Viðskipti innlent

Hildur nýr markaðsstjóri BIOEFFECT

Atli Ísleifsson skrifar
Hildur Ársælsdóttir.
Hildur Ársælsdóttir. Mynd/bioeffect
Hildur Ársælsdóttir hefur verið ráðin nýr markaðsstjóri BIOEFFECT sem er dótturfyrirtæki ORF Líftækni.

Í tilkynningu segir að Hildur sé 28 ára en hafi þrátt fyrir ungan aldur mikla reynslu og þekkingu af markaðsmálum fyrir þekkt merki í snyrtigeiranum.

„Hún starfaði nú síðast hjá snyrtivörurisanum L’Oréal í skandinavísku höfuðstöðvum þeirra í Kaupmannahöfn. Hildur hefur starfað síðustu 10 ár fyrir þekkt merki eins og Helena Rubenstein, Urban Decay, NYX, La Roche Posay, Ole Henriksen og Redken í Kaupmannahöfn, París og Los Angeles.

Hildur hefur stundað nám á Íslandi, í Danmörku, Bandaríkjunum og Frakklandi. Hún lauk námi í viðskiptafræði frá Háskólanum á Bifröst og námi í vöruþróun og markaðsmálum frá F.I.D.M. í Los Angeles,“ segir í tilkynningunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×