á Snapchat en hún undirbýr sig nú fyrir keppnina Miss Grand International 2016 sem fram fer í Las Vegas á næstu dögum. 21. október 2016 21:00 Ókunnug kona á Íslandi bauðst til að borga flug fyrir Örnu til Íslands gegn því að hún hætti keppni Eigendurnir fegurðarkeppninnar gáfu til kynna að Arna Ýr fengi tæpar fimm milljónir fyrir að halda áfram. 23. október 2016 21:11 Erlendir miðlar fjalla um mál Örnu Ýrar: „Ég elska þessa konu!“ Arna Ýr neitaði að keppa í fegurðarsamkeppni í Las Vegas eftir að hafa verið sagt að grenna sig. 23. október 2016 18:09 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Sjá meira
Kærasti Örnu Ýrar: „Alltaf verið mjög sjálfstæð með svona“ Segir það hafa verið erfitt að fylgjast með þessu máli úr fjarska hér heima á Íslandi. 23. október 2016 22:16
Arna Ýr hættir keppni: Sagt að segja að um misskilning hefði verið að ræða „Þetta var ekki misskilningur heldur var mér sagt að segja það og ég sé hrikalega eftir því.“ 23. október 2016 09:19
Örnu Ýri skipað að grenna sig fyrir lokakvöld fegurðarsamkeppni í Las Vegas Arna Ýr Jónsdóttir greinir frá þessu á Snapchat en hún undirbýr sig nú fyrir keppnina Miss Grand International 2016 sem fram fer í Las Vegas á næstu dögum. 21. október 2016 21:00
Ókunnug kona á Íslandi bauðst til að borga flug fyrir Örnu til Íslands gegn því að hún hætti keppni Eigendurnir fegurðarkeppninnar gáfu til kynna að Arna Ýr fengi tæpar fimm milljónir fyrir að halda áfram. 23. október 2016 21:11
Erlendir miðlar fjalla um mál Örnu Ýrar: „Ég elska þessa konu!“ Arna Ýr neitaði að keppa í fegurðarsamkeppni í Las Vegas eftir að hafa verið sagt að grenna sig. 23. október 2016 18:09