„Ég fíla pressuna í botn og vonandi næ ég bara að standast þessar væntingar“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 31. október 2016 06:00 Arnar Freyr Arnarsson er vonandi leikmaðurinn sem Ísland hefur verið að leita að – alhliða línumaður sem getur bæði spilað vörn og sókn. Vísir/Hanna Geir Sveinsson, landsliðsþjálfari í handbolta, hristi ærlega upp í hlutunum þegar hann valdi hópinn fyrir leikina gegn Tékklandi og Úkraínu í undankeppni EM 2018 sem fram fara í þessari viku. Lykilmenn á borð við Snorra Stein og Alexander Petersson eru hættir og þá valdi Geir ekki stórlaxa á borð við Róbert Gunnarsson og Vigni Svavarsson. Geir finnst of margir línumenn hafa verið í hópnum undanfarin misseri en tvær skiptingar milli varnar og sóknar hafa verið vandamál liðsins í langan tíma, sérstaklega í nútíma handbolta þar sem svona skiptingar eru að deyja út.Sjá einnig:Strákarnir æfðu í Höllinni | Myndir Svar Geirs við þessu var að kalla inn Arnar Frey Arnarsson, tvítugan Framara sem er á sínu fyrsta tímabili sem atvinnumaður hjá Svíþjóðarmeisturum Kristianstad. Þar hefur þessi tröllvaxni og ljóshærði línumaður fengið að spila bæði vörn og sókn og er að taka miklum framförum. Í síðustu leikjum hefur hann verið að skora 4-6 mörk í leik og þá var honum kastað beint í djúpu laugina í Meistaradeildinni þar sem hann spilar við þá bestu í hverri viku.Arnar Freyr er á sínu fyrsta ári sem atvinnumaður með Kristianstad í Svíþjóð.vísir/hannaBjóst ekki við að vera valinn „Ég er mjög glaður að vera kominn í landsliðið,“ segir Arnar Freyr en Fréttablaðið tók hann tali eftir æfingu liðsins í Laugardalshöll í gær þar sem ríflega helmingur hópsins var kominn saman fyrir leikinn gegn Tékklandi á miðvikudagskvöldið. Hann segir landsliðskallið hafa komið sér á óvart. „Ég verð að segja það. Ég bjóst ekki við að vera valinn því við eigum svo frábæra línumenn. Geir vill samt greinilega hafa mig þannig að ég ætla að reyna að sýna hvað ég get og halda mér í hópnum,“ segir Arnar. Geir vill samt augljóslega miklu meira en bara hafa Arnar í hópnum. Reynsluboltar voru settir á ís en hann tekinn inn – leikmaður sem getur bæði spilað sókn og vörn. Í raun er smá pressa á Arnari að standa sig og sá stóri er hvergi banginn. „Það er bara fínt. Ég fíla það. Ég vil eins mikla pressu og hægt er. Þannig er þetta hjá mér í Svíþjóð. Það eru 5.000 manns á hverjum leik þannig að það er eins gott að standa sig. Ég fíla pressuna í botn og vonandi næ ég bara að standast þessar væntingar.“ Þrátt fyrir að vera ekki smeykur er Arnar fullmeðvitaður um að það verður ekkert grín að koma sér inn í spilamennsku íslenska liðsins á jafnskömmum tíma og það fær til æfinga. „Það er mikil vinna framundan og lítill tími til að vinna með þannig að við sjáum til. Ég á að spila þrist í vörn og þar er maður mikið að hugsa og leiðbeina þannig að þetta verður erfitt. En til þess er maður í þessu. Ég vill hafa þetta erfitt og krefjandi. Þannig bætir maður sig,“ segir Arnar Freyr.Arnar Freyr spilar bæði vörn og sókn hefur verið duglegur að skora í síðustu leikjum með sænsku meisturunum.mynd/kristianstadVeit hvað þarf að bæta Stökkið hjá Arnari var og er stórt. Hann fór úr Olís-deildinni hér heima í meistaralið í Svíþjóð sem spilar í Meistaradeildinni. Óhætt er að fullyrða að fáir leikmenn hafi fengi aðra eins eldskírn í Meistaradeildinni en Arnar Freyr er búinn að mæta Vardar Skopje, Evrópumeisturum Kielce, PPD Zagreb og Rhein Neckar Löwen. „Það er stór plús fyrir mig að spila í Meistaradeildinni og það hjálpar mér mikið að bæta mig. Ég er búinn að standa mig vel í Svíþjóð og allt í lagi í Meistaradeildinni,“ segir Arnar sem er búinn að skora tíu mörk í þessum fjórum leikjum en fjögur af þeim komu í eins marks tapi gegn Þýskalandsmeisturum Löwen. Leikirnir gegn þeim bestu hafa sýnt Arnari hvað hann þarf að bæta. „Þetta hefur gengið ágætlega en ef ég á að gagnrýna mig fyrir eitthvað á ég enn eitthvað í land líkamlega. Ég er nú samt bara tvítugur þannig að það verður ekkert mál. Ég mætti líka alveg vera sneggri á fótunum en þetta kemur. Ég er nú þegar búinn að bæta mig helling. Ég þarf að styrkja mig en passa samt að verða ekki of þungur því ég vil spila bæði vörn og sókn og verð því að halda snerpunni,“ segir Arnar Freyr.Geir Sveinsson er að veðja á Arnar Freyr en Geir veit sitthvað um línumannsstöðuna og varnarleik.vísir/hannaHeppinn að fá tækifærið Þegar Arnar Freyr spilaði hér heima var hann mest notaður sem varnarmaður en hann skoraði tvö mörk að meðaltali í leik á síðustu leiktíð með Fram. Úti spilar hann bæði vörn og sókn, hálftíma í leik en mínútunum er skipt á milli tveggja línumanna eins og hjá flestum stórliðum Evrópu. „Mér finnst að þjálfarar á Íslandi ættu að leyfa línumönnum sem geta spilað vörn og sókn að gera það. Við verðum að búa til fleiri svona leikmenn því svona er alþjóðlegi boltinn í dag,“ segir Arnar Freyr. Menn verða að geta spilað beggja megin vallarins. Það er ekkert lengur hægt að skipta í vörn og sókn. Sérstaklega ekki í Meistaradeildinni,“ segir hann, en Arnar var ekki fyrstur á blaði hjá Kristianstad í sumar í leit liðsins að línumanni. „Þetta var smá heppni hjá mér því þeir voru búnir að finna annan línumann en það gekk ekki upp. Ég var annar á blaði greinilega og er bara feginn að fá þetta tækifæri. Þetta er alveg geggjað,“ segir Arnar Freyr.Arnar Freyr getur ekki þakkað Ólafi Guðmunssyni og Gunnari Steini fyrir hjálpin hjá Kristianstad en hér eru þeir á æfingu landsliðsins saman í gærkvöldi.vísir/hannaMikil hjálp í Ólafi og Gunnari Steini Með Arnari Frey hjá Kristianstad spila Ólafur Guðmundsson og Gunnar Steinn Jónsson en allir eru þeir í íslenska landsliðshópnum. Ólafur og Gunnar hafa hjálpað Arnari mikið á sinni fyrstu leiktíð í atvinnumennskunni. Ólafur varð meistari með Kristianstad á síðustu leiktíð en Gunnar er nýr hjá liðinu eins og Arnar. Hann er þó öllu reyndari sem atvinnumaður. „Það er alveg geggjað að vera með tvo Íslendinga með mér sem hjálpa mér að komast inn í leikkerfin og tungumálið. Þegar við erum þrír inná vellinum að spila tölum við líka bara íslensku,“ segir Arnar Freyr. „Það sem þeir hafa gert fyrir mig hingað til er alveg ómetanlegt. Að spila í Meistaradeildinni er líka stór plús og það er að hjálpa mér mikið að bæta mig. Ég er rosalega ánægður með þetta,“ segir Arnar Freyr Arnarsson. Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Strákarnir æfðu í Höllinni | Myndir Ríflega helmingur íslenska landsliðsins í handbolta er mætt til landsins fyrir leikina gegn Tékklandi og Úkraínu og það tók æfingu í Laugardalshöll í kvöld. 30. október 2016 20:30 Miklar breytingar hjá handboltalandsliðinu | Þrír nýliðar og enginn Snobbi í liðinu Geir Sveinsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, hefur valið hópinn sinn fyrir leiki á móti Tékklandi og Úkraínu í undankeppni EM 2018 en þeir fara fram í landsleikjahléinu í byrjun næsta mánaðar. 