Ræddu saman í síma í gær Snærós Sindradóttir og Sveinn Arnarsson skrifa 31. október 2016 07:00 Bjarni Benediktsson og Óttarr Proppé takast í hendur. vísir/anton brink Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hefur haft samband við Óttarr Proppé, formann Bjartrar framtíðar um mögulega myndum nýrrar ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. Þetta herma heimildir Fréttablaðsins. Ríkisstjórn þessara þriggja flokka hefði mjög nauman meirihluta, 32 þingmenn. Sjálfstæðisflokkur og Viðreisn unnu mikinn sigur í kosningum helgarinnar. Sjálfstæðisflokkur bætti við sig tveimur þingmönnum og Viðreisn kemur ný inn á þing með rúmlega 10 prósent fylgi og sjö kjörna þingmenn. Vinstri græn eru næststærsti flokkur landsins með 10 þingmenn. Þeir fjórir flokkar sem lýst höfðu yfir vilja til myndunar ríkisstjórnar að loknum kosningum náðu ekki meirihluta og fengu samtals 27 þingmenn. Samfylkingin galt afhroð, fékk þrjá þingmenn kjörna en jafnaðarmenn hafa aldrei mælst lægri á Íslandi. Framsóknarflokkurinn náði líka sögulegu lágmarki með átta þingmenn kjörna og 11,5 prósent. Björt Ólafsdóttir, þingkona Bjartrar framtíðar, segir ekki um marga kosti að ræða í stöðunni. „Við höfum áður sagt að við útilokum ekkert þó mikið þurfi að ganga á til að við göngum til samstarfs með Framsóknarflokki,“ segir Björt. „Það er lítið sem ber í milli okkar og Viðreisnar og það hefur verið að koma betur og betur í ljós í kosningabaráttunni. Afdráttarlausar yfirlýsingar annarra formanna hafa einnig fækkað mögulegum ríkisstjórnarmyndunum þannig að það er ekki um marga aðra kosti að ræða.“ Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, vildi hvorki játa því né neita því hvort hann hafi átt samtal við Bjarna Benediktsson í gær. „Ég er á þeirri skoðun að stjórnarmyndunarviðræður eigi ekki að eiga sér stað á síðum blaðanna. Við verðum að vanda til verka,“ segir Benedikt. Þrjátíu konur munu taka sæti á Alþingi þegar það kemur aftur saman. Hlutfall kvenna hefur aldrei verið hærra eftir þingkosningar. Formenn allra þeirra flokka sem náðu kjöri til alþingis um helgina munu mæta til fundar við forseta íslands í dag. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, mætir fyrstur klukkan tíu og svo ganga þeir koll af kolli á fund forseta, í stærðarröð flokkanna. Bjarni Benediktsson og Benedikt Jóhannesson hafa báðist lýst yfir vilja til að fara með stjórnarmyndunarumboðið. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Innlent Fleiri fréttir Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sjá meira
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hefur haft samband við Óttarr Proppé, formann Bjartrar framtíðar um mögulega myndum nýrrar ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. Þetta herma heimildir Fréttablaðsins. Ríkisstjórn þessara þriggja flokka hefði mjög nauman meirihluta, 32 þingmenn. Sjálfstæðisflokkur og Viðreisn unnu mikinn sigur í kosningum helgarinnar. Sjálfstæðisflokkur bætti við sig tveimur þingmönnum og Viðreisn kemur ný inn á þing með rúmlega 10 prósent fylgi og sjö kjörna þingmenn. Vinstri græn eru næststærsti flokkur landsins með 10 þingmenn. Þeir fjórir flokkar sem lýst höfðu yfir vilja til myndunar ríkisstjórnar að loknum kosningum náðu ekki meirihluta og fengu samtals 27 þingmenn. Samfylkingin galt afhroð, fékk þrjá þingmenn kjörna en jafnaðarmenn hafa aldrei mælst lægri á Íslandi. Framsóknarflokkurinn náði líka sögulegu lágmarki með átta þingmenn kjörna og 11,5 prósent. Björt Ólafsdóttir, þingkona Bjartrar framtíðar, segir ekki um marga kosti að ræða í stöðunni. „Við höfum áður sagt að við útilokum ekkert þó mikið þurfi að ganga á til að við göngum til samstarfs með Framsóknarflokki,“ segir Björt. „Það er lítið sem ber í milli okkar og Viðreisnar og það hefur verið að koma betur og betur í ljós í kosningabaráttunni. Afdráttarlausar yfirlýsingar annarra formanna hafa einnig fækkað mögulegum ríkisstjórnarmyndunum þannig að það er ekki um marga aðra kosti að ræða.“ Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, vildi hvorki játa því né neita því hvort hann hafi átt samtal við Bjarna Benediktsson í gær. „Ég er á þeirri skoðun að stjórnarmyndunarviðræður eigi ekki að eiga sér stað á síðum blaðanna. Við verðum að vanda til verka,“ segir Benedikt. Þrjátíu konur munu taka sæti á Alþingi þegar það kemur aftur saman. Hlutfall kvenna hefur aldrei verið hærra eftir þingkosningar. Formenn allra þeirra flokka sem náðu kjöri til alþingis um helgina munu mæta til fundar við forseta íslands í dag. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, mætir fyrstur klukkan tíu og svo ganga þeir koll af kolli á fund forseta, í stærðarröð flokkanna. Bjarni Benediktsson og Benedikt Jóhannesson hafa báðist lýst yfir vilja til að fara með stjórnarmyndunarumboðið. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Innlent Fleiri fréttir Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sjá meira