Aron kominn aftur í bandaríska landsliðið eftir fjórtán mánaða fjarveru Tómas Þór Þórðarson skrifar 7. nóvember 2016 09:45 Aron aftur kominn í rautt, hvítt og blátt. vísir/getty Aron Jóhannsson, leikmaður Werder Bremen, er kominn aftur í bandaríska landsliðið eftir fjórtán mánaða fjarveru en hann var í gærkvöldi kallaður í hópinn sem mætir Mexíkó og Kosta Ríka á næstu dögum í fyrstu umferð lokastigs undankeppni HM 2018 í norður og Mið-Ameríku. Aron hefur ekki verið í landsliðshópi Bandaríkjananna síðan hann kom af bekknum í 4-1 tapi liðsins gegn Brasilíu 8. september 2015. Hann meiddist skömmu eftir það og var frá í rétt tæpt ár eða þar til hann sneri aftur í september. Hann skoraði sitt fyrsta mark í ellefu mánuði fyrir Brimarborgarliðið í Íslendingaslag gegn Alfreð Finnbogasyni og félögum í Augsburg og sagði í viðtali við Fréttablaðið að hann var gráti næst að sjá boltann aftur í netinu eftir að vera svona lengi frá.NEWS: The 26-man #USMNT roster for #USAvMEX and #USAvCRC #WCQ matches: https://t.co/Y8gI1KEVuz pic.twitter.com/J80eaxk1cK— U.S. Soccer (@ussoccer) November 6, 2016 Aron sagði í sama viðtali að hann vonaðist til að vera valinn í landsliðshópinn fyrir vináttuleikina gegn Kúbu og Nýja-Sjálandi í síðasta mánuði en svo var ekki. Hann er aftur á móti einn af fjórum framherjum sem voru valdi fyrir þessa stórleiki gegn tveimur af bestu liðum álfunnar. Þrátt fyrir að vera svona lengi frá óttaðist Aron aldrei um landsliðssæti sitt. Jürgen Klinsmann, landsliðsþjálfari Bandaríkjanna, gerði allt hvað hann gat að koma Aroni aftur í stand en hann hjálpaði Íslendingnum í gegnum meiðslin eins og Aron sagði sjálfur frá. Aron er eins og þrír aðrir framherjar í bandaríska hópnum ansi reynslulitlir í undankeppni HM en þar á hann aðeins að baki þrjá leiki og eitt mark. Jordan Morris á að baki þrjá leiki og ekkert mark en Bobby Wood, leikmaður Hamburg hefur skorað tvö mörk í sex leikjum í undankeppni HM fyrir bandaríska landsliðið. Aðalmaðurinn í framlínu Bandaríkjanna er sem fyrr Jozy Altidore en hann á að baki 31 leik og 16 mörk í undankeppni HM fyrir bandaríska landsliðið. Fótbolti Tengdar fréttir Flóttamaðurinn sem er nú byrjunarliðsmaður í þýsku úrvalsdeildinni Ousman Manneh hélt Aroni Jóhannssyni á bekknum hjá Werder Bremen um síðustu helgi. 28. október 2016 13:52 Vill vita hversu mikið Aron og „útlendingarnir“ elska Bandaríkin Markahæsti leikmaður í sögu bandarísku landsliðanna í fótbolta er ekki hrifinn af stefnu Jürgens Klinsmanns. 12. október 2016 09:45 Mest lesið Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Enski boltinn Newcastle bætti við martröð Man. Utd Enski boltinn Anníe Mist, Katrín Tanja og Sara verða saman í liði Sport Margfaldur Ólympíuverðlaunahafi skiptir um íþrótt Sport Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Enski boltinn Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Enski boltinn Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Enski boltinn Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Enski boltinn Knattspyrnukonur eyddu jólunum í fangelsi Fótbolti Rashford laus úr útlegð Enski boltinn Fleiri fréttir Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Rashford laus úr útlegð Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Sögðu frá nýjum þjálfara AC Milan áður en hinn var rekinn Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Knattspyrnukonur eyddu jólunum í fangelsi „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Pep kastar inn hvíta handklæðinu og segir liðið þurfa hjálp Þjálfarinn sá rautt í mögulega sínum síðasta leik „Eina sem ég hugsa um er að Liverpool vinni titilinn“ Fyrrverandi markvörður West Ham hættur í krabbameinsmeðferð Jason Daði kom inn af bekknum og skoraði Forest skaust upp í annað sæti Ófarir Spurs halda áfram Enduðu árið með stæl Albert og félagar stálu stigi af Juventus Kærkominn sigur City Töpuðu fyrir Napoli með minnsta mun Ratcliffe áfram með niðurskurðarhnífinn á lofti Stefán Teitur og félagar kvöddu árið með sigri Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Cecilía í liði ársins Sjá meira
