Innlent

Tillaga Pírata um minnihlutastjórn á borðinu ef illa gengur að mynda meirihluta

Birgir Olgeirsson skrifar
Stjórnmálafræðiprófessor segir að það verði forvitnilegt að sjá viðbrögð Benedikts formanns Viðreisnar við tillögu Pírata um minnihlutastjórn.
Stjórnmálafræðiprófessor segir að það verði forvitnilegt að sjá viðbrögð Benedikts formanns Viðreisnar við tillögu Pírata um minnihlutastjórn. Vísir/GVA
Tillaga Pírata um að vilja styðja minnihlutastjórn Vinstri grænna, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar sýnir að Píratar eru tilbúnir að leita nýrra leiða í stjórnmálum, en frekar fjarstæðukennd hugmynd eins og staðan er í dag, að mati stjórnmálafræðiprófessora.

Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðiprófessor segir Pírata tilbúna að leita nýrra leiða í stjórnmálum. Útspil þeirra um að verja minnihlutastjórn sé óvænt, líkt og tillagan um stjórnarmyndunarviðræður fyrir kosningar.

Stjórnmálafræðisprófessorarnir Baldur Þórhallsson og Grétar Þór Eyþórsson.Vísir
Sjá einnig: Píratar tilbúnir til að styðja minnihlutastjórn VG, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar

„Það verður fróðlegt að sjá hver viðbrögð forystumanna Viðreisnar verða við þessu. Ég geri ráð fyrir þetta sé útspil til að nálgast þá vegna þess að þar á bæ hafa menn haft efasemdir um að fimm flokka stjórn væri álitlegur kostur. Þetta sýnir eins og oft áður að Píratar eru að leita nýrra leiða og ganga með opnum huga að málunum. Þeir eru ekki ein einstrengingslegir og margir vilja vera að láta.“

Grétar Þór Eyþórsson stjórnmálafræðiprófessor segir þessa tillögu Pírata ekki vera byltingarkennda, áður hafi verið talað um minnihlutastjórn en ekki sé hefð fyrir þeim á Íslandi.

Sjá einnig: Viðreisn útilokar ekki minnihlutastjórn með Bjartri framtíð og VG

„Menn munu reyna til þrauta með að mynda einhverskonar meirihlutastjórn en takist það ekki er allt eins víst að menn fari að skoða minnihlutamöguleika og þá kæmi þessi möguleiki kannski á borðið.“

Grétar segir að það stefni í að formaður stærsta flokksins, Bjarni Benediktsson hjá Sjálfstæðisflokknum, reyni að finna einhverskonar stjórnarmynstur.

„En þetta væri þá uppi á borðinu seinna ef illa gengur.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×