Handbolti

Barátta um seinni markvarðarstöðuna

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Sveinbjörn sýnir hér lipur tilþrif með fótboltann á æfingu landsliðsins í gær.
Sveinbjörn sýnir hér lipur tilþrif með fótboltann á æfingu landsliðsins í gær. vísir/hanna
Það eru afar litlar líkur á því að Aron Rafn Eðvarðsson geti spilað með íslenska landsliðinu í komandi landsleikjum í undankeppni EM.

Geir Sveinsson landsliðsþjálfari sagði á blaðamannafundi HSÍ í dag að hann væri mjög svartsýnn á að Aron Rafn gæti spilað.

Sveinbjörn Pétursson var kallaður inn í hópinn í gær í stað Arons.

Björgvin Páll Gústavsson er óumdeilanlega markvörður númer eitt hjá landsliðinu og baráttan um hitt sætið stendur því á milli Sveinbjörns og hins unga Grétars Ara Guðjónssonar.

Geir sagði á fundinum í dag að hann væri ekki búinn að gera upp hug sinn um hvor þeirra yrði varamaður fyrir Björgvin Pál.

Það verður því barátta hjá Sveinbirni og Grétari á síðustu æfingum liðsins fyrir leikinn gegn Tékkum á miðvikudag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×