Getuleysi og forsjárhyggja banabiti Samfylkingarinnar Jakob Bjarnar skrifar 31. október 2016 16:01 Fylgishrun Samfylkingarinnar er eins og snjóbolta sem skoppar niður brekku og er nú orðið að snjóflóði. Einarðir stuðningsmenn Samfylkingar klóra sér nú ákaft í kolli og spyrja af hverju sé verið að refsa flokknum sem vill svo vel? Hann sem keyrði í kosningabaráttuna undir slagorðinu: Með hjartað á réttum stað. Stuðningsmönnum þykir flokkur sinn grátt leikinn, ómaklega og það er svo til að strá salti í sárin að erlendir fréttamenn greina furðu lostnir frá því að niðurstaða kosninganna hafi verið sú að Panamaflokkurinn Sjálfstæðisflokkur sigraði en sósialdemókratar hafi næstum verið þurrkaðir út. Sem þó áttu ekki hlut að máli í þeim spillingarmálum sem kölluðu fram þessar sömu kosningar. Land og þjóð athlægi á alþjóðavettvangi.Af hverju? AF HVERJU?Einar Kárason rithöfundur getur vart leynt beiskju sinni þegar hann segir vinum sínum á Facebook frá því að hann hafi hitt ítalskan blaðamann sem vildi viðtal við Einar, „því hann sagði að það stefndi í söguleg kosningaúrslit, að vesturevrópskri stjórn yrði hafnað vegna spillingarmála en sumpart ný og fersk umbótaöfl kosin í staðinn.“Einar Kárason segir það skjóta skökku við að standa fyrir mótmælum og fá ríkisstjórnina frá til þess eins að kjósa sömu valdaöflin aftur.rightEinar sagðist halda að svo færi ekki; „stjórnarflokkarnir og valdaöflin á bakvið þá myndu trúlega halda sínu, en kannski myndi sósíaldemókrataflokkurinn sem var leiðandi í stjórnarandstöðu þurrkast út. Hann spurði mig fimm sinnum hvernig ég gæti sagt svona vitleysu. En varð mjög hugsi, sagðist hafa spurt mig áður um íslenska pólitík og að ég hafi að vísu jafnan reynst nokkuð sannspár.“ Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur, og sanntrúaður Samfylkingarmaður, er á svipuðu róli í mánudagspistli sínum. „Af ísköldu miskunnarleysi höfnuðu kjósendur nú Samfylkingunni, og svo eindregið að vandséð er að flokkurinn eigi sér viðreisnar von.“Samfylkingin gerir sjálfri sér lífið leittAf hverju? Af hverju? Vísir leitaði svara við þessari spurningu. Ástæður fyrir hruni Samfylkingarinnar eru líkast til margþættar og sumar ástæðurnar þess eðlis að fólk þar innan dyra vill ekki horfast í augu við þær: Nefnilega getuleysi og þá dekur við forsjárhyggju – sem er andstæðumerking frjálslyndis sem er fyrsta orðið sem þeir flokkar sem þjörmuðu að Samfylkingunni nota til að skilgreina sig.Guðmundur Andri: Af ísköldu miskunnarleysi höfnuðu kjósendur nú Samfylkingunni.„Ég skrifa undir þetta,“ segir Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðiprófessor. „Það er þrengt mjög að Samfylkingunni og hún þrengdi að sjálfri sér með því að stefna svona til vinstri. Að keppa við fylgi við VG og Pírata er erfitt því þessir tveir flokkar geta alltaf yfirboðið hana. Samfylkingunni gekk best þegar hún kynnti sig til sögunnar sem frjálslynt umbótaafl, frjálslyndir jafnaðarmenn.“ Samfylkingin galt afhroð í alþingiskosningunum sem fram fóru á laugardaginn. Flokkurinn meira en helmingaði fylgi sitt og fékk einungis 5,7 prósent og þrjá þingmenn kjörna. Flokkurinn missti alla þingmenn sína á höfuðborgarsvæðinu sem verður að teljast töluverð tíðindi þar sem flokkurinn hefur alla jafna sótt fylgi sitt þangað. Þróun fylgis Samfylkingarinnar í gegnum tíðina er athyglisverð.Fylgishrun Samfylkingarinnar er með miklum ósköpum.Ef leitað er út fyrir raðir Samfylkingarinnar er ekki úr vegi að spyrja Hannes Hólmsteinn Gissurarson stjórnmálafræðiprófessor við Háskóla Íslands, hvað veldur þessu hruni?Innanhúsátökin maður, innanhúsátökin Hannes er skorinorður, spurningin vefst ekki fyrir honum og svör hans eru í nokkrum liðum: „1) Heiftarstefna gagnvart andstæðingum (framkoman við Davíð, Landsdómsmálið gegn Geir, 2) Sundrung og úlfúð (framboð Sigríðar Ingibjargar), 3) ESB-þráhyggjan, 4) forystan til vinstri við fylgið (sem fór yfir á Viðreisn).“ Reyndar hafa ýmis innanmein þjakað flokkinn og gamlir formenn svo sem Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Jóhanna Sigurðardóttir hafa reynst þeim sem eftir eru og virkir sem óþægur ljár í þúfu. Ingibjörg Sólrún hefur átt erfitt með að fyrirgefa fólki innan flokks afstöðu í Landsdómsmálinu en Oddný Harðardóttir, núverandi formaður greiddi atkvæði með því að senda Ingibjörgu fyrir Landsdóm. Og, Jóhanna Sigurðardóttir studdi aldrei Árna Pál Árnason arftaka sinn. Hún lét hann til dæmis taka óstuddan þann beiska kaleika að hafa ekki náð að afgreiða stjórnarskrármálið, það sem hún hafði gert að sínu. Oddný hefur nú sagt af sér formennsku og hefur Logi Einarsson tekið við. Fróðlegt verður að vita hvers konar stuðnings hann mun njóta í þeim lífróðri sem Samfylkingin rær nú.Einstaklingshyggja rík í SamfylkingunniHannes og Guðmundur Andri eru skoðanabræður hvað varðar ósættið þó Guðmundur Andri orði það með öðrum hætti í áðurnefndum pistli:Hannes Hólmsteinn grætur ekki örlög Samfylkingarinnar og hann er með það alveg á hreinu af hverju svo illa er komið fyrir henni.„Eitt er að vinstri mönnum líður ekki vel í einum stórum flokki – þeir eru of miklir einstaklingshyggjumenn til að geta unað sér til lengdar í flokki sem hefur um og yfir þrjátíu prósenta fylgi.“ Afstaða til Evrópusambandsins hefur vissulega reynst Samfylkingu erfið og fjórði liðurinn sem Hannes nefnir er einnig athyglisverður. Má ekki segja að Samfylkingin hafi tekið forræðishyggjuna um of uppá sína arma á kostnað frjálslyndis; að vilja hafa vit fyrir fólki? Hannes telur eflaust sitthvað til í því og nefnir dæmi: „Hvaða sefasýki brýst til dæmis út þegar á að selja bjór í búðum?“Meginmarkmiðin liggja fyrirBaldur Þórhallsson stjórnmálafræðiprófessor við Háskóla Íslands þekkir sögu Samfylkingarinnar öðrum mönnum betur. Sjálfur var hann varaþingmaður flokksins 2009 til 2013 en hefur ekki haft afskipti af honum síðan þá. Baldur var svo vinsamlegur að hlaupa yfir þessa sögu með það fyrir augum að skýra hvers vegna Samfylkingin er komin út í horn í íslenskum stjórnmálum. „Samfylkingin var náttúrlega mynduð til að gera breytingar á íslensku samfélagi. Hún var mynduð sem mótvægi við gömlu valdaflokkana, Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk. Ég held að Samfylkingarfólk hafi borið þá von í brjósti að það gæti sameinast um að breyta samfélaginu. Meginmarkmið flokksins voru þau að breyta sjávarútvegsstefnunni, að breyta landbúnaðastefnunni og að koma íslandi inn í Evrópusambandið. Það átti að tryggja efnahagslegan stöðugleika til framtíðar og skapa grundvöll fyrir áframhaldandi sterkt velferðarkerfi.“Votur draumur hægri krata í Samfylkingunni Flokkurinn er síðan fyrstu 8 árin í stjórnarandstöðu. Á þeim tíma mótar hann nokkuð skýra stefnu í þessum málum, að sögn Baldurs. Svo fær hann tækifæri til að spreyta sig.Þegar Samfylkingin fór fyrst í ríkisstjórn var það draumur hægri krata þar innanbúðar.„Fyrst í ríkisstjórnarsamstarfi með Sjálfstæðisflokknum 2007. Þetta var draumastjórn margra hægri krata innan Samfylkingarinnar. Í þessu stjórnarsamstarfi náði Samfylkingum engum af þessum málum fram, náði hvorki að tryggja í stjórnarsáttmála að farið væri í breytingar í þessum málaflokkum í þessum málaflokkum né náði hún því á kjörtímabilinu.“ Þó svo að þessi ríkisstjórn færi nú frá völdum fyrr en menn gerðu ráð fyrir, vegna hrunsins, stefndi ekkert í það að flokkurinn næði þessum málum fram. Að minnsta kosti var það ekki í kortunum.Votur draumur vinstri manna í Samfylkingunni „Samfylkingin fékk síðan annað gullið tækifæri þegar hún myndaði stjórn með Vinstri hreyfingunni grænu framboði. Og það var draumastjórn vinstri sinnaðs Samfylkingarfólks. Vinstri menn loksins sameinaðir. Loksins vinstri meirihluti á Alþingi, eins og margir sáu það,“ segir Baldur. Þetta er 2009.Þegar Jóhanna leiddi fyrstu vinstri stjórnina kættust vinstri menn innan Samfylkingar mjög.„Ef við förum yfir verk þeirrar ríkisstjórnar þá aftur náði Samfylkingin ekki að breyta sjávarútvegsstefnunni, landbúnaðarstefnunni, koma Íslandi inn í Evrópusambandi né heldur náði hún að breyta stjórnarskránni sem þá var orðið eitt af grundvallarmálum flokksins. Og var eitt af mikilvægustu málum forsætisráðherra flokksins á þeim tíma, Jóhönnu Sigurðardóttur.“Kemur engu í gegn þrátt fyrir sex ára stjórnarsetuAuðvitað leita menn skýringa, mikið verk var að vinna sem fólst í endurreisn samfélagsins eftir hrunið. Og margir gagnrýndu flokkinn fyrir að hafa ekki náð að slá skjaldborg um heimilin eins og hún lofaði og að ná ekki að verja velferðarkerfið nægjanlega í hruninu. Um þetta er að sjálfsögðu deilt, segir Baldur. „En eftir stendur að þrátt fyrir að stjórnarsetan í fyrstu ríkisstjórninni væri skammvinn, ekki nema tæplega tvö ár og það þurfti að vinna í hrunmálum með VG, þá sat Samfylkingin samfleytt í ríkisstjórn í 6 ár. Og náði ekki að uppfylla þessi helstu mál sín. Það er kannski þá ekki nema von að kjósendur veiti henni ekki umboð til þess á ný. Sérstaklega í ljósi þess að þegar komnir eru fram nýr flokkar beggja megin við hana. Róttækur frjálslyndur umbótaflokkur eins og Píratar, Björt framtíð sem hefur mjög áþekka jafnaðarmannastefnu og Samfylkingin, með frjálslynd sjónarmið og svo frjálslyndur umbótaflokkur sem er Viðreisn. Þannig að það er skiljanlegt að þeir kjósendur sem vilja frjálslyndar umbætur á samfélaginu velji einhverja aðra flokka en Samfylkinguna, sem fékk sex ár til að hrinda hlutunum í framkvæmt en náði því ekki,“ segir Baldur.Getuleysi Samfylkingarinnar blasir viðÞannig er þetta saga getuleysis. Baldur segir að Samfylkingin hafi glímt við þann vanda að vera í samstarfi við flokka sem með engu móti vildi gera breytingar í umræddum málaflokkum. „Þeirra stefna ræður för, óbreytt ástand eða mjög takmarkaðar breytingar. Hún nær ekki að knýja þetta fram.“Baldur rekur söguna skilmerkilega og hans niðurstaða er sú að Samfylkingin hafi ekki komið neinum af sínum áherslum fram. Getuleysi er þannig ein helsta skýringin á hruni flokksins.Sé dæmi af handahófi tekið þá má til að mynda nefna að Framsóknarflokkurinn fékk það í gegn að ríkisstjórnin sem nú er að fara frá stóð að hinni svokölluðu „Leiðréttingu“ þrátt fyrir að hún hljóti að ganga í berhögg við allt sem Sjálfstæðisflokkurinn segist vera um. „Sigmundur Davíð Gunnlaugsson tók sér tíma til að mynda stjórn með Bjarna Benediktssyni til að ná þessu stefnumáli fram. Tók sér nokkrar vikur í að tryggja það að þetta mál Framsóknarflokksins yrði ofan á. Af einhverjum orsökum nær Samfylkingin ekki að gera neitt í líkingu við það. Þetta er stór ástæða fyrir því hversu illa er komið fyrir flokknum. Getuleysi? Jájá.“Samfylkingin eftirlætur öðrum flokkum frjálslyndiðBaldur bendir á að vissulega séu fleiri þættir sem skipti máli í þessu, en þetta sé einn af stóru þáttunum. Og svo er það þetta sem snýr að þeim lið sem Hannes Hólmsteinn nefnir í sinni greiningu. Frjálslyndinu er úthýst. Samfylkingin er frjálslyndur jafnaðarmannaflokkur, án frjálslyndisins. Baldur tekur undir þetta en hvað gerðist? „Samfylkingin færist til vinstri um það leyti sem hún gengur til liðs við Vinstri græna. Það var bæði vegna þess að menn töldu að það væri rétta stefnan til að glíma við afleiðingar hrunsins en það var líka gert til að koma til móts við Vinstri græna. Svar Samfylkingarinnar þegar hún var komin í stjórnarandstöðu 2013 er að fara enn lengra til vinstri, einkum undir forystu núverandi formanns,“ segir Baldur og bendir á athyglisvert atriði sem er að í stað þess að leita jafnvægis eftir misheppnað samstarf við Vinstri græna og áherslur á mál sem kennd eru við vinstri, þá reyni Samfylkingin að mjaka sér enn lengra í þá átt.Oddný reyndi að bera sig vel í kosningabaráttunni, bendi á að aðrir flokkar svo sem Píratar, Viðreisn og Björt framtíð hafi afritað eitt og annað úr stefnuskrá Samfylkingar, en allt kom fyrir ekki.visir/anton brink„Á sama tíma kemur fram nýr flokkur á sjónarsviðið, frjálslyndur umbótaflokkur, Viðreisn, sem höfðar mjög sterkt til fylgismanna gamla Alþýðuflokksins. Og Björt framtíð leggur í rauninni ekki bara áherslu á jafnaðarstefnuna heldur einnig frjálslyndi og meiri sveigjanleika. Og svo ef við skoðum Pírata yfirbjóða þeir Samfylkinguna þegar kemur að umbótum í samfélaginu. Þeir höfða til þeirra Samfylkingarmanna sem vilja róttækar kerfisbreytingar og róttækar breytingar á stjórnarskránni. Það er keppt við Samfylkinguna á öllu hinu pólitíska litrófi hennar,“ segir Baldur.