Snorri Steinn hættur í íslenska landsliðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. október 2016 13:00 Snorri Steinn Guðjónsson. Vísir/Valli Snorri Steinn Guðjónsson, aðalleikstjórnandi íslenska handboltalandsliðsins í meira en áratug, hefur ákveðið að gefa ekki lengur kost á sér í íslenska A-landsliðið í handbolta samkvæmt heimildum íþróttadeildar 365. Þetta er mikið áfall fyrir íslenska landsliðið enda hefur Snorri stýrt sóknarleik liðsins í gegnum blómatíma þess. Snorri Steinn er því ekki í hópi íslenska liðsins fyrir leikina á móti Tékklandi og Úkraínu í undankeppni EM sem fara fram í byrjun næsta mánaðar. Geir Sveinsson, landsliðsþjálfari, tilkynnti hópinn sinn í dag. Snorri Steinn Guðjónsson er eins og er markahæsti leikmaður frönsku úrvalsdeildarinnar en hann hefur skorað 34 mörk í fyrstu fimm leikjum sínum með Nimes á tímabilinu. Snorri Steinn er því í frábæru formi og væri örugglega valinn í landsliðið ef hann gæfi kost á sér. Hann varð 35 ára gamall á dögunum og hefur spilað með íslenska landsliðinu frá árinu 2001. Sjá einnig: Snorri Steinn: Þetta var gríðarlega erfið ákvörðun Snorri Steinn hefur leikið sem atvinnumaður í handbolta frá 2003. Hann hefur leikið í frönsku úrvalsdeildinni undanfarin þrjú tímabili en lék áður bæði í Danmörku (2007-2009 og 2010-2014) og Þýskalandi (2003-07 og 2009-10). HM í Frakklandi verður aðeins annað stórmótið frá og með EM í Sviss 2006 þar sem Snorri Steinn mun ekki stýra sóknarleik íslenska liðsins. Hann hefur verið með á tíu af síðustu ellefu stórmótum íslenska liðsins eða öllum frá 2006 nema EM í Serbíu 2012. Snorri Steinn spilaði alls 257 leiki fyrir íslenska landsliðið og skoraði í þeim 848 mörk eða 3,3 að meðaltali í leik. Snorri Steinn er langmarkahæsti leikstjórnandi Íslands frá upphafi og fimmti markahæsti leikmaður landsliðsins í sögunni á eftir þeim Guðjóni Val Sigurðssyni, Ólafi Stefánssyni, Kristjáni Arasyni og Valdimar Grímssyni. Snorri Steinn náði þó ekki að klára síðasta landsleikinn sinn en hann ristarbrotnaði í æfingalandsleik á móti Noregi 5. apríl 2016. Snorri Steinn gat ekki tekið þátt í umspilsleikjunum á móti Portúgal vegna meiðslanna. Snorri Steinn lék sinn fyrsta A-landsleik á móti Noregi í Kaplakrika 2. nóvember 2001 þá nýbúinn að halda upp á tvítugsafmælið. Þegar leikurinn á móti Tékklandi fer fram í Laugardalshöllinni verða liðin nákvæmlega fimmtán ár frá því að Snorri Steinn klæddist landsliðstreyjunni fyrst. Íslenski handboltinn Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Fleiri fréttir Snorri Steinn um Gunna Mag málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Sjá meira
Snorri Steinn Guðjónsson, aðalleikstjórnandi íslenska handboltalandsliðsins í meira en áratug, hefur ákveðið að gefa ekki lengur kost á sér í íslenska A-landsliðið í handbolta samkvæmt heimildum íþróttadeildar 365. Þetta er mikið áfall fyrir íslenska landsliðið enda hefur Snorri stýrt sóknarleik liðsins í gegnum blómatíma þess. Snorri Steinn er því ekki í hópi íslenska liðsins fyrir leikina á móti Tékklandi og Úkraínu í undankeppni EM sem fara fram í byrjun næsta mánaðar. Geir Sveinsson, landsliðsþjálfari, tilkynnti hópinn sinn í dag. Snorri Steinn Guðjónsson er eins og er markahæsti leikmaður frönsku úrvalsdeildarinnar en hann hefur skorað 34 mörk í fyrstu fimm leikjum sínum með Nimes á tímabilinu. Snorri Steinn er því í frábæru formi og væri örugglega valinn í landsliðið ef hann gæfi kost á sér. Hann varð 35 ára gamall á dögunum og hefur spilað með íslenska landsliðinu frá árinu 2001. Sjá einnig: Snorri Steinn: Þetta var gríðarlega erfið ákvörðun Snorri Steinn hefur leikið sem atvinnumaður í handbolta frá 2003. Hann hefur leikið í frönsku úrvalsdeildinni undanfarin þrjú tímabili en lék áður bæði í Danmörku (2007-2009 og 2010-2014) og Þýskalandi (2003-07 og 2009-10). HM í Frakklandi verður aðeins annað stórmótið frá og með EM í Sviss 2006 þar sem Snorri Steinn mun ekki stýra sóknarleik íslenska liðsins. Hann hefur verið með á tíu af síðustu ellefu stórmótum íslenska liðsins eða öllum frá 2006 nema EM í Serbíu 2012. Snorri Steinn spilaði alls 257 leiki fyrir íslenska landsliðið og skoraði í þeim 848 mörk eða 3,3 að meðaltali í leik. Snorri Steinn er langmarkahæsti leikstjórnandi Íslands frá upphafi og fimmti markahæsti leikmaður landsliðsins í sögunni á eftir þeim Guðjóni Val Sigurðssyni, Ólafi Stefánssyni, Kristjáni Arasyni og Valdimar Grímssyni. Snorri Steinn náði þó ekki að klára síðasta landsleikinn sinn en hann ristarbrotnaði í æfingalandsleik á móti Noregi 5. apríl 2016. Snorri Steinn gat ekki tekið þátt í umspilsleikjunum á móti Portúgal vegna meiðslanna. Snorri Steinn lék sinn fyrsta A-landsleik á móti Noregi í Kaplakrika 2. nóvember 2001 þá nýbúinn að halda upp á tvítugsafmælið. Þegar leikurinn á móti Tékklandi fer fram í Laugardalshöllinni verða liðin nákvæmlega fimmtán ár frá því að Snorri Steinn klæddist landsliðstreyjunni fyrst.
Íslenski handboltinn Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Fleiri fréttir Snorri Steinn um Gunna Mag málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Sjá meira