Innlent

Vopnað rán í Apóteki Ólafsvíkur

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Frá Ólafsvík.
Frá Ólafsvík. vísir/pjetur
Rétt fyrir klukkan sex í kvöld var framið vopnað rán í Apóteki Ólafsvíkur. Maður ógnaði starfsmönnum með hnífi og hljóp svo út með talsvert af lyfjum. Engan sakaði en starfsfólki var mjög brugðið, að því er fram kemur á Facebook-síðu lögreglunnar á Vesturlandi.

Um klukkustund síðar var maður handtekinn grunaður um verknaðinn en hann var í bifreið sem var stöðvuð, skammt frá Haffjarðará, af lögreglumönnum sem voru á vesturleið. Fulltrúi rannsóknardeildar fór á vettvang ásamt lögreglumönnum frá tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Þá var starfsfólkinu boðin áfallahjálp.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×