Örlög Samfylkingarinnar einstök í alþjóðlegu samhengiStjórnmálafræðingurinn segir vert að skoða þetta í alþjóðlegu samhengi. Jafnaðarmannaflokkar í Vestur-Evrópu hafa verið að missa fylgi en ekkert í líkingu við þetta. „Og þeir eru enn eitt megin aflið í ríkjum Vestur Evrópu. En ef við skoðum frjálslynda flokka í Evrópu, flokka sem eru hægra megin miðju í Vestur-Evrópu, þá hafa þeir aðeins verið styrkja stöðu sína á síðustu árum í þingkosningum. Það er kannski í samræmi við það sem við erum að sjá hjá Viðreisn og jafnvel hjá frjálslyndu fólki sem kýs að halla sér að Pírötum. Það er þrengt mjög að Samfylkingunni og hún þrengir að sjálfri sér með því að stefna svona til vinstri, að keppa um fylgi við VG og Pírata, en það er erfitt vegna þess að þessir tveir flokkar geta alltaf yfirboðið hana. Samfylkingunni gekk best þegar hún kynnti sig til sögunnar sem frjálslynt umbótaafl, sem frjálslynda jafnaðarmenn,“ segir Baldur Þórhallsson. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Krísufundur hjá stjórn Samfylkingarinnar Flokkurinn hlaut sína verstu kosningu frá því að flokkurinn var stofnaður árið 2000 og fékk 5,7 prósent atkvæða. 30. október 2016 15:00 Fyrstu tölur settu Twitter á hliðina: „Samfylkingin not found“ Fyrstu tölur í Alþingiskosningunum árið 2016 eru komnar í hús og eins og gefur að skilja vöktu þær gríðarleg viðbrögð. 29. október 2016 23:15 Oddný segir af sér sem formaður Samfylkingar Tilkynnti um afsögn sína á Bessastöðum í dag. 31. október 2016 16:31 Oddný flutti þakkarræðu: Falleg hugsjón Samfylkingarinnar ekki horfin Formaður Samfylkingarinnar sagði að þrátt fyrir að illa hafi farið eigi flokksmenn að vera stoltir af stefnu sinni. 30. október 2016 00:01 Sighvatur um Samfylkinguna: „Engum að kenna nema flokknum sjálfum“ Einn stofnenda Samfylkingarinnar segir röð mistaka hafa orðið flokknum að falli og hann hafi misst trúverðugleika sinn. 30. október 2016 19:11 Mest lesið Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Innlent Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Innlent Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Innlent Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Innlent Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Innlent Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Innlent Vill að stjórn FH fari frá Innlent Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Innlent Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Erlent Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Innlent Fleiri fréttir Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Fönguðu augnablikin þegar tunglið skyggði á Mars Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Settur ráðherra skipar skrifstofustjóra Börnin búin að velja ný nöfn á skólana á Kársnesi „Nokkuð þægilegt samtal um hver fái hvað“ Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Óróahviður í Mýrafjöllum sagðar líkjast aðdraganda Reykjaneselda Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Síðasti fundur starfsstjórnar og rýnt í ráðherrakapalinn Fólk fari varlega í kringum nýfædd börn í jólaboðunum Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Borgin fær 150 milljónir frá ESB til að hreinsa Tjörnina og Vatnsmýri Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Vill að stjórn FH fari frá Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Setur út á aðbúnað og umgjörð starfseminnar á neyðarvistun Stuðla Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Handtekinn vegna gruns um líkamsárás Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Valkyrjur ná saman, yfirfullar flugvélar og mistök ársins Þjóðin fær nýja ríkisstjórn í jólagjöf Umfangsmikið útkall í Suðurhrauni vegna mikils reyks Flýta flugeldasýningu og breyta hlaupaleiðum á Menningarnótt Sjá meira
