Sighvatur um Samfylkinguna: „Engum að kenna nema flokknum sjálfum“ Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 30. október 2016 19:11 Sighvatur Björgvinsson var formaður Alþýðuflokksins þegar Samfylkingin var stofnuð. Vísir/skjáskot Sighvatur Björgvinsson var formaður Alþýðuflokksins og einn af stofnendum Samfylkingarinnar. Hann segir jafnaðarmenn aldrei hafa fengið svo lélega kosningu, ekki einu sinni á frumstigi Alþýðuflokksins en mest fór Samfylkingin upp í 31 prósent árið 2003 og var þá talað um tvo turna í íslenskum stjórnmálum. Sighvatur segir margar ástæður vera fyrir lélegu gengi Samfylkingarinnar í kosningunum. „Sú fyrsta er sú að það var horfið frá því meginmarkmiði flokksins að móta valkost á móti sjálfstæðisflokknum þegar farið var í hrunstjórnina með Sjálfstæðisflokki. Það var byrjunin á ósköpunum,“ segir Sighvatur en nefnir einnig að öll tengsl við verkalýðshreyfinguna hafi verið slitin í stjórn Jóhönnu Sigurðardóttur og að of mikil orka hafi farið innbyrðisdeilur í flokknum. Nefnir hann þar til dæmis þegar Sigríður Ingibjörg bauð sig fram gegn Árna Páli með sólarhringsfyrirvara. „Og kosningabaráttan brást og ég sagði þeim það. Hún var með ýmis loforð sem voru dregin upp úr hatti og enginn vissi hvernig átti að efna. Það er ekki góð leið til að vinna kosningar þótt það hafi tekist endrum og sinnum að vinna fylgi fólks með því að lofa þeim að gefa þeim peninga. Þá gengur það ekki alltaf." Hann segir mikla eftirsjá í jafnaðarmannahjarta sínu. „En það er engum hægt að kenna um nema flokknum sjálfum,“ bætir hann við. „En það er huggun harmi gegn að þrír flokkar hafa tekið upp meginatriði Alþýðuflokks um auðlindagjöld. Og af hverju er þetta ekki lengur stefna Samfylkingarinnar einnar? Af því að þegar Samfylkingin hafði möguleika á að koma þessu í framkvæmd þá gerðist ekkert í málinu. Þess vegna missti Samfylkingin trúverðugleika sinn.“ Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Fleiri fréttir Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Sjá meira
Sighvatur Björgvinsson var formaður Alþýðuflokksins og einn af stofnendum Samfylkingarinnar. Hann segir jafnaðarmenn aldrei hafa fengið svo lélega kosningu, ekki einu sinni á frumstigi Alþýðuflokksins en mest fór Samfylkingin upp í 31 prósent árið 2003 og var þá talað um tvo turna í íslenskum stjórnmálum. Sighvatur segir margar ástæður vera fyrir lélegu gengi Samfylkingarinnar í kosningunum. „Sú fyrsta er sú að það var horfið frá því meginmarkmiði flokksins að móta valkost á móti sjálfstæðisflokknum þegar farið var í hrunstjórnina með Sjálfstæðisflokki. Það var byrjunin á ósköpunum,“ segir Sighvatur en nefnir einnig að öll tengsl við verkalýðshreyfinguna hafi verið slitin í stjórn Jóhönnu Sigurðardóttur og að of mikil orka hafi farið innbyrðisdeilur í flokknum. Nefnir hann þar til dæmis þegar Sigríður Ingibjörg bauð sig fram gegn Árna Páli með sólarhringsfyrirvara. „Og kosningabaráttan brást og ég sagði þeim það. Hún var með ýmis loforð sem voru dregin upp úr hatti og enginn vissi hvernig átti að efna. Það er ekki góð leið til að vinna kosningar þótt það hafi tekist endrum og sinnum að vinna fylgi fólks með því að lofa þeim að gefa þeim peninga. Þá gengur það ekki alltaf." Hann segir mikla eftirsjá í jafnaðarmannahjarta sínu. „En það er engum hægt að kenna um nema flokknum sjálfum,“ bætir hann við. „En það er huggun harmi gegn að þrír flokkar hafa tekið upp meginatriði Alþýðuflokks um auðlindagjöld. Og af hverju er þetta ekki lengur stefna Samfylkingarinnar einnar? Af því að þegar Samfylkingin hafði möguleika á að koma þessu í framkvæmd þá gerðist ekkert í málinu. Þess vegna missti Samfylkingin trúverðugleika sinn.“
Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Fleiri fréttir Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Sjá meira