Sighvatur um Samfylkinguna: „Engum að kenna nema flokknum sjálfum“ Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 30. október 2016 19:11 Sighvatur Björgvinsson var formaður Alþýðuflokksins þegar Samfylkingin var stofnuð. Vísir/skjáskot Sighvatur Björgvinsson var formaður Alþýðuflokksins og einn af stofnendum Samfylkingarinnar. Hann segir jafnaðarmenn aldrei hafa fengið svo lélega kosningu, ekki einu sinni á frumstigi Alþýðuflokksins en mest fór Samfylkingin upp í 31 prósent árið 2003 og var þá talað um tvo turna í íslenskum stjórnmálum. Sighvatur segir margar ástæður vera fyrir lélegu gengi Samfylkingarinnar í kosningunum. „Sú fyrsta er sú að það var horfið frá því meginmarkmiði flokksins að móta valkost á móti sjálfstæðisflokknum þegar farið var í hrunstjórnina með Sjálfstæðisflokki. Það var byrjunin á ósköpunum,“ segir Sighvatur en nefnir einnig að öll tengsl við verkalýðshreyfinguna hafi verið slitin í stjórn Jóhönnu Sigurðardóttur og að of mikil orka hafi farið innbyrðisdeilur í flokknum. Nefnir hann þar til dæmis þegar Sigríður Ingibjörg bauð sig fram gegn Árna Páli með sólarhringsfyrirvara. „Og kosningabaráttan brást og ég sagði þeim það. Hún var með ýmis loforð sem voru dregin upp úr hatti og enginn vissi hvernig átti að efna. Það er ekki góð leið til að vinna kosningar þótt það hafi tekist endrum og sinnum að vinna fylgi fólks með því að lofa þeim að gefa þeim peninga. Þá gengur það ekki alltaf." Hann segir mikla eftirsjá í jafnaðarmannahjarta sínu. „En það er engum hægt að kenna um nema flokknum sjálfum,“ bætir hann við. „En það er huggun harmi gegn að þrír flokkar hafa tekið upp meginatriði Alþýðuflokks um auðlindagjöld. Og af hverju er þetta ekki lengur stefna Samfylkingarinnar einnar? Af því að þegar Samfylkingin hafði möguleika á að koma þessu í framkvæmd þá gerðist ekkert í málinu. Þess vegna missti Samfylkingin trúverðugleika sinn.“ Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Erlent Fleiri fréttir Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Sjá meira
Sighvatur Björgvinsson var formaður Alþýðuflokksins og einn af stofnendum Samfylkingarinnar. Hann segir jafnaðarmenn aldrei hafa fengið svo lélega kosningu, ekki einu sinni á frumstigi Alþýðuflokksins en mest fór Samfylkingin upp í 31 prósent árið 2003 og var þá talað um tvo turna í íslenskum stjórnmálum. Sighvatur segir margar ástæður vera fyrir lélegu gengi Samfylkingarinnar í kosningunum. „Sú fyrsta er sú að það var horfið frá því meginmarkmiði flokksins að móta valkost á móti sjálfstæðisflokknum þegar farið var í hrunstjórnina með Sjálfstæðisflokki. Það var byrjunin á ósköpunum,“ segir Sighvatur en nefnir einnig að öll tengsl við verkalýðshreyfinguna hafi verið slitin í stjórn Jóhönnu Sigurðardóttur og að of mikil orka hafi farið innbyrðisdeilur í flokknum. Nefnir hann þar til dæmis þegar Sigríður Ingibjörg bauð sig fram gegn Árna Páli með sólarhringsfyrirvara. „Og kosningabaráttan brást og ég sagði þeim það. Hún var með ýmis loforð sem voru dregin upp úr hatti og enginn vissi hvernig átti að efna. Það er ekki góð leið til að vinna kosningar þótt það hafi tekist endrum og sinnum að vinna fylgi fólks með því að lofa þeim að gefa þeim peninga. Þá gengur það ekki alltaf." Hann segir mikla eftirsjá í jafnaðarmannahjarta sínu. „En það er engum hægt að kenna um nema flokknum sjálfum,“ bætir hann við. „En það er huggun harmi gegn að þrír flokkar hafa tekið upp meginatriði Alþýðuflokks um auðlindagjöld. Og af hverju er þetta ekki lengur stefna Samfylkingarinnar einnar? Af því að þegar Samfylkingin hafði möguleika á að koma þessu í framkvæmd þá gerðist ekkert í málinu. Þess vegna missti Samfylkingin trúverðugleika sinn.“
Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Erlent Fleiri fréttir Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Sjá meira