Einarðir stuðningsmenn Samfylkingar klóra sér nú ákaft í kolli og spyrja af hverju sé verið að refsa flokknum sem vill svo vel? Hann sem keyrði í kosningabaráttuna undir slagorðinu: Með hjartað á réttum stað. Stuðningsmönnum þykir flokkur sinn grátt leikinn, ómaklega og það er svo til að strá salti í sárin að erlendir fréttamenn greina furðu lostnir frá því að niðurstaða kosninganna hafi verið sú að Panamaflokkurinn Sjálfstæðisflokkur sigraði en sósialdemókratar hafi næstum verið þurrkaðir út. Sem þó áttu ekki hlut að máli í þeim spillingarmálum sem kölluðu fram þessar sömu kosningar. Land og þjóð athlægi á alþjóðavettvangi.Af hverju? AF HVERJU?Einar Kárason rithöfundur getur vart leynt beiskju sinni þegar hann segir vinum sínum á Facebook frá því að hann hafi hitt ítalskan blaðamann sem vildi viðtal við Einar, „því hann sagði að það stefndi í söguleg kosningaúrslit, að vesturevrópskri stjórn yrði hafnað vegna spillingarmála en sumpart ný og fersk umbótaöfl kosin í staðinn.“Einar Kárason segir það skjóta skökku við að standa fyrir mótmælum og fá ríkisstjórnina frá til þess eins að kjósa sömu valdaöflin aftur.rightEinar sagðist halda að svo færi ekki; „stjórnarflokkarnir og valdaöflin á bakvið þá myndu trúlega halda sínu, en kannski myndi sósíaldemókrataflokkurinn sem var leiðandi í stjórnarandstöðu þurrkast út. Hann spurði mig fimm sinnum hvernig ég gæti sagt svona vitleysu. En varð mjög hugsi, sagðist hafa spurt mig áður um íslenska pólitík og að ég hafi að vísu jafnan reynst nokkuð sannspár.“ Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur, og sanntrúaður Samfylkingarmaður, er á svipuðu róli í mánudagspistli sínum. „Af ísköldu miskunnarleysi höfnuðu kjósendur nú Samfylkingunni, og svo eindregið að vandséð er að flokkurinn eigi sér viðreisnar von.“Samfylkingin gerir sjálfri sér lífið leittAf hverju? Af hverju? Vísir leitaði svara við þessari spurningu. Ástæður fyrir hruni Samfylkingarinnar eru líkast til margþættar og sumar ástæðurnar þess eðlis að fólk þar innan dyra vill ekki horfast í augu við þær: Nefnilega getuleysi og þá dekur við forsjárhyggju – sem er andstæðumerking frjálslyndis sem er fyrsta orðið sem þeir flokkar sem þjörmuðu að Samfylkingunni nota til að skilgreina sig.Guðmundur Andri: Af ísköldu miskunnarleysi höfnuðu kjósendur nú Samfylkingunni.„Ég skrifa undir þetta,“ segir Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðiprófessor. „Það er þrengt mjög að Samfylkingunni og hún þrengdi að sjálfri sér með því að stefna svona til vinstri. Að keppa við fylgi við VG og Pírata er erfitt því þessir tveir flokkar geta alltaf yfirboðið hana. Samfylkingunni gekk best þegar hún kynnti sig til sögunnar sem frjálslynt umbótaafl, frjálslyndir jafnaðarmenn.“ Samfylkingin galt afhroð í alþingiskosningunum sem fram fóru á laugardaginn. Flokkurinn meira en helmingaði fylgi sitt og fékk einungis 5,7 prósent og þrjá þingmenn kjörna. Flokkurinn missti alla þingmenn sína á höfuðborgarsvæðinu sem verður að teljast töluverð tíðindi þar sem flokkurinn hefur alla jafna sótt fylgi sitt þangað. Þróun fylgis Samfylkingarinnar í gegnum tíðina er athyglisverð.Fylgishrun Samfylkingarinnar er með miklum ósköpum.Ef leitað er út fyrir raðir Samfylkingarinnar er ekki úr vegi að spyrja Hannes Hólmsteinn Gissurarson stjórnmálafræðiprófessor við Háskóla Íslands, hvað veldur þessu hruni?Innanhúsátökin maður, innanhúsátökin Hannes er skorinorður, spurningin vefst ekki fyrir honum og svör hans eru í nokkrum liðum: „1) Heiftarstefna gagnvart andstæðingum (framkoman við Davíð, Landsdómsmálið gegn Geir, 2) Sundrung og úlfúð (framboð Sigríðar Ingibjargar), 3) ESB-þráhyggjan, 4) forystan til vinstri við fylgið (sem fór yfir á Viðreisn).“ Reyndar hafa ýmis innanmein þjakað flokkinn og gamlir formenn svo sem Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Jóhanna Sigurðardóttir hafa reynst þeim sem eftir eru og virkir sem óþægur ljár í þúfu. Ingibjörg Sólrún hefur átt erfitt með að fyrirgefa fólki innan flokks afstöðu í Landsdómsmálinu en Oddný Harðardóttir, núverandi formaður greiddi atkvæði með því að senda Ingibjörgu fyrir Landsdóm. Og, Jóhanna Sigurðardóttir studdi aldrei Árna Pál Árnason arftaka sinn. Hún lét hann til dæmis taka óstuddan þann beiska kaleika að hafa ekki náð að afgreiða stjórnarskrármálið, það sem hún hafði gert að sínu. Oddný hefur nú sagt af sér formennsku og hefur Logi Einarsson tekið við. Fróðlegt verður að vita hvers konar stuðnings hann mun njóta í þeim lífróðri sem Samfylkingin rær nú.Einstaklingshyggja rík í SamfylkingunniHannes og Guðmundur Andri eru skoðanabræður hvað varðar ósættið þó Guðmundur Andri orði það með öðrum hætti í áðurnefndum pistli:Hannes Hólmsteinn grætur ekki örlög Samfylkingarinnar og hann er með það alveg á hreinu af hverju svo illa er komið fyrir henni.