Innlent

Fatlað fólk fær miskabætur

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Sólheimar í Grímsnesi.
Sólheimar í Grímsnesi. vísir/pjetur
Velferðarþjónusta Árnessýslu og Grímsnes- og Grafningshreppur hafa verið dæmd til að borga sjö fötluðum einstaklingum á Sólheimum hálfa milljón króna hverjum í miskabætur fyrir að neita þeim um akstursþjónustu.

Fram kemur í dómi Héraðsdóms Suðurlands að ákvarðanir um að synja fólkinu um umbeðnar 120 ferðir á mánuði með ferðaþjónustu fatlaðra á strætisvagnaverði hafi ekki verið teknar að athuguðu máli. Þess vegna verði að fella ákvarðanirnar úr gildi.

„Fyrir liggur samkvæmt læknisvottorðum að stefnendur eru allir ófærir um að nýta sér almenningssamgöngur,“ segir dómurinn og bendir á að samkvæmt lögum sé markmið ferðaþjónustu fatlaðs fólks að gera þeim sem ekki geta nýtt sér almenningsfarartæki vegna fötlunar kleift að stunda atvinnu og nám og njóta tómstunda. 

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu




Fleiri fréttir

Sjá meira


×