Velta fyrir sér hvort Sanders hefði haft betur gegn Trump Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. nóvember 2016 10:28 Sigur Bernie Sanders í Washington-ríki þykir sérstaklega mikilvægur fyrir áframhaldandi kosningabaráttu hans. Vísir/Getty Sú staðreynd að Donald Trump hefur unnið sigur í forsetakosningum vestanhafs hefur fengið margan til að velta fyrir sér ástæðunni. Þar spilar augljóslega margt inn í en eitt af því sem fólk veltir fyrir sér er hvort Hillary Clinton hafi verið nógu sterkur frambjóðandi gegn Trump. Spurning sem kviknar er meðal annars sú hvort Bernie Sanders, keppinautur Clinton í forkosningum hjá Demókrötum, hefði gengið betur í baráttunni við Trump. Í baráttunni um útnefningu Demókrata tönnlaðist Sanders á því að hann væri betri kostur í baráttunni við Trump, og kannanir studdu orð hans. Vafalítið hugsa margir kjósendur demókrata til orða Sanders. „Í hverri einustu stóru könnun sem gerð hefur verið undanfarinn mánuð, sex vikur, vinnum við yfirburðarsigur á Trump. Munurinn er alltaf meiri en á Clinton og honum,“ sagði Sanders í þættinum „Meet the Press“ á NBC í lok maí. Skömmu síðar vann Hillary Clinton nokkuð sigur á Sanders eftir nokkuð harða baráttu framan af og hlaut útnefningu flokksins.Að neðan má sjá umrætt viðtal við Sanders á NBC. Bent hefur verið á að á framboðsfundum Sanders hafi verið ára, spenna og stemning sem var ekki tilfellið í kosningabaráttu Clinton. Stuðningsmenn Clinton sögðust telja hana betri kost til að leiða Bandaríkin en aldrei sást ástríða á meðal stuðningsmannanna í líkingu við þá sem skapaðist í kosningabaráttu Barack Obama, fráfarandi forseta, fyrir átta árum. En það voru áþreifanlegir hlutir sem bentu til þess að sósíalistans Sanders væri betri kostur gegn Trump. Kannanir sýndu að barátta Sanders fyrir háskólamenntun fyrir alla, gegn skuldum námsmanna og áhrifum auðjöfra í stjórnmálum ásamt heilsugæslu fyrir alla gerðu hann að sterkari frambjóðanda gegn Donald Trump. Bernie Sanders lýsti yfir stuðningi við Hillary og ítrekað hann í gær þegar hann kaus. I hope today we defeat Donald Trump and we defeat him badly. https://t.co/8ttsSwcsnl pic.twitter.com/4Q1JDdglhV— Bernie Sanders (@BernieSanders) November 8, 2016 Könnun NBC þann 15. maí sagði að Sanders myndi leggja Trump 15 prósentustigamun en Clinton með 3 prósentustigamun. Könnun CBS þann 3. maí sagði að Sanders myndi leggja Trump með 13 prósentustigamun en Clinton með sex prósentustigum. Í könnun Fox News á svipuðum tíma var Trump spáð þriggja prósenta sigri á Clinton en fjögurra prósentustiga tapi gegn Sanders. Engin leið er að fullyrða um það hvort Sanders hefði gengið betur en Clinton í baráttunni um forsetaembættið, jafnvel þótt kannanir í maí renni fótum undir það. Ekki síst í ljósi þess að sigur Trump á Clinton í nótt er þvert á svo til allar kannanir og spár sem birtar hafa verið undanfarnar vikur og síðast í gær. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Sanders heitir því að vinna með Clinton í baráttunni við Trump Þó ekki enn hættur baráttunni um útefningu Demókrata. 9. júní 2016 18:45 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Fleiri fréttir Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi Sjá meira
Sú staðreynd að Donald Trump hefur unnið sigur í forsetakosningum vestanhafs hefur fengið margan til að velta fyrir sér ástæðunni. Þar spilar augljóslega margt inn í en eitt af því sem fólk veltir fyrir sér er hvort Hillary Clinton hafi verið nógu sterkur frambjóðandi gegn Trump. Spurning sem kviknar er meðal annars sú hvort Bernie Sanders, keppinautur Clinton í forkosningum hjá Demókrötum, hefði gengið betur í baráttunni við Trump. Í baráttunni um útnefningu Demókrata tönnlaðist Sanders á því að hann væri betri kostur í baráttunni við Trump, og kannanir studdu orð hans. Vafalítið hugsa margir kjósendur demókrata til orða Sanders. „Í hverri einustu stóru könnun sem gerð hefur verið undanfarinn mánuð, sex vikur, vinnum við yfirburðarsigur á Trump. Munurinn er alltaf meiri en á Clinton og honum,“ sagði Sanders í þættinum „Meet the Press“ á NBC í lok maí. Skömmu síðar vann Hillary Clinton nokkuð sigur á Sanders eftir nokkuð harða baráttu framan af og hlaut útnefningu flokksins.Að neðan má sjá umrætt viðtal við Sanders á NBC. Bent hefur verið á að á framboðsfundum Sanders hafi verið ára, spenna og stemning sem var ekki tilfellið í kosningabaráttu Clinton. Stuðningsmenn Clinton sögðust telja hana betri kost til að leiða Bandaríkin en aldrei sást ástríða á meðal stuðningsmannanna í líkingu við þá sem skapaðist í kosningabaráttu Barack Obama, fráfarandi forseta, fyrir átta árum. En það voru áþreifanlegir hlutir sem bentu til þess að sósíalistans Sanders væri betri kostur gegn Trump. Kannanir sýndu að barátta Sanders fyrir háskólamenntun fyrir alla, gegn skuldum námsmanna og áhrifum auðjöfra í stjórnmálum ásamt heilsugæslu fyrir alla gerðu hann að sterkari frambjóðanda gegn Donald Trump. Bernie Sanders lýsti yfir stuðningi við Hillary og ítrekað hann í gær þegar hann kaus. I hope today we defeat Donald Trump and we defeat him badly. https://t.co/8ttsSwcsnl pic.twitter.com/4Q1JDdglhV— Bernie Sanders (@BernieSanders) November 8, 2016 Könnun NBC þann 15. maí sagði að Sanders myndi leggja Trump 15 prósentustigamun en Clinton með 3 prósentustigamun. Könnun CBS þann 3. maí sagði að Sanders myndi leggja Trump með 13 prósentustigamun en Clinton með sex prósentustigum. Í könnun Fox News á svipuðum tíma var Trump spáð þriggja prósenta sigri á Clinton en fjögurra prósentustiga tapi gegn Sanders. Engin leið er að fullyrða um það hvort Sanders hefði gengið betur en Clinton í baráttunni um forsetaembættið, jafnvel þótt kannanir í maí renni fótum undir það. Ekki síst í ljósi þess að sigur Trump á Clinton í nótt er þvert á svo til allar kannanir og spár sem birtar hafa verið undanfarnar vikur og síðast í gær.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Sanders heitir því að vinna með Clinton í baráttunni við Trump Þó ekki enn hættur baráttunni um útefningu Demókrata. 9. júní 2016 18:45 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Fleiri fréttir Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi Sjá meira
Sanders heitir því að vinna með Clinton í baráttunni við Trump Þó ekki enn hættur baráttunni um útefningu Demókrata. 9. júní 2016 18:45