Erlent

Óttast að Schiaparelli hafi farist á mars

Samúel Karl Ólason skrifar
Frá stjórnstöð ESA.
Frá stjórnstöð ESA. Mynd/ESA
Geimferðastofnun Evrópu missti sambandið við lendingarfarið Schiaparelli skömmu áður en það lenti á yfirborði Mars. Óttast er að lendingarfarið hafi farist og hefur verið reynt að finna það með gervihnöttum á sporbraut um Rauðu plánetuna, en án árangurs. 

Lending Schiaparelli er fyrri hluti verkefnis sem gengur út á að koma vélmenni til Mars árið 2020.

Sjá einnig: Staðsetning geimfars á Mars hulin ráðgáta.

Gögn frá lendingarfarinu bárust þó til móðurskipsins og gefa þau í skyn að lendingarferlið hafi misfarist. Svo virðist sem að hreyflar sem áttu að hægja á Schiaparelli hafi verið í gangi í of skamman tíma.

Einnig virðist sem að hitaskjöldur lendingarfarsins hafi losnað of snemma frá Schiaparelli.

Vísindamenn ESA eru þó enn að fara yfir gögnin og hafa ekki staðfest neitt. Það gæti tekið nokkra daga að fá örlög Schiaparelli á hreint.

„Frá verkfræðilegu sjónarmiði, er þetta það sem við viljum fá út úr tilraun og við búum yfir einstaklega dýrmætum gögnum til að vinna úr,“ sagði David Parker, einn yfirmanna ESA á blaðamannafundi í morgun.

Æðsti yfirmaður ESA, Jan Woerner sló á svipaða strengi.

„Við gerðum þetta til að safna gögnum um hvernig eigi að lenda á Mars með evrópskri tækni. Þannig verða öll gögn sem við öflum nú notuð til að skilja hvernig við getum gert betur næsta þegar við sendum vélmennið.“


Tengdar fréttir

Lenda geimfari á Mars á morgun

Um mjög mikilvægt skref fyrir ESA er að ræða og er það liður í öðrum geimferðum til Mars í framtíðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×