Innlent

70.000 tonn á vertíðinni til Neskaupstaðar

Svavar Hávarðsson skrifar
Neskaupstaður er ein stærsta verstöð landsins.
Neskaupstaður er ein stærsta verstöð landsins. Mynd/KSH
Á nýliðinni makríl- og síldarvertíð, sem stóð frá miðjum júlímánuði og út október, bárust tæp 70.000 tonn af makríl og síld til Neskaupstaðar.

Sá afli sem kom til vinnslu Síldarvinnslunnar í Neskaupstað nam 38.262 tonnum. Tekið var á móti 23.076 tonnum af makríl, 11.930 tonnum af norsk-íslenskri síld og 3.256 tonnum af íslenskri sumargotssíld. Fyrir utan þann makríl- og síldarafla sem landað var til vinnslu í fiskiðjuverinu lönduðu fjögur vinnsluskip frystum makríl og síld í frystigeymslur Síldarvinnslunnar í Neskaupstað. Frystar afurðir þeirra námu 22.678 tonnum. Þá lönduðu vinnsluskipin samtals 7.970 tonnum af afskurði og fráflokkuðum fiski í fiskimjölsverksmiðjuna í Neskaupstað.

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×