Enski boltinn

Payet útilokar ekki að fara í janúar

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Payet hefur ekki fagnað oft í vetur.
Payet hefur ekki fagnað oft í vetur. vísir/getty
Frakkinn Dimitri Payet er ekki ánægður með stöðuna hjá West Ham og hefur nú opnað á að yfirgefa félagið eftir áramót.

Það hefur gengið mjög illa hjá West Ham í vetur og Payet er sagður vera þreyttur á ástandinu.

„Þessi byrjun á tímabilinu er búin að vera mjög léleg. Fer ég í janúar? Ég er að hugsa um annað núna en ég útiloka ekki neitt,“ sagði Payet við franska sjónvarpsstöð um nýliðna helgi.

Miðjumaðurinn var mjög eftirsóttur í sumar og West Ham þótti gera vel í að halda honum. Vitað er af áhuga margra stærstu félaga Evrópu á leikmanninum og West Ham gæti fengið mjög góðan skilding fyrir leikmanninn.

West Ham er í sautjánda sæti ensku úrvalsdeildarinnar eftir ellefu leiki og á mjög erfiða leiki í vændum. Fallsæti gæti því hæglega verið staðan á liðinu er það koma jól.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×