„Eitt er að vinstri mönnum líður ekki vel í einum stórum flokki – þeir eru of miklir einstaklingshyggjumenn til að geta unað sér til lengdar í flokki sem hefur um og yfir þrjátíu prósenta fylgi.“ Afstaða til Evrópusambandsins hefur vissulega reynst Samfylkingu erfið og fjórði liðurinn sem Hannes nefnir er einnig athyglisverður. Má ekki segja að Samfylkingin hafi tekið forræðishyggjuna um of uppá sína arma á kostnað frjálslyndis; að vilja hafa vit fyrir fólki? Hannes telur eflaust sitthvað til í því og nefnir dæmi: „Hvaða sefasýki brýst til dæmis út þegar á að selja bjór í búðum?“Meginmarkmiðin liggja fyrirBaldur Þórhallsson stjórnmálafræðiprófessor við Háskóla Íslands þekkir sögu Samfylkingarinnar öðrum mönnum betur. Sjálfur var hann varaþingmaður flokksins 2009 til 2013 en hefur ekki haft afskipti af honum síðan þá. Baldur var svo vinsamlegur að hlaupa yfir þessa sögu með það fyrir augum að skýra hvers vegna Samfylkingin er komin út í horn í íslenskum stjórnmálum. „Samfylkingin var náttúrlega mynduð til að gera breytingar á íslensku samfélagi. Hún var mynduð sem mótvægi við gömlu valdaflokkana, Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk. Ég held að Samfylkingarfólk hafi borið þá von í brjósti að það gæti sameinast um að breyta samfélaginu. Meginmarkmið flokksins voru þau að breyta sjávarútvegsstefnunni, að breyta landbúnaðastefnunni og að koma íslandi inn í Evrópusambandið. Það átti að tryggja efnahagslegan stöðugleika til framtíðar og skapa grundvöll fyrir áframhaldandi sterkt velferðarkerfi.“Votur draumur hægri krata í Samfylkingunni Flokkurinn er síðan fyrstu 8 árin í stjórnarandstöðu. Á þeim tíma mótar hann nokkuð skýra stefnu í þessum málum, að sögn Baldurs. Svo fær hann tækifæri til að spreyta sig.Þegar Samfylkingin fór fyrst í ríkisstjórn var það draumur hægri krata þar innanbúðar.„Fyrst í ríkisstjórnarsamstarfi með Sjálfstæðisflokknum 2007. Þetta var draumastjórn margra hægri krata innan Samfylkingarinnar. Í þessu stjórnarsamstarfi náði Samfylkingum engum af þessum málum fram, náði hvorki að tryggja í stjórnarsáttmála að farið væri í breytingar í þessum málaflokkum í þessum málaflokkum né náði hún því á kjörtímabilinu.“ Þó svo að þessi ríkisstjórn færi nú frá völdum fyrr en menn gerðu ráð fyrir, vegna hrunsins, stefndi ekkert í það að flokkurinn næði þessum málum fram. Að minnsta kosti var það ekki í kortunum.Votur draumur vinstri manna í Samfylkingunni „Samfylkingin fékk síðan annað gullið tækifæri þegar hún myndaði stjórn með Vinstri hreyfingunni grænu framboði. Og það var draumastjórn vinstri sinnaðs Samfylkingarfólks. Vinstri menn loksins sameinaðir. Loksins vinstri meirihluti á Alþingi, eins og margir sáu það,“ segir Baldur. Þetta er 2009.Þegar Jóhanna leiddi fyrstu vinstri stjórnina kættust vinstri menn innan Samfylkingar mjög.„Ef við förum yfir verk þeirrar ríkisstjórnar þá aftur náði Samfylkingin ekki að breyta sjávarútvegsstefnunni, landbúnaðarstefnunni, koma Íslandi inn í Evrópusambandi né heldur náði hún að breyta stjórnarskránni sem þá var orðið eitt af grundvallarmálum flokksins. Og var eitt af mikilvægustu málum forsætisráðherra flokksins á þeim tíma, Jóhönnu Sigurðardóttur.“Kemur engu í gegn þrátt fyrir sex ára stjórnarsetuAuðvitað leita menn skýringa, mikið verk var að vinna sem fólst í endurreisn samfélagsins eftir hrunið. Og margir gagnrýndu flokkinn fyrir að hafa ekki náð að slá skjaldborg um heimilin eins og hún lofaði og að ná ekki að verja velferðarkerfið nægjanlega í hruninu. Um þetta er að sjálfsögðu deilt, segir Baldur. „En eftir stendur að þrátt fyrir að stjórnarsetan í fyrstu ríkisstjórninni væri skammvinn, ekki nema tæplega tvö ár og það þurfti að vinna í hrunmálum með VG, þá sat Samfylkingin samfleytt í ríkisstjórn í 6 ár. Og náði ekki að uppfylla þessi helstu mál sín. Það er kannski þá ekki nema von að kjósendur veiti henni ekki umboð til þess á ný. Sérstaklega í ljósi þess að þegar komnir eru fram nýr flokkar beggja megin við hana. Róttækur frjálslyndur umbótaflokkur eins og Píratar, Björt framtíð sem hefur mjög áþekka jafnaðarmannastefnu og Samfylkingin, með frjálslynd sjónarmið og svo frjálslyndur umbótaflokkur sem er Viðreisn. Þannig að það er skiljanlegt að þeir kjósendur sem vilja frjálslyndar umbætur á samfélaginu velji einhverja aðra flokka en Samfylkinguna, sem fékk sex ár til að hrinda hlutunum í framkvæmt en náði því ekki,“ segir Baldur.Getuleysi Samfylkingarinnar blasir viðÞannig er þetta saga getuleysis. Baldur segir að Samfylkingin hafi glímt við þann vanda að vera í samstarfi við flokka sem með engu móti vildi gera breytingar í umræddum málaflokkum. „Þeirra stefna ræður för, óbreytt ástand eða mjög takmarkaðar breytingar. Hún nær ekki að knýja þetta fram.“Baldur rekur söguna skilmerkilega og hans niðurstaða er sú að Samfylkingin hafi ekki komið neinum af sínum áherslum fram. Getuleysi er þannig ein helsta skýringin á hruni flokksins.Sé dæmi af handahófi tekið þá má til að mynda nefna að Framsóknarflokkurinn fékk það í gegn að ríkisstjórnin sem nú er að fara frá stóð að hinni svokölluðu „Leiðréttingu“ þrátt fyrir að hún hljóti að ganga í berhögg við allt sem Sjálfstæðisflokkurinn segist vera um. „Sigmundur Davíð Gunnlaugsson tók sér tíma til að mynda stjórn með Bjarna Benediktssyni til að ná þessu stefnumáli fram. Tók sér nokkrar vikur í að tryggja það að þetta mál Framsóknarflokksins yrði ofan á. Af einhverjum orsökum nær Samfylkingin ekki að gera neitt í líkingu við það. Þetta er stór ástæða fyrir því hversu illa er komið fyrir flokknum. Getuleysi? Jájá.“Samfylkingin eftirlætur öðrum flokkum frjálslyndiðBaldur bendir á að vissulega séu fleiri þættir sem skipti máli í þessu, en þetta sé einn af stóru þáttunum. Og svo er það þetta sem snýr að þeim lið sem Hannes Hólmsteinn nefnir í sinni greiningu. Frjálslyndinu er úthýst. Samfylkingin er frjálslyndur jafnaðarmannaflokkur, án frjálslyndisins. Baldur tekur undir þetta en hvað gerðist? „Samfylkingin færist til vinstri um það leyti sem hún gengur til liðs við Vinstri græna. Það var bæði vegna þess að menn töldu að það væri rétta stefnan til að glíma við afleiðingar hrunsins en það var líka gert til að koma til móts við Vinstri græna. Svar Samfylkingarinnar þegar hún var komin í stjórnarandstöðu 2013 er að fara enn lengra til vinstri, einkum undir forystu núverandi formanns,“ segir Baldur og bendir á athyglisvert atriði sem er að í stað þess að leita jafnvægis eftir misheppnað samstarf við Vinstri græna og áherslur á mál sem kennd eru við vinstri, þá reyni Samfylkingin að mjaka sér enn lengra í þá átt.Oddný reyndi að bera sig vel í kosningabaráttunni, bendi á að aðrir flokkar svo sem Píratar, Viðreisn og Björt framtíð hafi afritað eitt og annað úr stefnuskrá Samfylkingar, en allt kom fyrir ekki.visir/anton brink„Á sama tíma kemur fram nýr flokkur á sjónarsviðið, frjálslyndur umbótaflokkur, Viðreisn, sem höfðar mjög sterkt til fylgismanna gamla Alþýðuflokksins. Og Björt framtíð leggur í rauninni ekki bara áherslu á jafnaðarstefnuna heldur einnig frjálslyndi og meiri sveigjanleika. Og svo ef við skoðum Pírata yfirbjóða þeir Samfylkinguna þegar kemur að umbótum í samfélaginu. Þeir höfða til þeirra Samfylkingarmanna sem vilja róttækar kerfisbreytingar og róttækar breytingar á stjórnarskránni. Það er keppt við Samfylkinguna á öllu hinu pólitíska litrófi hennar,“ segir Baldur.Örlög Samfylkingarinnar einstök í alþjóðlegu samhengiStjórnmálafræðingurinn segir vert að skoða þetta í alþjóðlegu samhengi. Jafnaðarmannaflokkar í Vestur-Evrópu hafa verið að missa fylgi en ekkert í líkingu við þetta. „Og þeir eru enn eitt megin aflið í ríkjum Vestur Evrópu. En ef við skoðum frjálslynda flokka í Evrópu, flokka sem eru hægra megin miðju í Vestur-Evrópu, þá hafa þeir aðeins verið styrkja stöðu sína á síðustu árum í þingkosningum. Það er kannski í samræmi við það sem við erum að sjá hjá Viðreisn og jafnvel hjá frjálslyndu fólki sem kýs að halla sér að Pírötum. Það er þrengt mjög að Samfylkingunni og hún þrengir að sjálfri sér með því að stefna svona til vinstri, að keppa um fylgi við VG og Pírata, en það er erfitt vegna þess að þessir tveir flokkar geta alltaf yfirboðið hana. Samfylkingunni gekk best þegar hún kynnti sig til sögunnar sem frjálslynt umbótaafl, sem frjálslynda jafnaðarmenn,“ segir Baldur Þórhallsson.