Aron Jóhannsson, leikmaður Werder Bremen, er kominn aftur í bandaríska landsliðið eftir fjórtán mánaða fjarveru en hann var í gærkvöldi kallaður í hópinn sem mætir Mexíkó og Kosta Ríka á næstu dögum í fyrstu umferð lokastigs undankeppni HM 2018 í norður og Mið-Ameríku. Aron hefur ekki verið í landsliðshópi Bandaríkjananna síðan hann kom af bekknum í 4-1 tapi liðsins gegn Brasilíu 8. september 2015. Hann meiddist skömmu eftir það og var frá í rétt tæpt ár eða þar til hann sneri aftur í september. Hann skoraði sitt fyrsta mark í ellefu mánuði fyrir Brimarborgarliðið í Íslendingaslag gegn Alfreð Finnbogasyni og félögum í Augsburg og sagði í viðtali við Fréttablaðið að hann var gráti næst að sjá boltann aftur í netinu eftir að vera svona lengi frá.NEWS: The 26-man #USMNT roster for #USAvMEX and #USAvCRC #WCQ matches: https://t.co/Y8gI1KEVuz pic.twitter.com/J80eaxk1cK— U.S. Soccer (@ussoccer) November 6, 2016 Aron sagði í sama viðtali að hann vonaðist til að vera valinn í landsliðshópinn fyrir vináttuleikina gegn Kúbu og Nýja-Sjálandi í síðasta mánuði en svo var ekki. Hann er aftur á móti einn af fjórum framherjum sem voru valdi fyrir þessa stórleiki gegn tveimur af bestu liðum álfunnar. Þrátt fyrir að vera svona lengi frá óttaðist Aron aldrei um landsliðssæti sitt. Jürgen Klinsmann, landsliðsþjálfari Bandaríkjanna, gerði allt hvað hann gat að koma Aroni aftur í stand en hann hjálpaði Íslendingnum í gegnum meiðslin eins og Aron sagði sjálfur frá. Aron er eins og þrír aðrir framherjar í bandaríska hópnum ansi reynslulitlir í undankeppni HM en þar á hann aðeins að baki þrjá leiki og eitt mark. Jordan Morris á að baki þrjá leiki og ekkert mark en Bobby Wood, leikmaður Hamburg hefur skorað tvö mörk í sex leikjum í undankeppni HM fyrir bandaríska landsliðið. Aðalmaðurinn í framlínu Bandaríkjanna er sem fyrr Jozy Altidore en hann á að baki 31 leik og 16 mörk í undankeppni HM fyrir bandaríska landsliðið.
Fótbolti Tengdar fréttir Flóttamaðurinn sem er nú byrjunarliðsmaður í þýsku úrvalsdeildinni Ousman Manneh hélt Aroni Jóhannssyni á bekknum hjá Werder Bremen um síðustu helgi. 28. október 2016 13:52 Vill vita hversu mikið Aron og „útlendingarnir“ elska Bandaríkin Markahæsti leikmaður í sögu bandarísku landsliðanna í fótbolta er ekki hrifinn af stefnu Jürgens Klinsmanns. 12. október 2016 09:45 Mest lesið Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Enski boltinn Newcastle bætti við martröð Man. Utd Enski boltinn Anníe Mist, Katrín Tanja og Sara verða saman í liði Sport Margfaldur Ólympíuverðlaunahafi skiptir um íþrótt Sport Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Enski boltinn Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Enski boltinn Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Enski boltinn Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Enski boltinn Knattspyrnukonur eyddu jólunum í fangelsi Fótbolti Rashford laus úr útlegð Enski boltinn Fleiri fréttir Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Rashford laus úr útlegð Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Sögðu frá nýjum þjálfara AC Milan áður en hinn var rekinn Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Knattspyrnukonur eyddu jólunum í fangelsi „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Pep kastar inn hvíta handklæðinu og segir liðið þurfa hjálp Þjálfarinn sá rautt í mögulega sínum síðasta leik „Eina sem ég hugsa um er að Liverpool vinni titilinn“ Fyrrverandi markvörður West Ham hættur í krabbameinsmeðferð Jason Daði kom inn af bekknum og skoraði Forest skaust upp í annað sæti Ófarir Spurs halda áfram Enduðu árið með stæl Albert og félagar stálu stigi af Juventus Kærkominn sigur City Töpuðu fyrir Napoli með minnsta mun Ratcliffe áfram með niðurskurðarhnífinn á lofti Stefán Teitur og félagar kvöddu árið með sigri Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Cecilía í liði ársins Sjá meira
Flóttamaðurinn sem er nú byrjunarliðsmaður í þýsku úrvalsdeildinni Ousman Manneh hélt Aroni Jóhannssyni á bekknum hjá Werder Bremen um síðustu helgi. 28. október 2016 13:52
Vill vita hversu mikið Aron og „útlendingarnir“ elska Bandaríkin Markahæsti leikmaður í sögu bandarísku landsliðanna í fótbolta er ekki hrifinn af stefnu Jürgens Klinsmanns. 12. október 2016 09:45