Lífið

Misskilningur í Las Vegas: Arna Ýr ætlar að keppa

Samúel Karl Ólason skrifar
Arna Ýr Jónsdóttir.
Arna Ýr Jónsdóttir.
Arna Ýr Jónsdóttir, fegurðardrottning og sigurvegari í Ungfrú Ísland árið 2015, mun keppa í Miss Grand International í Las Vegas. Hún fundaði með eigendum keppninnar nú í kvöld og í ljós kom að um misskilning hafði verið að ræða. Arna Ýr fékk þau skilaboð frá eiganda keppninnar, í gegnum starfsfólk, að hún þyrfti að grenna sig fyrir lokakvöldið.

„Hann var ekki að segja að ég þyrfti að grenna mig. Hann var að meina að ef ég myndi vinna, þá gerist oft að fólk grennist, að það yrði allt í góðu. Það yrði fínt ef ég myndi grennast aðeins ef ég myndi vinna. Staffið tók því þannig að hann væri að segja mér að grennast strax á þremur dögum, sem er náttúrulega ekki hægt,“ segir Arna í samtali við Vísi.

Sjá einnig: Ætlar ekki að taka þátt í keppninni ef eigendur standa við skilaboðin

„Ég var í svona miklu sjokki því það er ekkert hægt að grennast á þremur dögum.“ Hún segir starfsfólkið sem hafi talað við hana í gær vera miður sín yfir málinu.

„Eftir að ég heyrði þetta vildi ég ekkert með þetta fólk hafa og ég vildi ekkert standa mig í að reyna að vinna keppnina.“ Arna segist nú smá stressuð yfir því að hún hafi eyðilagt líkur sínar á því að vinna keppnina. Aðilar í Bandaríkjunum hafi túlkað það sem hún sagði á íslensku á Snapchat í gær. Eigendurnir sögðu þetta þó ekki vera mikið mál.

Rætt var við Örnu Ýr í kvöldfréttum Stöðvar 2 áður en misskilningurinn hafði verið leiðréttur. Fréttina má sjá að neðan.


Tengdar fréttir

Ætlar ekki að taka þátt í keppninni ef eigendur standa við skilaboðin

Arna Ýr Jónsdóttir fegurðardrottning fékk skilaboð frá eigenda fegurðarsamkeppni sem hún tekur þátt í í Las Vegas að hún þyrfti að grenna sig fyrir lokakvöldið. Ef eigendur keppninnar taka skilaboðin ekki til baka ætlar hún að hætta við að taka þátt í keppninni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.