Allt að því marautt á Íslandi á meðan snjóar í Skandinavíu Birgir Olgeirsson skrifar 7. nóvember 2016 13:36 Hiti hefur náð sautján stigum á Skjaldaþingsstöðum það sem af er degi og er spáð áframhaldandi hlýindum út vikuna. Vísir/Eyþór „Meðan staða veðrakerfanna er eins og hún er þá liggjum við til þess að gera inni í frekar hlýju lofti,“ segir Óli Þór Árnason, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, um hlýindin, miðað við árstíma, sem eru yfir landinu. Hiti hefur náð sautján stigum á Skjaldaþingsstöðum það sem af er degi og er spáð áframhaldandi hlýindum út vikuna. Meðan tiltölulega milt veður er yfir Íslandi þá er hins vegar mikið um snjó í Skandinavíu, þá sérstaklega í Noregi og Svíþjóð. „Ég held að Norðmennirnir gráti það ekki, þeir vilja örugglega komast á skíðin sín. Við grátum það ekki heldur að hafa snjólaust. Þetta er mismunandi hvað fólk vill,“ segir Óli en fremur algengt að þegar milt er í veðri á Íslandi sé mikið um snjó og kulda í Skandinavíu. Spurður hvað stýri því segir Óli afar tilviljanakennt hvernig veðrakerfin raðast upp. „Lægðirnar eru að rúlla beint á okkur og meðan þær fara fyrir vestan land fáum við mikið af hlýju lofti yfir okkur, þannig að að því leytinu til þá liggjum við í þessum hlýja straumi sem er að draga loft langt sunnan úr hafi og hérna norður eftir. Það er hæð vestur af Spáni sem er að stýra lægðum upp í áttina að okkur. Meðan þær fara vestan við land fáum við þetta hlýja loft,“ segir Óli. Hann býst við að það muni lengja á milli lægða og þá sé ekki langt í kalda loftið og slydduél í kjölfar lægða. „En svo er ekki að sjá fyrr en næstu viku að ein og ein lægð skríði fyrir austan land og þá styttist í norðaustanáttina, en það er samt ekki fyrirsjáanlegt alveg á næstu dögum,“ segir Óli.Veðurhorfur næsta sólarhringinn:Sunnan 10-18 m/s, hvassast um landið norðvestanvert. Rigning og súld, en úrkomuminna um landið norðaustanvert. Gengur í suðaustan 15-23 í kvöld með talsverðri úrkomu sunnan- og vestanlands. Hiti 5 til 15 stig, hlýjast norðaustantil. Snýst í minnkandi suðvestanátt með skúrum eða slydduéljum í fyrramálið, fyrst suðvestantil, en léttir til um landið norðaustanvert. Kólnar í veðri. Sunnan 5-13 annað kvöld, hvassast vestantil.Veðurhorfur næstu dagaÁ miðvikudag:Austlæg eða breytileg átt, 3-8 m/s og bjart með köflum norðan- og vestanlands. Annars stöku skúrir eða él, en úrkomumeira á Suðausturlandi. Vægt frost, en hiti víða 0 til 5 stig við ströndina.Á fimmtudag:Breytileg átt 3-8, skýjað með köflum og stöku él, en vaxandi suðaustanátt um kvöldið og þykknar upp. Hiti breytist lítið.Á föstudag:Allhvöss eða hvöss austan- og suðaustanátt og rigning eða jafnvel slydda sunnan- og vestanlands, en þurrt norðaustantil. Heldur hlýnandi veður.Á laugardag:Útlit fyrir norðaustlæga átt með slyddu eða snjókomu fyrir norðan, en vestlægari og léttir til sunnan- og vestanlands. Hiti 0 til 5 stig að deginum.Á sunnudag:Útlit fyrir sunnanátt með rigningu sunnan- og vestantil og hlýnandi veðri. Veður Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Sjá meira
„Meðan staða veðrakerfanna er eins og hún er þá liggjum við til þess að gera inni í frekar hlýju lofti,“ segir Óli Þór Árnason, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, um hlýindin, miðað við árstíma, sem eru yfir landinu. Hiti hefur náð sautján stigum á Skjaldaþingsstöðum það sem af er degi og er spáð áframhaldandi hlýindum út vikuna. Meðan tiltölulega milt veður er yfir Íslandi þá er hins vegar mikið um snjó í Skandinavíu, þá sérstaklega í Noregi og Svíþjóð. „Ég held að Norðmennirnir gráti það ekki, þeir vilja örugglega komast á skíðin sín. Við grátum það ekki heldur að hafa snjólaust. Þetta er mismunandi hvað fólk vill,“ segir Óli en fremur algengt að þegar milt er í veðri á Íslandi sé mikið um snjó og kulda í Skandinavíu. Spurður hvað stýri því segir Óli afar tilviljanakennt hvernig veðrakerfin raðast upp. „Lægðirnar eru að rúlla beint á okkur og meðan þær fara fyrir vestan land fáum við mikið af hlýju lofti yfir okkur, þannig að að því leytinu til þá liggjum við í þessum hlýja straumi sem er að draga loft langt sunnan úr hafi og hérna norður eftir. Það er hæð vestur af Spáni sem er að stýra lægðum upp í áttina að okkur. Meðan þær fara vestan við land fáum við þetta hlýja loft,“ segir Óli. Hann býst við að það muni lengja á milli lægða og þá sé ekki langt í kalda loftið og slydduél í kjölfar lægða. „En svo er ekki að sjá fyrr en næstu viku að ein og ein lægð skríði fyrir austan land og þá styttist í norðaustanáttina, en það er samt ekki fyrirsjáanlegt alveg á næstu dögum,“ segir Óli.Veðurhorfur næsta sólarhringinn:Sunnan 10-18 m/s, hvassast um landið norðvestanvert. Rigning og súld, en úrkomuminna um landið norðaustanvert. Gengur í suðaustan 15-23 í kvöld með talsverðri úrkomu sunnan- og vestanlands. Hiti 5 til 15 stig, hlýjast norðaustantil. Snýst í minnkandi suðvestanátt með skúrum eða slydduéljum í fyrramálið, fyrst suðvestantil, en léttir til um landið norðaustanvert. Kólnar í veðri. Sunnan 5-13 annað kvöld, hvassast vestantil.Veðurhorfur næstu dagaÁ miðvikudag:Austlæg eða breytileg átt, 3-8 m/s og bjart með köflum norðan- og vestanlands. Annars stöku skúrir eða él, en úrkomumeira á Suðausturlandi. Vægt frost, en hiti víða 0 til 5 stig við ströndina.Á fimmtudag:Breytileg átt 3-8, skýjað með köflum og stöku él, en vaxandi suðaustanátt um kvöldið og þykknar upp. Hiti breytist lítið.Á föstudag:Allhvöss eða hvöss austan- og suðaustanátt og rigning eða jafnvel slydda sunnan- og vestanlands, en þurrt norðaustantil. Heldur hlýnandi veður.Á laugardag:Útlit fyrir norðaustlæga átt með slyddu eða snjókomu fyrir norðan, en vestlægari og léttir til sunnan- og vestanlands. Hiti 0 til 5 stig að deginum.Á sunnudag:Útlit fyrir sunnanátt með rigningu sunnan- og vestantil og hlýnandi veðri.
Veður Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Sjá meira