24. október 2016 13:05 Snorri Steinn hættur í íslenska landsliðinu Snorri Steinn Guðjónsson, aðalleikstjórnandi íslenska handboltalandsliðsins í meira en áratug, hefur ákveðið að gefa ekki lengur kost á sér í íslenska A-landsliðið í handbolta. Þetta er mikið áfall fyrir íslenska landsliðið enda hefur Snorri stýrt sóknarleik liðsins í gegnum blómatíma þess. 24. október 2016 13:00 Stefán Rafn verður ekki með gegn Tékkum og Úkraínu Hornamaðurinn öflugi er meiddur og getur ekki tekið þátt í landsleikjunum tveimur í þessari viku. 30. október 2016 20:02 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Handbolti Dagskráin í dag: Knicks ásamt íslenskum körfubolta og íslenskri pílu Sport Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Fleiri fréttir Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Sjá meira
Geir Sveinsson, landsliðsþjálfari í handbolta, hristi ærlega upp í hlutunum þegar hann valdi hópinn fyrir leikina gegn Tékklandi og Úkraínu í undankeppni EM 2018 sem fram fara í þessari viku. Lykilmenn á borð við Snorra Stein og Alexander Petersson eru hættir og þá valdi Geir ekki stórlaxa á borð við Róbert Gunnarsson og Vigni Svavarsson. Geir finnst of margir línumenn hafa verið í hópnum undanfarin misseri en tvær skiptingar milli varnar og sóknar hafa verið vandamál liðsins í langan tíma, sérstaklega í nútíma handbolta þar sem svona skiptingar eru að deyja út.Sjá einnig:Strákarnir æfðu í Höllinni | Myndir Svar Geirs við þessu var að kalla inn Arnar Frey Arnarsson, tvítugan Framara sem er á sínu fyrsta tímabili sem atvinnumaður hjá Svíþjóðarmeisturum Kristianstad. Þar hefur þessi tröllvaxni og ljóshærði línumaður fengið að spila bæði vörn og sókn og er að taka miklum framförum. Í síðustu leikjum hefur hann verið að skora 4-6 mörk í leik og þá var honum kastað beint í djúpu laugina í Meistaradeildinni þar sem hann spilar við þá bestu í hverri viku.Arnar Freyr er á sínu fyrsta ári sem atvinnumaður með Kristianstad í Svíþjóð.vísir/hannaBjóst ekki við að vera valinn „Ég er mjög glaður að vera kominn í landsliðið,“ segir Arnar Freyr en Fréttablaðið tók hann tali eftir æfingu liðsins í Laugardalshöll í gær þar sem ríflega helmingur hópsins var kominn saman fyrir leikinn gegn Tékklandi á miðvikudagskvöldið. Hann segir landsliðskallið hafa komið sér á óvart. „Ég verð að segja það. Ég bjóst ekki við að vera valinn því við eigum svo frábæra línumenn. Geir vill samt greinilega hafa mig þannig að ég ætla að reyna að sýna hvað ég get og halda mér í hópnum,“ segir Arnar. Geir vill samt augljóslega miklu meira en bara hafa Arnar í hópnum. Reynsluboltar voru settir á ís en hann tekinn inn – leikmaður sem getur bæði spilað sókn og vörn. Í raun er smá pressa á Arnari að standa sig og sá stóri er hvergi banginn. „Það er bara fínt. Ég fíla það. Ég vil eins mikla pressu og hægt er. Þannig er þetta hjá mér í Svíþjóð. Það eru 5.000 manns á hverjum leik þannig að það er eins gott að standa sig. Ég fíla pressuna í botn og vonandi næ ég bara að standast þessar væntingar.“ Þrátt fyrir að vera ekki smeykur er Arnar fullmeðvitaður um að það verður ekkert grín að koma sér inn í spilamennsku íslenska liðsins á jafnskömmum tíma og það fær til æfinga. „Það er mikil vinna framundan og lítill tími til að vinna með þannig að við sjáum til. Ég á að spila þrist í vörn og þar er maður mikið að hugsa og leiðbeina þannig að þetta verður erfitt. En til þess er maður í þessu. Ég vill hafa þetta erfitt og krefjandi. Þannig bætir maður sig,“ segir Arnar Freyr.Arnar Freyr spilar bæði vörn og sókn hefur verið duglegur að skora í síðustu leikjum með sænsku meisturunum.mynd/kristianstadVeit hvað þarf að bæta Stökkið hjá Arnari var og er stórt. Hann fór úr Olís-deildinni hér heima í meistaralið í Svíþjóð sem spilar í Meistaradeildinni. Óhætt er að fullyrða að fáir leikmenn hafi fengi aðra eins eldskírn í Meistaradeildinni en Arnar Freyr er búinn að mæta Vardar Skopje, Evrópumeisturum Kielce, PPD Zagreb og Rhein Neckar Löwen. „Það er stór plús fyrir mig að spila í Meistaradeildinni og það hjálpar mér mikið að bæta mig. Ég er búinn að standa mig vel í Svíþjóð og allt í lagi í Meistaradeildinni,“ segir Arnar sem er búinn að skora tíu mörk í þessum fjórum leikjum en fjögur af þeim komu í eins marks tapi gegn Þýskalandsmeisturum Löwen. Leikirnir gegn þeim bestu hafa sýnt Arnari hvað hann þarf að bæta. „Þetta hefur gengið ágætlega en ef ég á að gagnrýna mig fyrir eitthvað á ég enn eitthvað í land líkamlega. Ég er nú samt bara tvítugur þannig að það verður ekkert mál. Ég mætti líka alveg vera sneggri á fótunum en þetta kemur. Ég er nú þegar búinn að bæta mig helling. Ég þarf að styrkja mig en passa samt að verða ekki of þungur því ég vil spila bæði vörn og sókn og verð því að halda snerpunni,“ segir Arnar Freyr.Geir Sveinsson er að veðja á Arnar Freyr en Geir veit sitthvað um línumannsstöðuna og varnarleik.vísir/hannaHeppinn að fá tækifærið Þegar Arnar Freyr spilaði hér heima var hann mest notaður sem varnarmaður en hann skoraði tvö mörk að meðaltali í leik á síðustu leiktíð með Fram. Úti spilar hann bæði vörn og sókn, hálftíma í leik en mínútunum er skipt á milli tveggja línumanna eins og hjá flestum stórliðum Evrópu. „Mér finnst að þjálfarar á Íslandi ættu að leyfa línumönnum sem geta spilað vörn og sókn að gera það. Við verðum að búa til fleiri svona leikmenn því svona er alþjóðlegi boltinn í dag,“ segir Arnar Freyr. Menn verða að geta spilað beggja megin vallarins. Það er ekkert lengur hægt að skipta í vörn og sókn. Sérstaklega ekki í Meistaradeildinni,“ segir hann, en Arnar var ekki fyrstur á blaði hjá Kristianstad í sumar í leit liðsins að línumanni. „Þetta var smá heppni hjá mér því þeir voru búnir að finna annan línumann en það gekk ekki upp. Ég var annar á blaði greinilega og er bara feginn að fá þetta tækifæri. Þetta er alveg geggjað,“ segir Arnar Freyr.Arnar Freyr getur ekki þakkað Ólafi Guðmunssyni og Gunnari Steini fyrir hjálpin hjá Kristianstad en hér eru þeir á æfingu landsliðsins saman í gærkvöldi.vísir/hannaMikil hjálp í Ólafi og Gunnari Steini Með Arnari Frey hjá Kristianstad spila Ólafur Guðmundsson og Gunnar Steinn Jónsson en allir eru þeir í íslenska landsliðshópnum. Ólafur og Gunnar hafa hjálpað Arnari mikið á sinni fyrstu leiktíð í atvinnumennskunni. Ólafur varð meistari með Kristianstad á síðustu leiktíð en Gunnar er nýr hjá liðinu eins og Arnar. Hann er þó öllu reyndari sem atvinnumaður. „Það er alveg geggjað að vera með tvo Íslendinga með mér sem hjálpa mér að komast inn í leikkerfin og tungumálið. Þegar við erum þrír inná vellinum að spila tölum við líka bara íslensku,“ segir Arnar Freyr. „Það sem þeir hafa gert fyrir mig hingað til er alveg ómetanlegt. Að spila í Meistaradeildinni er líka stór plús og það er að hjálpa mér mikið að bæta mig. Ég er rosalega ánægður með þetta,“ segir Arnar Freyr Arnarsson.
Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Strákarnir æfðu í Höllinni | Myndir Ríflega helmingur íslenska landsliðsins í handbolta er mætt til landsins fyrir leikina gegn Tékklandi og Úkraínu og það tók æfingu í Laugardalshöll í kvöld. 30. október 2016 20:30 Miklar breytingar hjá handboltalandsliðinu | Þrír nýliðar og enginn Snobbi í liðinu Geir Sveinsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, hefur valið hópinn sinn fyrir leiki á móti Tékklandi og Úkraínu í undankeppni EM 2018 en þeir fara fram í landsleikjahléinu í byrjun næsta mánaðar. 24. október 2016 13:05 Snorri Steinn hættur í íslenska landsliðinu Snorri Steinn Guðjónsson, aðalleikstjórnandi íslenska handboltalandsliðsins í meira en áratug, hefur ákveðið að gefa ekki lengur kost á sér í íslenska A-landsliðið í handbolta. Þetta er mikið áfall fyrir íslenska landsliðið enda hefur Snorri stýrt sóknarleik liðsins í gegnum blómatíma þess. 24. október 2016 13:00 Stefán Rafn verður ekki með gegn Tékkum og Úkraínu Hornamaðurinn öflugi er meiddur og getur ekki tekið þátt í landsleikjunum tveimur í þessari viku. 30. október 2016 20:02 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Handbolti Dagskráin í dag: Knicks ásamt íslenskum körfubolta og íslenskri pílu Sport Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Fleiri fréttir Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Sjá meira
Strákarnir æfðu í Höllinni | Myndir Ríflega helmingur íslenska landsliðsins í handbolta er mætt til landsins fyrir leikina gegn Tékklandi og Úkraínu og það tók æfingu í Laugardalshöll í kvöld. 30. október 2016 20:30
Miklar breytingar hjá handboltalandsliðinu | Þrír nýliðar og enginn Snobbi í liðinu Geir Sveinsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, hefur valið hópinn sinn fyrir leiki á móti Tékklandi og Úkraínu í undankeppni EM 2018 en þeir fara fram í landsleikjahléinu í byrjun næsta mánaðar. 24. október 2016 13:05
Snorri Steinn hættur í íslenska landsliðinu Snorri Steinn Guðjónsson, aðalleikstjórnandi íslenska handboltalandsliðsins í meira en áratug, hefur ákveðið að gefa ekki lengur kost á sér í íslenska A-landsliðið í handbolta. Þetta er mikið áfall fyrir íslenska landsliðið enda hefur Snorri stýrt sóknarleik liðsins í gegnum blómatíma þess. 24. október 2016 13:00
Stefán Rafn verður ekki með gegn Tékkum og Úkraínu Hornamaðurinn öflugi er meiddur og getur ekki tekið þátt í landsleikjunum tveimur í þessari viku. 30. október 2016 20:02
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti