Kjörseðillinn: Strika má yfir að vild en ekki birta mynd á Facebook Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 24. október 2016 10:12 Ansi langt er hægt að ganga í yfirstrikunum og uppröðunum, en þó er eitt og annað sem má ekki gera við kjörseðilinn. Vísir/Eyþór Nú þegar fimm dagar eru til kosninga er ekki úr vegi að fara yfir hvað má og hvað má ekki gera í kjörklefa. Strangar reglur gilda um hegðun í kjörklefa og hvenær kjörseðlar eru ógildir. Hér er reynt að greina frá því hvað má og hvað ekki á mannamáli. Atkvæði er greitt með því að að gera kross í ferning fyrir framan bókstaf þess lista á kjörseðlinum sem hann vill kjósa. Hægt er að breyta uppröðun á þeim lista sem kosinn er með því að setja tölustafinn 1 sem viðkomandi vill hafa efst, 2 fyrir framan þann sem á að vera annar í röðinni og svo framvegis. Það má breyta uppröðun á lista eins mikið og vilji er fyrir. Ef kjósandi vill, af einhverri ástæðu, hafna frambjóðanda á þeim lista sem hann kýs strikar hann yfir nafn viðkomandi. Strika má yfir eins mörg nöfn og vilji er fyrir. Kjósandi má ekki strika yfir eða endurraða þeim listum sem hann kýs ekki. Sé það gert er kjörseðillinn ógildur.Ekki sýna öðrum kjörseðilinnLáti kjósandi sjá hvað er á kjörseðli hans, það er að segja hvernig er kosið, er seðillinn ónýtur og ekki má skila honum í atkvæðakassa. Þetta þýðir að ekki má sýna neinum kjörseðil sinn eða taka mynd af honum og birta á samfélagsmiðlum. Ef kjósandi gerir þessi mistök, eða ef rangt kjörmerki er sett á seðil eða krotað er á hann af gáleysi, á kjósandi rétt á að fá nýjan kjörseðil. Fyrri kjörseðill skal afhenda kjörstjórn. Ef kosið er utan kjörfundar er þó hægt að kjósa aftur á kjördag. Þá gildir seinna atkvæðið og hið fyrra er ekki tekið með í talningu. Atkvæði er ógilt: - Ef kjörseðill er auður - Ef ekki er augljóst við hvaða lista er merkt eða ef ekki er augljóst hvort það sem stendur á utankjörfundarseðli geti átt við nokkurn af listum sem í kjöri eru - Ef merkt er við fleiri listabókstaf en einn eða endurraðað er á fleiri en einum lista, eða fleiri en einn listabókstafur er á utankjörfundarseðli - Ef áletrun er á kjörseðli umfram það sem fyrir er mælt eða ef einkennileg merki sem eru sett þar af ásettu ráði til að gera seðilinn auðkennilegan - Ef annað en kjörseðill eru í umslagi með utankjörfundarseðli - Ef kjörseðill er annar en sá sem kjörstjórn hefur úthlutaðTrúnaður milli kjósanda og kjörstjórnarKjósandi verður að vera einn í kjörklefa. Gerðar eru ráðstafanir svo að blindir geti verið einir inni í kjörklefum og kosið sjálfir. Gerðar eru undantekningar ef að kjósandi getur ekki, vegna sjónleysis eða ónýtrar handar, greitt atkvæði sjálfur. Þá þarf að greina kjörstjórn frá því hvers vegna viðkomandi getur ekki greitt atkvæði sjálfur. Þá valið fulltrúa úr kjörstjórn til að aðstoða hann í kjörklefanum. Fullur trúnaður ríkir milli kjósanda og meðlima kjörstjórnar. Láti kjósandi sjá hvað á seðli hans er er seðillinn ónýtur og má ekki leggja hann í atkvæðakassann. Ef kjósanda verður þetta á eða ef hann setur skakkt kjörmerki á seðil eða seðill krotast hjá honum af vangá á hann rétt á að fá nýjan kjörseðil. Skal hann þá afhenda kjörstjórninni hinn fyrri seðil. Gengið er til kosninga næstkomandi laugardag, 29. október. Frekari upplýsingar um kosningarnar, sem og hvar kjósendur eru á kjörskrá, er að finna á kosningavef Innanríkisráðuneytisins. Kosningar 2016 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira
Nú þegar fimm dagar eru til kosninga er ekki úr vegi að fara yfir hvað má og hvað má ekki gera í kjörklefa. Strangar reglur gilda um hegðun í kjörklefa og hvenær kjörseðlar eru ógildir. Hér er reynt að greina frá því hvað má og hvað ekki á mannamáli. Atkvæði er greitt með því að að gera kross í ferning fyrir framan bókstaf þess lista á kjörseðlinum sem hann vill kjósa. Hægt er að breyta uppröðun á þeim lista sem kosinn er með því að setja tölustafinn 1 sem viðkomandi vill hafa efst, 2 fyrir framan þann sem á að vera annar í röðinni og svo framvegis. Það má breyta uppröðun á lista eins mikið og vilji er fyrir. Ef kjósandi vill, af einhverri ástæðu, hafna frambjóðanda á þeim lista sem hann kýs strikar hann yfir nafn viðkomandi. Strika má yfir eins mörg nöfn og vilji er fyrir. Kjósandi má ekki strika yfir eða endurraða þeim listum sem hann kýs ekki. Sé það gert er kjörseðillinn ógildur.Ekki sýna öðrum kjörseðilinnLáti kjósandi sjá hvað er á kjörseðli hans, það er að segja hvernig er kosið, er seðillinn ónýtur og ekki má skila honum í atkvæðakassa. Þetta þýðir að ekki má sýna neinum kjörseðil sinn eða taka mynd af honum og birta á samfélagsmiðlum. Ef kjósandi gerir þessi mistök, eða ef rangt kjörmerki er sett á seðil eða krotað er á hann af gáleysi, á kjósandi rétt á að fá nýjan kjörseðil. Fyrri kjörseðill skal afhenda kjörstjórn. Ef kosið er utan kjörfundar er þó hægt að kjósa aftur á kjördag. Þá gildir seinna atkvæðið og hið fyrra er ekki tekið með í talningu. Atkvæði er ógilt: - Ef kjörseðill er auður - Ef ekki er augljóst við hvaða lista er merkt eða ef ekki er augljóst hvort það sem stendur á utankjörfundarseðli geti átt við nokkurn af listum sem í kjöri eru - Ef merkt er við fleiri listabókstaf en einn eða endurraðað er á fleiri en einum lista, eða fleiri en einn listabókstafur er á utankjörfundarseðli - Ef áletrun er á kjörseðli umfram það sem fyrir er mælt eða ef einkennileg merki sem eru sett þar af ásettu ráði til að gera seðilinn auðkennilegan - Ef annað en kjörseðill eru í umslagi með utankjörfundarseðli - Ef kjörseðill er annar en sá sem kjörstjórn hefur úthlutaðTrúnaður milli kjósanda og kjörstjórnarKjósandi verður að vera einn í kjörklefa. Gerðar eru ráðstafanir svo að blindir geti verið einir inni í kjörklefum og kosið sjálfir. Gerðar eru undantekningar ef að kjósandi getur ekki, vegna sjónleysis eða ónýtrar handar, greitt atkvæði sjálfur. Þá þarf að greina kjörstjórn frá því hvers vegna viðkomandi getur ekki greitt atkvæði sjálfur. Þá valið fulltrúa úr kjörstjórn til að aðstoða hann í kjörklefanum. Fullur trúnaður ríkir milli kjósanda og meðlima kjörstjórnar. Láti kjósandi sjá hvað á seðli hans er er seðillinn ónýtur og má ekki leggja hann í atkvæðakassann. Ef kjósanda verður þetta á eða ef hann setur skakkt kjörmerki á seðil eða seðill krotast hjá honum af vangá á hann rétt á að fá nýjan kjörseðil. Skal hann þá afhenda kjörstjórninni hinn fyrri seðil. Gengið er til kosninga næstkomandi laugardag, 29. október. Frekari upplýsingar um kosningarnar, sem og hvar kjósendur eru á kjörskrá, er að finna á kosningavef Innanríkisráðuneytisins.
Kosningar 2016 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira