Stjórn VG og Sjálfstæðisflokks í deiglunni Jakob Bjarnar skrifar 20. október 2016 21:38 Benedikt Jóhannesson segir að Steingrímur J. hafi upplýst um, úti í Grímsey, að VG væri reiðubúið að ganga til samstarfs við Sjálfstæðisflokkinn. Steingrímur J. Sigfússon, oddviti VG í Norðausturkjördæmi, mun hafa haldið því fram í Grímsey að fyrirhugað sé að mynda stjórn VG og Sjálfstæðisflokks eftir kosningar, þá væntanlega með aðkomu Framsóknarflokks – því eins og skoðanakannanir liggja á þessu stigi er tveggja flokka stjórn útilokuð. Þessu heldur Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, en hann er einnig oddviti flokksins í Norðausturkjördæmi, fram í nýlegum pistli á Facebooksíðu sinni. Benedikt, sem vakti verulega athygli í vikunni með því að lýsa yfir að Viðreisn muni ekki ganga inn í samstarf núverandi stjórnarflokka segir Sjálfstæðismenn mislesa þau orð sín markvisst. Og hafi brugðist ókvæða við, til að mynda hafi komið honum á óvart hversu neikvæður Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis og einn aðalmálsvari Sjálfstæðisflokksins, væri í garð Viðreisnar. „Hann virðist loka á samstarf við Viðreisn fyrir kosningar,“ segir Benedikt sem segir að ekkert samstarf annað en þetta mynstur: Sjálfstæðis-/Framsóknarflokkur/Viðreisn, hafi verið útilokað af sinni hálfu.Framsóknarmenn allra flokka sameinist Benedikt vendir þá kvæði sínu í kross og segir að hér sé í gangi vel skrifað leikrit, þar sem maðkur sé í mysunni.Benedikt heldur því fram að á bak við tjöldin hafi verið lögð drög að því að VG komi inn í núverandi stjórnarsamstarf að loknum kosninum.„Í dag kemur í ljós að hér er í gangi vel skrifað leikrit. Steingrímur J. Sigfússon telur að sér sé óhætt að ljóstra upp um það í Grímsey að fyrirhugað sé að mynda stjórn VG og Sjálfstæðisflokks. Sjálfstæðisflokkurinn ætlaði að lýsa því yfir að ekki væru aðrir kostir í boði og hann væri tilneyddur í slíka stjórn, sem þó mun lengi hafa verið í undirbúningi milli Steingríms og forystu Sjálfstæðismanna. Vegna þess að þessir tveir flokkar hafa ekki meirihluta þarf Framsóknarflokkurinn að vera með líka. En Steingrímur hefur gleymt því að stundum berast fréttir í land, jafnvel frá afskekktustu stöðum,“ skrifar Benedikt. Hann segir spennandi að sjá hvernig kjósendur muni taka þeim tíðindum, það er stjórn sem hafi hugsað sér að vinna saman undir slagorðinu: „Framsóknarmenn allra flokka, sameinist!“Stangast á við orð Katrínar Vísir reyndi ítrekað að ná tali af Steingrími J. til að bera þetta undir hann en án árangurs. Orð hans virðast stangast á við það sem Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, hefur sagt um hugsanlegt ríkisstjórnarsamstarf að loknum kosningum, en hún tók til að mynda afar vel í útspil Pírata þar sem þeir boðuðu til viðræðna VG, Samfylkingar, Viðreisnar og Pírata, nú fyrir skemmstu. Kosningar 2016 Mest lesið Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Órói mældist við Torfajökul Innlent Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Fleiri fréttir Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Sjá meira
Steingrímur J. Sigfússon, oddviti VG í Norðausturkjördæmi, mun hafa haldið því fram í Grímsey að fyrirhugað sé að mynda stjórn VG og Sjálfstæðisflokks eftir kosningar, þá væntanlega með aðkomu Framsóknarflokks – því eins og skoðanakannanir liggja á þessu stigi er tveggja flokka stjórn útilokuð. Þessu heldur Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, en hann er einnig oddviti flokksins í Norðausturkjördæmi, fram í nýlegum pistli á Facebooksíðu sinni. Benedikt, sem vakti verulega athygli í vikunni með því að lýsa yfir að Viðreisn muni ekki ganga inn í samstarf núverandi stjórnarflokka segir Sjálfstæðismenn mislesa þau orð sín markvisst. Og hafi brugðist ókvæða við, til að mynda hafi komið honum á óvart hversu neikvæður Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis og einn aðalmálsvari Sjálfstæðisflokksins, væri í garð Viðreisnar. „Hann virðist loka á samstarf við Viðreisn fyrir kosningar,“ segir Benedikt sem segir að ekkert samstarf annað en þetta mynstur: Sjálfstæðis-/Framsóknarflokkur/Viðreisn, hafi verið útilokað af sinni hálfu.Framsóknarmenn allra flokka sameinist Benedikt vendir þá kvæði sínu í kross og segir að hér sé í gangi vel skrifað leikrit, þar sem maðkur sé í mysunni.Benedikt heldur því fram að á bak við tjöldin hafi verið lögð drög að því að VG komi inn í núverandi stjórnarsamstarf að loknum kosninum.„Í dag kemur í ljós að hér er í gangi vel skrifað leikrit. Steingrímur J. Sigfússon telur að sér sé óhætt að ljóstra upp um það í Grímsey að fyrirhugað sé að mynda stjórn VG og Sjálfstæðisflokks. Sjálfstæðisflokkurinn ætlaði að lýsa því yfir að ekki væru aðrir kostir í boði og hann væri tilneyddur í slíka stjórn, sem þó mun lengi hafa verið í undirbúningi milli Steingríms og forystu Sjálfstæðismanna. Vegna þess að þessir tveir flokkar hafa ekki meirihluta þarf Framsóknarflokkurinn að vera með líka. En Steingrímur hefur gleymt því að stundum berast fréttir í land, jafnvel frá afskekktustu stöðum,“ skrifar Benedikt. Hann segir spennandi að sjá hvernig kjósendur muni taka þeim tíðindum, það er stjórn sem hafi hugsað sér að vinna saman undir slagorðinu: „Framsóknarmenn allra flokka, sameinist!“Stangast á við orð Katrínar Vísir reyndi ítrekað að ná tali af Steingrími J. til að bera þetta undir hann en án árangurs. Orð hans virðast stangast á við það sem Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, hefur sagt um hugsanlegt ríkisstjórnarsamstarf að loknum kosningum, en hún tók til að mynda afar vel í útspil Pírata þar sem þeir boðuðu til viðræðna VG, Samfylkingar, Viðreisnar og Pírata, nú fyrir skemmstu.
Kosningar 2016 Mest lesið Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Órói mældist við Torfajökul Innlent Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Fleiri fréttir Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Sjá meira