Viðskipti innlent

Marel semur við Datasmoothie

Sæunn Gísladóttir skrifar
Frá hægri Agnar Sigmarsson COO, Birgir Hrafn Sigurðsson CTO, Sigurður Jónsson Enterprise Information Architecht og Bjarni Eiríksson Market Intelligence Officer.
Frá hægri Agnar Sigmarsson COO, Birgir Hrafn Sigurðsson CTO, Sigurður Jónsson Enterprise Information Architecht og Bjarni Eiríksson Market Intelligence Officer.
Marel hefur undirritað samning um kaup á þjónustu frá Datasmoothie sem er íslenskur hugbúnaður sem gefur Marel kost á að birta mælaborð, gagnvirkar skýrslur og greiningar sem lesin eru upp úr gagnagrunnum fyrirtækisins, segir í tilkynningu.

Lausnin er einföld í viðmóti og veitir notendum hraðvirkan aðgang að gögnum óháð tæknikunnáttu ásamt þess að gefur möguleika á aðgangsstýringu fyrir mismunandi notendahópa.

„Það er mikil viðurkenning að fyrirtæki á borð við Marel skuli ganga til samstarfs við Datasmoothie umfram samkeppnisaðila okkar. Við hlökkum til að hjálpa þeim að matreiða gögn á auðmeltanlegan hátt og tryggja að starfsmenn og stjórnendur taki upplýstar ákvarðanir byggðar á gögnum," segir Agnar Sigmarsson COO, Datasmoothie.

„Við hjá Marel sjáum heilmikið virði í því að geta á auðveldan hátt tengt saman lifandi gögn og greiningar við myndir, myndskeið og texta.  Datasmoothie gerir okkur þetta kleift á auðveldan og lifandi hátt.  Við hlökkum mikið til frekara samstarfs við Datasmoothie, en þeir hafa sýnt liðleika og áhuga á að útbúa lausnina á sem bestan hátt fyrir okkur umfram væntingar,” segir Sigurður Jónsson Enterprise Information Architecht, Marel.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×