Hálfri milljón barna stefnt í hættu í Mosúl Guðsteinn Bjarnason skrifar 24. október 2016 07:00 Mikill og svartur reykur berst frá olíustöð sem brennur skammt frá Debaga-flóttamannabúðunum, en þangað er von á hundruðum þúsunda flóttamanna á næstunni. vísir/EPA Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, UNICEF, segir að meira en hálf milljón barna og fjölskyldur þeirra í Mosúl verði í mikilli hættu næstu vikurnar vegna hernaðaraðgerða írakska hersins og hersveita Kúrda. Hersveitirnar hófu í byrjun vikunnar sókn gegn vígasveitum Daish-samtakanna, sem nefna sig Íslamskt ríki og hafa haft Mosúl á sínu valdi í rúmlega tvö ár. Fjöldi barna hefur nú þegar flúið borgina og óttast er að mörg þeirra geti orðið innlyksa á svæðinu eða orðið fyrir árásum. Starfsfólk UNICEF kom í vikunni til bæjarins Al Houd, sem er skammt frá Mosúl. Þar hittu þau konu að nafni Zainab sem var þar með fjórum dætrum sínum. Hún sagðist vilja komast aftur heim til sín, til fjölskyldunnar og geta sent börnin sín þar í skóla. Þegar vígasveitir Daish-samtakanna náðu bænum á sitt vald fyrir tveimur árum lögðu þau undir sig hús fjölskyldu hennar. Hún þurfti að flytja til ættingja sinna og var aldrei örugg um líf sitt. „Við vorum hrædd, svöng og þurfandi allan tímann,“ sagði hún við starfsfólk UNICEF. Hún óttaðist sérstaklega um dætur sínar fjórar, því vígamennirnir tóku fjölmargar stúlkur frá fjölskyldum sínum. „Sonur minn er sex ára svo hann var ekki tekinn, en eldri drengir voru teknir í bardagasveitir eða settir í þjálfun til að verða uppljóstrarar fyrir aðila átakanna,“ sagði hún. UNICEF hefur, rétt eins og fleiri hjálparsamtök og alþjóðastofnanir, skorað á alla aðila átakanna að virða alþjóðalög og vernda börn. „Genfarsamningarnir og viðbætur við þá kveða skýrt á um að aðilar átaka skuli til dæmis gera greinarmun á almenningi og hermönnum,“ segir í tilkynningu frá UNICEF, „og þeir skulu beina aðgerðum sínum að hernaðarlegum skotmörkum eingöngu. Bannað er að skjóta á skóla, sjúkrahús, leikskóla og leikvelli.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Þúsundir flýja átök við Mosúl Harðir bardagar hafa geisað í næsta nágrenni borgarinnar Mosúl í Írak. Íraski stjórnarherinn hefur ásamt hersveitum Kúrda sótt að borginnisíðan á mánudag. 20. október 2016 07:00 ISIS-liðar hefna sín á Kúrdum Vígamenn samtakanna réðust á opinberar byggingar í Kirkuk í morgun. 21. október 2016 10:59 ISIS myrtu hundruði í Mosul Fullyrt er að ISIS hafi myrt 284 menn og drengi í Mosul eftir að hafa nýtt þá sem mannlega skyldi. 22. október 2016 14:36 Óttast aukið flæði vígamanna til Evrópu með falli Mosul Þúsundir Evrópubúa hafa farið til Írak og Sýrlands til að ganga til liðs við Íslamska ríkið. 18. október 2016 16:15 Mest lesið Best að sleppa áfenginu alveg Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Innlent Fleiri fréttir Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Sjá meira
Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, UNICEF, segir að meira en hálf milljón barna og fjölskyldur þeirra í Mosúl verði í mikilli hættu næstu vikurnar vegna hernaðaraðgerða írakska hersins og hersveita Kúrda. Hersveitirnar hófu í byrjun vikunnar sókn gegn vígasveitum Daish-samtakanna, sem nefna sig Íslamskt ríki og hafa haft Mosúl á sínu valdi í rúmlega tvö ár. Fjöldi barna hefur nú þegar flúið borgina og óttast er að mörg þeirra geti orðið innlyksa á svæðinu eða orðið fyrir árásum. Starfsfólk UNICEF kom í vikunni til bæjarins Al Houd, sem er skammt frá Mosúl. Þar hittu þau konu að nafni Zainab sem var þar með fjórum dætrum sínum. Hún sagðist vilja komast aftur heim til sín, til fjölskyldunnar og geta sent börnin sín þar í skóla. Þegar vígasveitir Daish-samtakanna náðu bænum á sitt vald fyrir tveimur árum lögðu þau undir sig hús fjölskyldu hennar. Hún þurfti að flytja til ættingja sinna og var aldrei örugg um líf sitt. „Við vorum hrædd, svöng og þurfandi allan tímann,“ sagði hún við starfsfólk UNICEF. Hún óttaðist sérstaklega um dætur sínar fjórar, því vígamennirnir tóku fjölmargar stúlkur frá fjölskyldum sínum. „Sonur minn er sex ára svo hann var ekki tekinn, en eldri drengir voru teknir í bardagasveitir eða settir í þjálfun til að verða uppljóstrarar fyrir aðila átakanna,“ sagði hún. UNICEF hefur, rétt eins og fleiri hjálparsamtök og alþjóðastofnanir, skorað á alla aðila átakanna að virða alþjóðalög og vernda börn. „Genfarsamningarnir og viðbætur við þá kveða skýrt á um að aðilar átaka skuli til dæmis gera greinarmun á almenningi og hermönnum,“ segir í tilkynningu frá UNICEF, „og þeir skulu beina aðgerðum sínum að hernaðarlegum skotmörkum eingöngu. Bannað er að skjóta á skóla, sjúkrahús, leikskóla og leikvelli.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Þúsundir flýja átök við Mosúl Harðir bardagar hafa geisað í næsta nágrenni borgarinnar Mosúl í Írak. Íraski stjórnarherinn hefur ásamt hersveitum Kúrda sótt að borginnisíðan á mánudag. 20. október 2016 07:00 ISIS-liðar hefna sín á Kúrdum Vígamenn samtakanna réðust á opinberar byggingar í Kirkuk í morgun. 21. október 2016 10:59 ISIS myrtu hundruði í Mosul Fullyrt er að ISIS hafi myrt 284 menn og drengi í Mosul eftir að hafa nýtt þá sem mannlega skyldi. 22. október 2016 14:36 Óttast aukið flæði vígamanna til Evrópu með falli Mosul Þúsundir Evrópubúa hafa farið til Írak og Sýrlands til að ganga til liðs við Íslamska ríkið. 18. október 2016 16:15 Mest lesið Best að sleppa áfenginu alveg Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Innlent Fleiri fréttir Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Sjá meira
Þúsundir flýja átök við Mosúl Harðir bardagar hafa geisað í næsta nágrenni borgarinnar Mosúl í Írak. Íraski stjórnarherinn hefur ásamt hersveitum Kúrda sótt að borginnisíðan á mánudag. 20. október 2016 07:00
ISIS-liðar hefna sín á Kúrdum Vígamenn samtakanna réðust á opinberar byggingar í Kirkuk í morgun. 21. október 2016 10:59
ISIS myrtu hundruði í Mosul Fullyrt er að ISIS hafi myrt 284 menn og drengi í Mosul eftir að hafa nýtt þá sem mannlega skyldi. 22. október 2016 14:36
Óttast aukið flæði vígamanna til Evrópu með falli Mosul Þúsundir Evrópubúa hafa farið til Írak og Sýrlands til að ganga til liðs við Íslamska ríkið. 18. október 2016 16:15