Helsti vandi Íslands ósamkeppnishæf lífskjör Samúel Karl Ólason skrifar 23. október 2016 15:52 Frá blaðamannafundinum í morgun. Vísir/Stefán Helsta vandamál Íslands, samkvæmt Viðreisn, er að lífskjör hér á landi eru ekki samkeppnishæf við það sem býðst í nágrannalöndum okkar. Það sé ástæða þess að brottfluttir eru um sex þúsund fleiri en aðfluttir frá 2010. Flokkurinn vill snúa þessari þróun við. Viðreisn hélt blaðamannafund í dag þar sem farið var yfir helstu stefnumál flokksins. Samkvæmt tilkynningu fóru frambjóðendur Viðreisnar yfir tillögur um umbætur á komandi kjörtímabili. Þá ætlar flokkurinn að hækka útgjöld ríkissjóðs „til að mæta bráðum vanda í heilbrigðis-, skóla-, velferðar- og samgöngukerfum,“ segir í tilkynningunni. Frambjóðendurnir sýndu einni hvernig útgjaldaaukningunni verður mætt.Mynd/ViðreisnMeðal annars vill flokkurinn spara milljarða króna með hagræðingu í rekstri ríkissjóðs. Það verði gert með því að draga úr skattundskotum með einföldun skattkerfis og aukinni áherslu á skatteftirlit. Með aukinni áherslu á útboð opinberra innkaupa, betri nýtingu og stýringu á fasteignum ríkisins og með fjárfestingu í netvæðingu opinberrar stjórnsýslu. Viðreisn vill standa fyrir umbótum á heilbrigðiskerfinu með því auka útgjöld um 39 milljarða króna á ári og ljúka byggingu Þjóðarsjúkrahúss við Hringbraut árið 2022. Einnig eigi að auka útgjöld til háskóla um átta milljarða og ráðast í tæknivæðingu grunnskóla. Þá vill Viðreisn lækka vexti. Í tilkynningunni segir að miðað við að vextir lækki um þrjú prósent lækki vaxtakostnaður fjölskyldu með 20 milljóna króna húsnæðislán um 50 þúsund krónur á mánuði. „Kostnaðurinn af því að vera Íslendingur er of hár. Ein meginorsök þess eru háir vextir sem eru afleiðing af sveiflukenndu hagkerfi og óstöðugum gjaldmiðli. Íbúðakaupandi á Íslandi má væntast þess að greiða tvisvar - þrisvar sinnum fyrir eign sína í formi vaxta, á meðan íbúðakaupandi á Norðurlöndum greiðir einu sinni fyrir sína.“ Kosningar 2016 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Helsta vandamál Íslands, samkvæmt Viðreisn, er að lífskjör hér á landi eru ekki samkeppnishæf við það sem býðst í nágrannalöndum okkar. Það sé ástæða þess að brottfluttir eru um sex þúsund fleiri en aðfluttir frá 2010. Flokkurinn vill snúa þessari þróun við. Viðreisn hélt blaðamannafund í dag þar sem farið var yfir helstu stefnumál flokksins. Samkvæmt tilkynningu fóru frambjóðendur Viðreisnar yfir tillögur um umbætur á komandi kjörtímabili. Þá ætlar flokkurinn að hækka útgjöld ríkissjóðs „til að mæta bráðum vanda í heilbrigðis-, skóla-, velferðar- og samgöngukerfum,“ segir í tilkynningunni. Frambjóðendurnir sýndu einni hvernig útgjaldaaukningunni verður mætt.Mynd/ViðreisnMeðal annars vill flokkurinn spara milljarða króna með hagræðingu í rekstri ríkissjóðs. Það verði gert með því að draga úr skattundskotum með einföldun skattkerfis og aukinni áherslu á skatteftirlit. Með aukinni áherslu á útboð opinberra innkaupa, betri nýtingu og stýringu á fasteignum ríkisins og með fjárfestingu í netvæðingu opinberrar stjórnsýslu. Viðreisn vill standa fyrir umbótum á heilbrigðiskerfinu með því auka útgjöld um 39 milljarða króna á ári og ljúka byggingu Þjóðarsjúkrahúss við Hringbraut árið 2022. Einnig eigi að auka útgjöld til háskóla um átta milljarða og ráðast í tæknivæðingu grunnskóla. Þá vill Viðreisn lækka vexti. Í tilkynningunni segir að miðað við að vextir lækki um þrjú prósent lækki vaxtakostnaður fjölskyldu með 20 milljóna króna húsnæðislán um 50 þúsund krónur á mánuði. „Kostnaðurinn af því að vera Íslendingur er of hár. Ein meginorsök þess eru háir vextir sem eru afleiðing af sveiflukenndu hagkerfi og óstöðugum gjaldmiðli. Íbúðakaupandi á Íslandi má væntast þess að greiða tvisvar - þrisvar sinnum fyrir eign sína í formi vaxta, á meðan íbúðakaupandi á Norðurlöndum greiðir einu sinni fyrir sína.“
Kosningar 2016 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira