Þorgerður: Vinstristjórn hafnað með afgerandi hætti Þorbjörn Þórðarson skrifar 30. október 2016 16:45 Stóra spurningin í ljósi úrslita kosninganna er hverjum Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands felur stjórnarmyndunarumboð að loknum kosningum. Forsetinn mætti til guðsþjónustu í Hallgrímskirkju í morgun en kirkjan fagnar um þessar mundir 30 ára afmæli. Hann vildi ekki veita viðtal um úrslit kosninganna. Sagði ekki tímabært að ræða við fjölmiðla um þaðð svo stuttu eftir kosningar. Sjálfstæðisflokkurinn er í lykilstöðu með tæplega 30 prósenta fylgi og getur myndað ríkisstjórn til hægri eða vinstri. Sjálfstæðisflokkurinn gæti myndað stjórn með Framsókn og Viðreisn. Eða með Viðreisn og Vinstri grænum. Það er engum vafa undiroropið að Viðreisn er í sterkri stöðu á miðjunni með 10,5 prósenta fylgi. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir oddviti Viðreisnar í Suðvesturkjördæmi segir að lesa megi nokkur skilaboð út úr úrslitum kosninganna. „Viðreisn kemur mjög sterk inn. Þetta er ein sterkasta innkoma stjórnmálaafls síðari tíma. Við erum sterk og við berum með okkur aukið frjálslyndi og rósemi. Um leið er þetta mikill sigur Sjálfstæðisflokksins. Það er tvímælalaust verið að hafna vinstristjórn með afgerandi hætti. Ég vil líka draga fram sterkan sigur hjá Katrínu Jakobsdóttur sem segir mér það að þegar horft er yfir stjórnmálin, það er verið að biðja um breiða skírskotun. Fólk vill ákveðinn stöðugleika og ró og það verði tekið tillit til ýmissa sjónarmiða,“ segir Þorgerður. Hún segir að menn verði að skoða niðurstöður kosninganna yfirvegað og skoða hvaða skilaboð þjóðin sé að senda. Þjóðin vilji frið og stöðugleika. Jóna Sólveig Elínardóttir varaformaður Viðreisnar og oddviti flokksins í Suðurkjördæmi.Jóna Sólveig Elínardóttir varaformaður Viðreisnar sagði í morgun að það væri eðlilegt að Viðreisn gerði tilkall til stjórnarmyndunar. Er ekki Sjálfstæðisflokkurinn ótvíræður sigurvegari þessara kosninga. Flokkurinn fékk tæp 30 prósent? „Þeir fengu mjög góða kosninga en við erum að koma inn, glænýr flokkur. Það er fáheyrt að nýr flokkur komi inn á þing með svona sterkum hætti,“ segir Jóna Sólveig. Sjá má viðtöl við Þorgerði Katrínu og Jónu Sólveigu í myndskeiði. Kosningar 2016 Mest lesið „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Innlent TikTok hólpið í bili Erlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Fleiri fréttir „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Sjá meira
Stóra spurningin í ljósi úrslita kosninganna er hverjum Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands felur stjórnarmyndunarumboð að loknum kosningum. Forsetinn mætti til guðsþjónustu í Hallgrímskirkju í morgun en kirkjan fagnar um þessar mundir 30 ára afmæli. Hann vildi ekki veita viðtal um úrslit kosninganna. Sagði ekki tímabært að ræða við fjölmiðla um þaðð svo stuttu eftir kosningar. Sjálfstæðisflokkurinn er í lykilstöðu með tæplega 30 prósenta fylgi og getur myndað ríkisstjórn til hægri eða vinstri. Sjálfstæðisflokkurinn gæti myndað stjórn með Framsókn og Viðreisn. Eða með Viðreisn og Vinstri grænum. Það er engum vafa undiroropið að Viðreisn er í sterkri stöðu á miðjunni með 10,5 prósenta fylgi. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir oddviti Viðreisnar í Suðvesturkjördæmi segir að lesa megi nokkur skilaboð út úr úrslitum kosninganna. „Viðreisn kemur mjög sterk inn. Þetta er ein sterkasta innkoma stjórnmálaafls síðari tíma. Við erum sterk og við berum með okkur aukið frjálslyndi og rósemi. Um leið er þetta mikill sigur Sjálfstæðisflokksins. Það er tvímælalaust verið að hafna vinstristjórn með afgerandi hætti. Ég vil líka draga fram sterkan sigur hjá Katrínu Jakobsdóttur sem segir mér það að þegar horft er yfir stjórnmálin, það er verið að biðja um breiða skírskotun. Fólk vill ákveðinn stöðugleika og ró og það verði tekið tillit til ýmissa sjónarmiða,“ segir Þorgerður. Hún segir að menn verði að skoða niðurstöður kosninganna yfirvegað og skoða hvaða skilaboð þjóðin sé að senda. Þjóðin vilji frið og stöðugleika. Jóna Sólveig Elínardóttir varaformaður Viðreisnar og oddviti flokksins í Suðurkjördæmi.Jóna Sólveig Elínardóttir varaformaður Viðreisnar sagði í morgun að það væri eðlilegt að Viðreisn gerði tilkall til stjórnarmyndunar. Er ekki Sjálfstæðisflokkurinn ótvíræður sigurvegari þessara kosninga. Flokkurinn fékk tæp 30 prósent? „Þeir fengu mjög góða kosninga en við erum að koma inn, glænýr flokkur. Það er fáheyrt að nýr flokkur komi inn á þing með svona sterkum hætti,“ segir Jóna Sólveig. Sjá má viðtöl við Þorgerði Katrínu og Jónu Sólveigu í myndskeiði.
Kosningar 2016 Mest lesið „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Innlent TikTok hólpið í bili Erlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Fleiri fréttir „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Sjá meira