Áberandi meira um útstrikanir í Norðausturkjördæmi en vanalega Atli Ísleifsson skrifar 31. október 2016 10:31 Nafn Ólafs Thors var ritað á einum kjörseðli sem greiddur var utan kjörfundar. Vísir/Valli „Það var áberandi meira um útstrikanir að þessu sinni. Fljótt á litið virðist það þó ekki hafa áhrif á röðun lista,“ segir Gestur Jónsson, formaður yfirkjörstjórnar í Norðausturkjördæmi. Gestur segir að einn maður hafi verið áberandi meira strikaður út en aðrir, en eitthvað hafi verið um útstrikanir hjá öllum flokkum. Yfirkjörstjórnir vinna nú að því að taka saman gögn um útstrikanir sem verða svo sendar til landskjörstjórnar. Samkvæmt upplýsingum frá Alþingi er búist við að skýrsla verði birt á mánudaginn eftir viku. Karl Gauti Hjaltason, formaður yfirkjörstjórnar í Suðurkjördæmi, segir að mun minna hafi verið um útstrikanir í kjördæminu en oft áður. Hlutfallið hafi verið hæst hjá Sjálfstæðisflokknum, þar sem frambjóðendur höfðu verið strikaðir út eða röð breytt í 3,3 prósent tilvika. Þetta hafi þó einungis verið um 286 kjörseðla að ræða. Sveinn Sveinsson, formaður yfirkjörstjórnar í Reykjavík suður, segir að lítið hafi verið haft við kjörseðla í kjördæminu, minna vanalega. Sérstaka athygli vakti þó að á einum kjörseðlinum, sem greiddur var utan kjörfundar, hafi nafn Ólafs Thors verið ritað. Kristján G. Jóhannsson, formaður yfirkjörstjórnar í Norðvesturkjördæmi, segir að enn sé verið að taka saman gögn sem verði svo send landskjörstjórn. Ekki náðist í formenn yfirkjörstjórna í Suðvesturkjördæmi og Reykjavíkurkjördæmi norður. Fjögur nýleg dæmi eru um það að frambjóðendur hafi verið færðir neðar á lista vegna útstrikana kjósenda. Þetta gerðist síðast árið 2009 þegar Guðlaugur Þór Þórðarson færðist neðar á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík suður. Sama ár færðist Árni Johnsen neðar á lista flokksins í Suðurkjördæmi.Uppfært 15:05: Samkvæmt heimildum fréttastofu voru langflestar útskrikanir í Norðausturkjördæmi á lista Framsóknarflokksins. Kosningar 2016 X16 Norðaustur Tengdar fréttir Kjósendur hafa fimm sinnum breytt listum Mikla samstöðu þarf á meðal kjósenda til þess að þeir geti breytt röð frambjóðenda á lista. Leita þarf allt til ársins 1946 til þess að finna dæmi um að þingmaður hafi dottið út af Alþingi vegna vilja kjósenda. 29. október 2016 07:00 Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Ísraelsher viðurkennir mistök eftir birtingu myndefnis Erlent Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Erlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Innlent Fleiri fréttir Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Sjá meira
„Það var áberandi meira um útstrikanir að þessu sinni. Fljótt á litið virðist það þó ekki hafa áhrif á röðun lista,“ segir Gestur Jónsson, formaður yfirkjörstjórnar í Norðausturkjördæmi. Gestur segir að einn maður hafi verið áberandi meira strikaður út en aðrir, en eitthvað hafi verið um útstrikanir hjá öllum flokkum. Yfirkjörstjórnir vinna nú að því að taka saman gögn um útstrikanir sem verða svo sendar til landskjörstjórnar. Samkvæmt upplýsingum frá Alþingi er búist við að skýrsla verði birt á mánudaginn eftir viku. Karl Gauti Hjaltason, formaður yfirkjörstjórnar í Suðurkjördæmi, segir að mun minna hafi verið um útstrikanir í kjördæminu en oft áður. Hlutfallið hafi verið hæst hjá Sjálfstæðisflokknum, þar sem frambjóðendur höfðu verið strikaðir út eða röð breytt í 3,3 prósent tilvika. Þetta hafi þó einungis verið um 286 kjörseðla að ræða. Sveinn Sveinsson, formaður yfirkjörstjórnar í Reykjavík suður, segir að lítið hafi verið haft við kjörseðla í kjördæminu, minna vanalega. Sérstaka athygli vakti þó að á einum kjörseðlinum, sem greiddur var utan kjörfundar, hafi nafn Ólafs Thors verið ritað. Kristján G. Jóhannsson, formaður yfirkjörstjórnar í Norðvesturkjördæmi, segir að enn sé verið að taka saman gögn sem verði svo send landskjörstjórn. Ekki náðist í formenn yfirkjörstjórna í Suðvesturkjördæmi og Reykjavíkurkjördæmi norður. Fjögur nýleg dæmi eru um það að frambjóðendur hafi verið færðir neðar á lista vegna útstrikana kjósenda. Þetta gerðist síðast árið 2009 þegar Guðlaugur Þór Þórðarson færðist neðar á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík suður. Sama ár færðist Árni Johnsen neðar á lista flokksins í Suðurkjördæmi.Uppfært 15:05: Samkvæmt heimildum fréttastofu voru langflestar útskrikanir í Norðausturkjördæmi á lista Framsóknarflokksins.
Kosningar 2016 X16 Norðaustur Tengdar fréttir Kjósendur hafa fimm sinnum breytt listum Mikla samstöðu þarf á meðal kjósenda til þess að þeir geti breytt röð frambjóðenda á lista. Leita þarf allt til ársins 1946 til þess að finna dæmi um að þingmaður hafi dottið út af Alþingi vegna vilja kjósenda. 29. október 2016 07:00 Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Ísraelsher viðurkennir mistök eftir birtingu myndefnis Erlent Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Erlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Innlent Fleiri fréttir Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Sjá meira
Kjósendur hafa fimm sinnum breytt listum Mikla samstöðu þarf á meðal kjósenda til þess að þeir geti breytt röð frambjóðenda á lista. Leita þarf allt til ársins 1946 til þess að finna dæmi um að þingmaður hafi dottið út af Alþingi vegna vilja kjósenda. 29. október 2016 07:00