Skoðun

Svar við ósannindum

Logi Einarsson skrifar
Það er óskemmtilegt þegar vegið er að manni með dylgjum og ósannindum. En það má a.m.k. reyna að koma á framfæri því sem satt er.

Jón Hjaltason hélt því fram í blaðinu í gær að Samfylkingin á Akureyri vilji leggja niður flugvöllinn í Vatnsmýri. Það er ósatt. Ég og aðrir bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar höfum margítrekað stutt bókanir í bæjarstjórn um að nauðsynlegt sé að flugvöllurinn verði kyrr þar sem hann er, þar til betri lausn er fundin. Um þetta eru nær allir stjórnmálaflokkar í Norðausturkjördæmi nú orðnir sammála.

Reykjavík ber ríkar skyldur sem höfuðborg. Aðgengi landsmanna að stjórnsýslu og heilbrigðisþjónustu er ekki léttvægur munaður heldur nauðsynlegt. Ég hef þó talað fyrir því að fólk setjist niður og vinni saman að lausnum í stað þess að æpa hvert á annað yfir landið, árum saman, án árangurs.

Innanríkisráðherra fer með málaflokkinn og þarf auðvitað að hafa forgöngu um að leita lausna og fá fólk til að vinna saman að ásættanlegri lausn.

Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.




Skoðun

Skoðun

Þorpið

Alina Vilhjálmsdóttir skrifar

Sjá meira


×