Stjórnarflokkarnir græddu tvo þingmenn á kosningakerfinu Jakob Bjarnar skrifar 30. október 2016 10:52 Kerfið hafði sitthvorn þingmanninn af Óttarri og Katrínu sem hér reka nefið í skjöl Birgittu Jónsdóttur ásamt Oddnýju Harðardóttur. visir/ernir „Kosningakerfið hefur einn þingmann af VG og annan af Bjartri framtíð og færir yfir til Framsóknar og Sjálfstæðisflokks,“ upplýsir Gunnar Smári Egilsson ritstjóri vini sína á Facebook um. Gunnar Smári má heita sérfróður um kosningakerfið og hann hefur verið með reiknistokkinn á lofti í aðdraganda kosninga og nú eftir Facebookvinum sínum til fróðleiks. Hann segir að kerfið nái ekki að jafna þingmönnum milli flokka eftir atkvæðamagni. Til þess eru of margir þingmenn kjördæmakjörnir og of fáir uppbótarþingmenn til að jafna þingmenn milli flokka. „Stjórnarflokkarnir fá því 29 þingmenn (-9) þótt atkvæðin ættu bara að gefa þeim 27 þingmenn (-11). Stjórnarandstaðan fær 27 þingmenn (+2) en ætti að fá 29 þingmenn (+4). Þetta ýkir varnarsigur Sjálfstæðismanna og dregur úr tapi ríkisstjórnarinnar. Ríkisstjórnin fær 40,5% (tapar 10,6%) en stjórnarandstaðan (án Viðreisnar) fær 43,3% (bætir við sig 4,2%),“ segir Gunnar Smári.Gunnar Smári rýnir í kosningakerfið með reiknistokk sinn á lofti.Skekkjan í kosningakerfin veldur því að atkvæði landsbyggðarinnar vega þyngra og gerir Gunnar Smári ráð fyrir því að sjónarmið landsbyggðarinnar verði því fyrirferðarmeiri á næsta kjörtímabili en verið hefur. Þetta má heita kaldhæðnislegt, og jafnvel mótsagnakennt í ljósi þess að upprisa Bjartrar framtíðar í skoðanakönnunum hófst þegar sá flokkur setti sig með afgerandi hætti á móti umdeildum búvörusamningum í atkvæðagreiðslu skömmu fyrir kosningar. „Sem fyrr hagnast þeir flokkar sem mest hafa haft með það að gera að smíða kerfið. Það er gert fyrir flokkana fremur en fólkið.“ Gunnar Smári reiknar jafnframt út hvaða áhrif fimm prósenta þröskuldurinn svokallaði hefur. xD 19 (-2) xVG 10 P 9 (-1) xB 7 (-1) xC 7 x BF 5 (+1) xS 3 xFF 2 (+2) Dögun 1 (+1) „Ég veit ekki hver rökin voru sem sögð voru upphátt, en virkni 5% þröskuldsins er að verja stærri flokka minni flokkum og klofningi,“ segir Gunnar Smári. Kosningar 2016 Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent Óli Örn er fundinn Innlent Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Fleiri fréttir Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Óli Örn er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Sjá meira
„Kosningakerfið hefur einn þingmann af VG og annan af Bjartri framtíð og færir yfir til Framsóknar og Sjálfstæðisflokks,“ upplýsir Gunnar Smári Egilsson ritstjóri vini sína á Facebook um. Gunnar Smári má heita sérfróður um kosningakerfið og hann hefur verið með reiknistokkinn á lofti í aðdraganda kosninga og nú eftir Facebookvinum sínum til fróðleiks. Hann segir að kerfið nái ekki að jafna þingmönnum milli flokka eftir atkvæðamagni. Til þess eru of margir þingmenn kjördæmakjörnir og of fáir uppbótarþingmenn til að jafna þingmenn milli flokka. „Stjórnarflokkarnir fá því 29 þingmenn (-9) þótt atkvæðin ættu bara að gefa þeim 27 þingmenn (-11). Stjórnarandstaðan fær 27 þingmenn (+2) en ætti að fá 29 þingmenn (+4). Þetta ýkir varnarsigur Sjálfstæðismanna og dregur úr tapi ríkisstjórnarinnar. Ríkisstjórnin fær 40,5% (tapar 10,6%) en stjórnarandstaðan (án Viðreisnar) fær 43,3% (bætir við sig 4,2%),“ segir Gunnar Smári.Gunnar Smári rýnir í kosningakerfið með reiknistokk sinn á lofti.Skekkjan í kosningakerfin veldur því að atkvæði landsbyggðarinnar vega þyngra og gerir Gunnar Smári ráð fyrir því að sjónarmið landsbyggðarinnar verði því fyrirferðarmeiri á næsta kjörtímabili en verið hefur. Þetta má heita kaldhæðnislegt, og jafnvel mótsagnakennt í ljósi þess að upprisa Bjartrar framtíðar í skoðanakönnunum hófst þegar sá flokkur setti sig með afgerandi hætti á móti umdeildum búvörusamningum í atkvæðagreiðslu skömmu fyrir kosningar. „Sem fyrr hagnast þeir flokkar sem mest hafa haft með það að gera að smíða kerfið. Það er gert fyrir flokkana fremur en fólkið.“ Gunnar Smári reiknar jafnframt út hvaða áhrif fimm prósenta þröskuldurinn svokallaði hefur. xD 19 (-2) xVG 10 P 9 (-1) xB 7 (-1) xC 7 x BF 5 (+1) xS 3 xFF 2 (+2) Dögun 1 (+1) „Ég veit ekki hver rökin voru sem sögð voru upphátt, en virkni 5% þröskuldsins er að verja stærri flokka minni flokkum og klofningi,“ segir Gunnar Smári.
Kosningar 2016 Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent Óli Örn er fundinn Innlent Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Fleiri fréttir Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Óli Örn er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent