Hvorki kollsteypur né óbreytt ástand Svavar Hávarðsson skrifar 31. október 2016 07:00 Frá talningu í Ráðhúsi Reykjavíkur í fyrrinótt. Vísir/Jóhann K. Helst er að merkja að skilaboð kjósenda í alþingiskosningunum á laugardaginn hafi verið að standa skuli vörð um efnahagslegan stöðugleika, ákall um samstarf á hinu pólitíska sviði og hógværar kerfisbreytingar. Óbreytt ástand er ekki í boði frekar en kollsteypur. Þetta er rauði þráðurinn þegar stjórnmálaskýrendur eru spurðir um hver skilaboðin voru frá kjósendum á laugardaginn þegar litið er yfir sviðið í heild.Grétar Þór Eysteinsson, stjórnmálafræðiprófessorGrétar Þór Eysteinsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Akureyri, segir að vel megi túlka gott gengi Sjálfstæðisflokksins sem vilja kjósenda um stöðugleika – eða varkára efnahagsstjórn sem var kjarninn í skilaboðum flokksins í kosningabaráttunni. Sé horft til fylgis Pírata, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar þá megi túlka það sem ákall um breytingar. „Kannski eru þetta megin línurnar,“ segir Grétar. Þetta er ekki eindregin hægri eða vinstri sveifla. „Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri grænir bæta við sig fylgi, en miðjan sem heild er líka að koma vel út. Þá má spyrja hvort ekki sé mögulegt að færa kjósendum hvoru tveggja. Í þessu felst kannski beiðni um að ljúka uppgjörinu við hrunið – bæði með ákveðnum hógværum breytingum á kerfinu en líka að halda þessum ávinningi sem við höfum vissulega náð – að klúðra honum ekki.“Baldur ÞórhallssonBaldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir skýrar línur vandséðar. Fjórðungur kjósenda hafi valið Pírata og Viðreisn – frjálslynda umbótaflokka. Þeir vilji breytingar í sjávarútvegsmálum, landbúnaðarmálum og á stjórnarskrá – en mismiklar þó. Það sé athyglisvert í samhengi við það að gamli fjórflokkurinn fái aðeins rétt rúmlega 60% fylgi sem er lang lægsta hlutfall atkvæða sem þeir hafa fengið í kosningum og í staðinn leiti fylgið til frjálslyndra umbótaflokka. Viðreisn – miðjuflokkur sem hallar sér til hægri – er í lykilstöðu, segir Baldur. Viðreisn hafi þó hafnað Píratabandalaginu og tali fyrir stjórnarmyndun með Sjálfstæðisflokknum og þriðja flokki öðrum en Framsóknarflokknum. „Björt framtíð kemur þá fyrst upp í hugann, en sú stjórn hefði aðeins 32 þingmenn sem er ekki sterk staða,“ segir Baldur. Viðreisn líti vissulega til Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna en slík stjórnarmyndun sé vart inni í myndinni fyrr en eftir nokkurra vikna stjórnarkreppu. Ástæðan er að grasrótin og flokksstofnanir Vinstri grænna standa í veginum en þá beri að hafa í huga „að í stjórnarkreppu leyfist mönnum meira,“ segir Baldur.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Mæðgur látnar eftir árásina í München Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Innlent Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Innlent Fleiri fréttir Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Hefur áhyggjur af börnum í strætó Börnin líði fyrir „á meðan stjórnvöld fljóta sofandi að feigðarósi“ Bændasamtökin fordæma illa meðferð á hrossum Bregst við gagnrýni Brakkasamtakanna á gjaldtöku Sjá meira
Helst er að merkja að skilaboð kjósenda í alþingiskosningunum á laugardaginn hafi verið að standa skuli vörð um efnahagslegan stöðugleika, ákall um samstarf á hinu pólitíska sviði og hógværar kerfisbreytingar. Óbreytt ástand er ekki í boði frekar en kollsteypur. Þetta er rauði þráðurinn þegar stjórnmálaskýrendur eru spurðir um hver skilaboðin voru frá kjósendum á laugardaginn þegar litið er yfir sviðið í heild.Grétar Þór Eysteinsson, stjórnmálafræðiprófessorGrétar Þór Eysteinsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Akureyri, segir að vel megi túlka gott gengi Sjálfstæðisflokksins sem vilja kjósenda um stöðugleika – eða varkára efnahagsstjórn sem var kjarninn í skilaboðum flokksins í kosningabaráttunni. Sé horft til fylgis Pírata, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar þá megi túlka það sem ákall um breytingar. „Kannski eru þetta megin línurnar,“ segir Grétar. Þetta er ekki eindregin hægri eða vinstri sveifla. „Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri grænir bæta við sig fylgi, en miðjan sem heild er líka að koma vel út. Þá má spyrja hvort ekki sé mögulegt að færa kjósendum hvoru tveggja. Í þessu felst kannski beiðni um að ljúka uppgjörinu við hrunið – bæði með ákveðnum hógværum breytingum á kerfinu en líka að halda þessum ávinningi sem við höfum vissulega náð – að klúðra honum ekki.“Baldur ÞórhallssonBaldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir skýrar línur vandséðar. Fjórðungur kjósenda hafi valið Pírata og Viðreisn – frjálslynda umbótaflokka. Þeir vilji breytingar í sjávarútvegsmálum, landbúnaðarmálum og á stjórnarskrá – en mismiklar þó. Það sé athyglisvert í samhengi við það að gamli fjórflokkurinn fái aðeins rétt rúmlega 60% fylgi sem er lang lægsta hlutfall atkvæða sem þeir hafa fengið í kosningum og í staðinn leiti fylgið til frjálslyndra umbótaflokka. Viðreisn – miðjuflokkur sem hallar sér til hægri – er í lykilstöðu, segir Baldur. Viðreisn hafi þó hafnað Píratabandalaginu og tali fyrir stjórnarmyndun með Sjálfstæðisflokknum og þriðja flokki öðrum en Framsóknarflokknum. „Björt framtíð kemur þá fyrst upp í hugann, en sú stjórn hefði aðeins 32 þingmenn sem er ekki sterk staða,“ segir Baldur. Viðreisn líti vissulega til Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna en slík stjórnarmyndun sé vart inni í myndinni fyrr en eftir nokkurra vikna stjórnarkreppu. Ástæðan er að grasrótin og flokksstofnanir Vinstri grænna standa í veginum en þá beri að hafa í huga „að í stjórnarkreppu leyfist mönnum meira,“ segir Baldur.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Mæðgur látnar eftir árásina í München Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Innlent Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Innlent Fleiri fréttir Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Hefur áhyggjur af börnum í strætó Börnin líði fyrir „á meðan stjórnvöld fljóta sofandi að feigðarósi“ Bændasamtökin fordæma illa meðferð á hrossum Bregst við gagnrýni Brakkasamtakanna á gjaldtöku Sjá meira