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Krísufundur hjá stjórn Samfylkingarinnar Flokkurinn hlaut sína verstu kosningu frá því að flokkurinn var stofnaður árið 2000 og fékk 5,7 prósent atkvæða. 30. október 2016 15:00 Fyrstu tölur settu Twitter á hliðina: „Samfylkingin not found“ Fyrstu tölur í Alþingiskosningunum árið 2016 eru komnar í hús og eins og gefur að skilja vöktu þær gríðarleg viðbrögð. 29. október 2016 23:15 Oddný segir af sér sem formaður Samfylkingar Tilkynnti um afsögn sína á Bessastöðum í dag. 31. október 2016 16:31 Oddný flutti þakkarræðu: Falleg hugsjón Samfylkingarinnar ekki horfin Formaður Samfylkingarinnar sagði að þrátt fyrir að illa hafi farið eigi flokksmenn að vera stoltir af stefnu sinni. 30. október 2016 00:01 Sighvatur um Samfylkinguna: „Engum að kenna nema flokknum sjálfum“ Einn stofnenda Samfylkingarinnar segir röð mistaka hafa orðið flokknum að falli og hann hafi misst trúverðugleika sinn. 30. október 2016 19:11 Mest lesið Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Innlent Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Innlent Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Innlent Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Innlent Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Innlent Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Innlent Vill að stjórn FH fari frá Innlent Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Innlent Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Erlent Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Innlent Fleiri fréttir Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Fönguðu augnablikin þegar tunglið skyggði á Mars Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Settur ráðherra skipar skrifstofustjóra Börnin búin að velja ný nöfn á skólana á Kársnesi „Nokkuð þægilegt samtal um hver fái hvað“ Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Óróahviður í Mýrafjöllum sagðar líkjast aðdraganda Reykjaneselda Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Síðasti fundur starfsstjórnar og rýnt í ráðherrakapalinn Fólk fari varlega í kringum nýfædd börn í jólaboðunum Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Borgin fær 150 milljónir frá ESB til að hreinsa Tjörnina og Vatnsmýri Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Vill að stjórn FH fari frá Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Setur út á aðbúnað og umgjörð starfseminnar á neyðarvistun Stuðla Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Handtekinn vegna gruns um líkamsárás Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Valkyrjur ná saman, yfirfullar flugvélar og mistök ársins Þjóðin fær nýja ríkisstjórn í jólagjöf Umfangsmikið útkall í Suðurhrauni vegna mikils reyks Flýta flugeldasýningu og breyta hlaupaleiðum á Menningarnótt Sjá meira
Krísufundur hjá stjórn Samfylkingarinnar Flokkurinn hlaut sína verstu kosningu frá því að flokkurinn var stofnaður árið 2000 og fékk 5,7 prósent atkvæða. 30. október 2016 15:00
Fyrstu tölur settu Twitter á hliðina: „Samfylkingin not found“ Fyrstu tölur í Alþingiskosningunum árið 2016 eru komnar í hús og eins og gefur að skilja vöktu þær gríðarleg viðbrögð. 29. október 2016 23:15
Oddný segir af sér sem formaður Samfylkingar Tilkynnti um afsögn sína á Bessastöðum í dag. 31. október 2016 16:31
Oddný flutti þakkarræðu: Falleg hugsjón Samfylkingarinnar ekki horfin Formaður Samfylkingarinnar sagði að þrátt fyrir að illa hafi farið eigi flokksmenn að vera stoltir af stefnu sinni. 30. október 2016 00:01
Sighvatur um Samfylkinguna: „Engum að kenna nema flokknum sjálfum“ Einn stofnenda Samfylkingarinnar segir röð mistaka hafa orðið flokknum að falli og hann hafi misst trúverðugleika sinn. 30. október 2016 19:11