Fótbolti

Hjálmar bar fyrirliðabandið í kveðjuleiknum | Viðar fær silfurskóinn

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Hjálmar Jónsson lék kveðjuleik sinn fyrir IFK Gautaborg í dag eftir fjórtán ár í herbúðum Gautaborg.
Hjálmar Jónsson lék kveðjuleik sinn fyrir IFK Gautaborg í dag eftir fjórtán ár í herbúðum Gautaborg. vísir/epa
Hjálmar Jónsson bar fyrirliðabandið í kveðjuleik sínum fyrir Gautaborg í 1-3 tapi gegn Norrköping í lokaumferð sænsku úrvalsdeildarinnar í dag.

Hjálmar og Elías Már Ómarsson voru báðir í byrjunarliði Gautaborg en gátu ekki komið í veg fyrir 1-3 tap. Gautaborg hafnaði í 4. sæti deildarinnar og missti því af Evrópusæti.

Viðar Örn Kjartansson var markahæsti leikmaður deildarinnar en þurfti að horfa á eftir gullskónum til John Owoeri, leikmanns Hacken, sem skoraði fjögur mörk í 7-0 sigri á Falkenbergs.

Viðar sem skoraði 14 mörk í deildinni deilir öðru sæti með Sebastian Andersson, framherja Norrköping, en Viðar lék aðeins tuttugu leiki áður en hann var seldur til Maccabi Tel Aviv.

Malmö endaði tímabilið á góðu nótunum án Kára Árnasonar sem hvíldi í dag en liðsfélagar hans unnu 3-0 sigur í lokaleik tímabilsins og tóku við titlinum að leik loknum.

Kristinn Steindórsson lék 66. mínútur í 2-5 tapi Sundsvall gegn Djurgarden og þá lék Haukur Heiðar Hauksson allan leikinn í 3-1 sigri AIK gegn Kalmar á heimavelli.

Allir leikir dagsins:

AIK 3-1 Kalmar

Elfsborg 2-1 Örebro

Hacken 7-0 Falkenbergs

Helsingborg 2-0 Jonkopings

Malmo FF 3-0 Hammarby

Norrköping 3-1 Göteborg

Östersunds 2-4 Gefle

Sundsvall 2-5 Djurgarden




Fleiri fréttir

Sjá meira


×