Innsýn í samfélög í Bandaríkjunum þar sem Trump naut mikils stuðnings Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. nóvember 2016 11:50 Á hverjum morgni í 65 ár hefur Ed Shepard, nú 93 ára, gengið til vinnu og opnað bensínþjónustustöð í Welch í McDowell sýslu í Vestur-Virginíu. Kjósendur í sýslunni voru upp til hópa yfirlýstir stuðningsmenn Donald Trump í forsetakosningunum vestanhafs en margir Íslendingar velta fyrir sér hvernig Trump fór að því að ná kjöri. Fjölmargir Íslendingar hafa numið í Bandaríkjunum og búið ytra. Stærstur hluti hefur búið í stórborgum, verið í háskóla og þekkir því aðallega til hámenntaðs fólks og þéttbýla. Þeirra samfélaga þar sem Hillary Clinton naut meiri stuðnings en Trump. Allt önnur staða eru uppi á teningnum í dreifbýlum og sveitum þar sem tækifæri til menntunar eru minni og fátækt sömuleiðis meiri.Nánari útskýringar á því hvernig Trump náði kjöri má lesa hér. Fréttateymi Guardian heimsótti McDowell sýslu sem hefur glímt við fátækt í lengri tíma, með það fyrir augum að fá svör við spurningunni hvers vegna íbúum sýslunnar líst svo vel á Donald Trump. Óhætt er að segja að bærinn Welch megi muna sinn fífil fegurri en á sínum tíma iðaði allt af lífi og rekstur fyrirtækja og verslana af ýmsum toga gekk afar vel. „Það er alveg sama hvað þig vantaði eða þurftir, það var hægt að kaupa allt í Welch,“ segir Shepard. Ótrúleg fullyrðing miðað við stöðu mála þar í dag.Litla New York Bærinn var kallaður „Litla New York“ af heimamönnum en nú eru verslunarrými tóm og hús að grotna niður. Shepard var vanur því að fara með peninga í bankann á hverjum mánudegi, oft töluverðar upphæðir, en hefur ekki farið í bankann í fjögur til fimm ár. Ástæðan er sú að enginn hefur verslað við hann allan þann tíma.Um 100 þúsund manns bjuggu í sýslunni árið 1950 en íbúar í dag eru tæplega 20 þúsund. Reiknað er með því að íbúum muni fækka um eitt prósent á ári næstu ár.Í spilaranum að ofan má sjá fréttaskýringu Guardian þar sem íbúar í sýslunni voru teknir tali í aðdraganda kosninganna. Það skýrir mögulega fyrir einhverjum ástæður þess að Donald Trump náði kjöri sem forseti Bandaríkjanna, eitthvað sem stór hluti Íslendinga klórar sér í hausnum yfir í dag. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Mun Trump standa við stóru orðin? Verðandi forseti Bandaríkjanna hefur látið frá sér fjöldan allan af umdeildum ummælum. 9. nóvember 2016 11:00 Teflon-Trump og hvíta bylgjan: Svona fór Trump að því að vinna kosningarnar Þvert á allar spár er það Donald Trump sem mun taka við embætti forseta Bandaríkjanna í janúar á næsta ári. 9. nóvember 2016 10:14 „Málflutningur þröngsýni og haturs virðist hafa haft sigur í nótt“ Katrín Jakobsdóttir segist döpur yfir niðurstöðunum. 9. nóvember 2016 09:59 Donald Trump kjörinn forseti Bandaríkjanna Kallar eftir einingu innan landsins og segist ætla að verða forseti allra íbúa Bandaríkjanna. 9. nóvember 2016 07:30 Sigri hrósandi Árni Sam sendir fjölmiðlum tóninn Bíókóngurinn fagnar sigri Donald Trumps en hann er í miklum minnihluta þeirra sem tjá sig um forsetakosningarnar á Facebook. 9. nóvember 2016 10:43 Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Sjá meira
Á hverjum morgni í 65 ár hefur Ed Shepard, nú 93 ára, gengið til vinnu og opnað bensínþjónustustöð í Welch í McDowell sýslu í Vestur-Virginíu. Kjósendur í sýslunni voru upp til hópa yfirlýstir stuðningsmenn Donald Trump í forsetakosningunum vestanhafs en margir Íslendingar velta fyrir sér hvernig Trump fór að því að ná kjöri. Fjölmargir Íslendingar hafa numið í Bandaríkjunum og búið ytra. Stærstur hluti hefur búið í stórborgum, verið í háskóla og þekkir því aðallega til hámenntaðs fólks og þéttbýla. Þeirra samfélaga þar sem Hillary Clinton naut meiri stuðnings en Trump. Allt önnur staða eru uppi á teningnum í dreifbýlum og sveitum þar sem tækifæri til menntunar eru minni og fátækt sömuleiðis meiri.Nánari útskýringar á því hvernig Trump náði kjöri má lesa hér. Fréttateymi Guardian heimsótti McDowell sýslu sem hefur glímt við fátækt í lengri tíma, með það fyrir augum að fá svör við spurningunni hvers vegna íbúum sýslunnar líst svo vel á Donald Trump. Óhætt er að segja að bærinn Welch megi muna sinn fífil fegurri en á sínum tíma iðaði allt af lífi og rekstur fyrirtækja og verslana af ýmsum toga gekk afar vel. „Það er alveg sama hvað þig vantaði eða þurftir, það var hægt að kaupa allt í Welch,“ segir Shepard. Ótrúleg fullyrðing miðað við stöðu mála þar í dag.Litla New York Bærinn var kallaður „Litla New York“ af heimamönnum en nú eru verslunarrými tóm og hús að grotna niður. Shepard var vanur því að fara með peninga í bankann á hverjum mánudegi, oft töluverðar upphæðir, en hefur ekki farið í bankann í fjögur til fimm ár. Ástæðan er sú að enginn hefur verslað við hann allan þann tíma.Um 100 þúsund manns bjuggu í sýslunni árið 1950 en íbúar í dag eru tæplega 20 þúsund. Reiknað er með því að íbúum muni fækka um eitt prósent á ári næstu ár.Í spilaranum að ofan má sjá fréttaskýringu Guardian þar sem íbúar í sýslunni voru teknir tali í aðdraganda kosninganna. Það skýrir mögulega fyrir einhverjum ástæður þess að Donald Trump náði kjöri sem forseti Bandaríkjanna, eitthvað sem stór hluti Íslendinga klórar sér í hausnum yfir í dag.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Mun Trump standa við stóru orðin? Verðandi forseti Bandaríkjanna hefur látið frá sér fjöldan allan af umdeildum ummælum. 9. nóvember 2016 11:00 Teflon-Trump og hvíta bylgjan: Svona fór Trump að því að vinna kosningarnar Þvert á allar spár er það Donald Trump sem mun taka við embætti forseta Bandaríkjanna í janúar á næsta ári. 9. nóvember 2016 10:14 „Málflutningur þröngsýni og haturs virðist hafa haft sigur í nótt“ Katrín Jakobsdóttir segist döpur yfir niðurstöðunum. 9. nóvember 2016 09:59 Donald Trump kjörinn forseti Bandaríkjanna Kallar eftir einingu innan landsins og segist ætla að verða forseti allra íbúa Bandaríkjanna. 9. nóvember 2016 07:30 Sigri hrósandi Árni Sam sendir fjölmiðlum tóninn Bíókóngurinn fagnar sigri Donald Trumps en hann er í miklum minnihluta þeirra sem tjá sig um forsetakosningarnar á Facebook. 9. nóvember 2016 10:43 Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Sjá meira
Mun Trump standa við stóru orðin? Verðandi forseti Bandaríkjanna hefur látið frá sér fjöldan allan af umdeildum ummælum. 9. nóvember 2016 11:00
Teflon-Trump og hvíta bylgjan: Svona fór Trump að því að vinna kosningarnar Þvert á allar spár er það Donald Trump sem mun taka við embætti forseta Bandaríkjanna í janúar á næsta ári. 9. nóvember 2016 10:14
„Málflutningur þröngsýni og haturs virðist hafa haft sigur í nótt“ Katrín Jakobsdóttir segist döpur yfir niðurstöðunum. 9. nóvember 2016 09:59
Donald Trump kjörinn forseti Bandaríkjanna Kallar eftir einingu innan landsins og segist ætla að verða forseti allra íbúa Bandaríkjanna. 9. nóvember 2016 07:30
Sigri hrósandi Árni Sam sendir fjölmiðlum tóninn Bíókóngurinn fagnar sigri Donald Trumps en hann er í miklum minnihluta þeirra sem tjá sig um forsetakosningarnar á Facebook. 9. nóvember 2016 10:43